Fréttir

Sólarkaffi

Kaffisala Lions

Árleg sólarkaffisala mun fara fram í Kjörbúðinni föstudaginn 15. febrúar á milli klukkan 16 og 19, laugardaginn 16. febrúar og sunnudaginn 17. febrúar á milli klukkan 14 og 18. Ekki láta þetta úrvals kaffi fram hjá ykkur fara og styrkið gott málefni í leiðinni. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.
Lesa meira
Ljós og sandur

Áríðandi tilkynningar - important informations

About this weekend; people are friendly asked to turn of all lights at home both 15th and 16th of February between 18 and 22. All main roads will be sanded today and also the other streets where needed. People can therefore take a walk and enjoy the festival.
Lesa meira
Sólborg Sara

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstjóri heimsótti í morgun fröken Sólborgu Söru Kolbeinsdóttur. Sólborg Sara er dóttir þeirra Kötlu Rutar Pétursdóttur og Kolbeins Arinbjörnssonar og er þeirra önnur dóttir. Fyrir eiga þau dótturina Módísi Klöru, fædda í Reykjavík 2013. Sólborg Sara fæddist í Neskaupstað þann 7. júlí 2018 og var 52 cm og 3485 gr. við fæðingu.
Lesa meira
Gildir í heitan pott og gufu

Árskort í Sundhöll

Vakin er athygli á samþykkt sem bæjarstjórn gerði á fundi sínum í gær, 13. febrúar : „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar leggur til að árskort í Sundhöll Seyðisfjarðar gildi einnig í heitan pott og gufu í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar og samþykkir breytingu á gjaldskrá þar að lútandi.“
Lesa meira
Eyrarrósin 2019

Til hamingju!

Í gær, þriðjudaginn 12. febrúar, hlaut listahátíðin List í ljósi Eyrarrósina 2019, en Eyrarrósin er veitt árlega fyrir afburða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Síðan árið 2016 hefur listahátíðin List í ljósi verið haldin á Seyðisfirði. Um er að ræða hátíð sem umbreytir Seyðisfjarðarbæ í ljóslifandi kraumandi suðupott vel skipulagðra listviðburða, innlendra og erlendra listamanna. Hátíðin er alltaf haldin í febrúar vegna endurkomu sólarinnar í bæinn eftir þriggja mánaða fjarveru.
Lesa meira
Tilboð óskast!

Knattspyrnuvöllur við Garðarsveg

Seyðisfjarðarkaupstaður, óskar eftir tilboðum í verkið: Endurnýjun knattspyrnuvallar við Garðarsveg Verkið felst meðal annars í upprifi og förgun á núverandi yfirborðsefnum, landmótun, lagningu drenlagna, lagningu vökvunarkerfis, útlögn rótarlags, grassáningu og eftirfylgni.
Lesa meira
Samstarf milli lögreglu og heilsueflandi samfélags

Umferðareftirlit við Seyðisfjarðarskóla

Dagana 28. janúar til 1. febrúar var lögreglan, í samvinnu við heilsueflandi samfélag, með umferðareftirlit við skólastofnanir bæjarins. Lögð var áhersla á hvort öryggi barna væri viðunandi í bifreiðum foreldra og forráðamanna auk öryggis barna almennt á leið sinni í og úr skóla.
Lesa meira
Fundargerðir

Starfshópur um sameiningarmál

Vinna í starfshópi vegna sameiningaferlis sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps er komin á skrið.
Lesa meira
6. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2019

Á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar, er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna.
Lesa meira

Krakkablak Hugins

Síðast liðna helgi, 1. - 3. febrúar, fóru krakkar úr blakdeild Hugins til Akureyrar til að taka þátt í Bikarkeppni BLÍ. Í ár fóru 3. og 4. flokkur, en að þessu sinni voru stelpurnar með sameiginleg lið með Þrótti og strákarnir með Vestra frá Ísafirði. Mótið gekk mjög vel hjá krökkunum.
Lesa meira