Fréttir

Dagskrá í mótun

Sjómannadagshelgin 2018

Krakkablak Hugins, í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað, mun bjóða upp á dagskrá á sjómannadaginn 2018. Dagskráin er í mótun, en von er á dreifibréfi í hús á morgun, fimmtudag.
Lesa meira
Afmælismót 2. júní

GSF 30 ára

Golfklúbbur Seyðisfjarðar eða GSF eins og hann er oft kallaður verður 30 ára laugardaginn 2. júní. Stofnfélagar voru 21 talsins og eru 5 þeirra virkir félagar enn þann dag í dag. Hagavöllur, sem formlega var vígður 2003, er í dag eftirsóttur 9 holu golfvöllur með góðu klúbbhúsi sem prýðir innkeyrsluna í bæinn. Klúbburinn telur 48 félaga og er því einn sá fámennasti á landinu.
Lesa meira
Ætlar þú að hreyfa þig í dag?

Hreyfivika - þriðjudagur

Gaman er að geta þess að í dag er dagur tvö í hreyfiviku og nóg um að vera á Seyðisfirði. Fyrst ber að nefna að Unnur Óskardóttir ætlar að bjóða börnum og foreldrum í hjóla- og yogaferð upp í Tvísöng kl. 16.30. Mæting er við íþróttahús.
Lesa meira
Hreinn meirihluti L-listans

Úrslit sveitarstjórnarkosnina 2018

Sveitarstjórnarkosningar fyrir tímabilið 2018-2022 fóru fram sl. laugardag. Niðurstaða kosninganna á Seyðisfirði er sú að Seyðisfjarðarlistinn (L) fékk 235 atkvæði og fjóra bæjarfulltrúa.Sjálfstæðisfélagið Skjöldur (D) fékk 136 atkvæði og tvo bæjarfulltrúa og Framsóknarfélag Seyðisfjarðar og frjálslyndra (B) fékk 70 atkvæði og 1 bæjarfulltrúa. Á kjörskrá voru 520 manns.
Lesa meira
Ert þú búin/n að finna eitthvað áhugavert?

Hreyfivika 2018

Hreyfivika 2018 á Seyðisfirði er hafin. Markmið hreyfiviku er að kynna mismunandi hreyfingu fyrir fólki, með það sem lokamarkmið að fólk finni sér hreyfingu við hæfi. Eða með öðrum orðum, markmiðið er að fjölga fólki sem hreyfir sig reglulega.
Lesa meira
Drög að skýrslu

Fornleifar á Vestdalseyri

Á vormánuðum 2017 fól Seyðisfjarðarkaupstaður Fornleifastofnun Íslands ses að vinna deiliskráningu á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Svæðið sem skráningin náði til var um 26 ha stórt. Innan þess er þorpið Vestdalseyri en svæðið náði talsvert norðaustur fyrir sjálft þorpið og yfir stóran hluta gamla heimatúns lögbýlisins Vestdals.
Lesa meira
Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Sjálfboðaliðastarf

Á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði búa að jafnaði 16-18 íbúar árið um kring. Margir hverjir bjuggu áður í öðrum sveitarfélögum og eiga því ekki nána aðstandendur eða stuðningsnet hér á staðnum og sumir eiga jafnvel lítið af aðstandendum hér á staðnum þrátt fyrir áralanga búsetu í sveitarfélaginu okkar. Þess vegna langar okkur að auka tengingu íbúa okkar við samfélagið með því að koma á fót sjálfboðaliðastarfi við hjúkrunarheimilið.
Lesa meira
Listsköpun, útivera og leikir

Sumarnámskeið

Skaftfell býður upp á skapandi sumarnámskeið í júní og ágúst. 18.-29. júní fyrir börn fædd 2008-2011 Námskeiðsgjald: 13.000 (20% systkinaafsláttur) 13.-17. ágúst fyrir börn fædd 2008-2012 Námskeiðsgjald: 6.500 (20% systkinaafsláttur)
Lesa meira
Fréttabréf frá rekstraraðilum

Félagsheimilið Herðubreið

Rekstraraðilar Herðubreiðar eru Sesselja Hlín Jónasardóttir og Celia Harrison. Þær tóku við húsinu í mars 2017 eftir að gerður var samningur við Seyðisfjarðarkaupstað til tveggja ára. Eftir að hafa tekið við Herðubreið í mars 2017 hafa þær stefnt á að færa nýtt líf í húsið, margt hefur verið gert hingað til og enn bjartari tímar eru framundan í félags- og menningarheimili Seyðfirðinga.
Lesa meira
Ársreikningur 2017

Ársreikningur Seyðisfjarðarkaupstaðar 2017 samþykktur

Bæjarstjórn samþykkti og áritaði ársreikning 2017 við seinni umræðu þann 14. maí 2018. Heildartekjur samstæðunnar námu 968,5. Rekstrarniðurstaða A- hluta var jákvæð um 51,7 milljónir króna en rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð sem nam 123,6 milljónum króna. Skuldahlutfall samstæðuársreiknings þ.e. A- og B-hluta samanlagt nam skv. skilgreiningu í reglugerð um fjárhagsleg viðmið 108% í árslok 2017 en þetta hlutfall var 122% í árslok 2016. Lögbundið hámark er 150%.
Lesa meira