Fréttir

Sameiningarmál

Hægt að kjósa utan kjörstaðar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna hófst 2. september og stendur fram á kjördag 26. október. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum Íslands.
Lesa meira
Takk allir sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt

Ærslabelgurinn er tilbúinn!

Ærslabelgurinn er tilbúinn! Það verður loksins hægt að hoppa á belgnum frá því klukkan 16 í dag (eða kannski fyrr) og alla helgina. Loftið verður ekki tekið úr belgnum næstu daga, en um miðja næstu viku verður allur frágangur kláraður; þökur verða settar meðfram belgnum, skilti með reglum verður sett upp og tímastillir á notkun sett í gang. Athugið; kallað verður eftir foreldrum í þá vinnu.
Lesa meira
Fimmtudagur 26. september

Haustfundur ferðaþjónustunnar

Haustfundur ferðaþjónustunnar verður haldinn 26. september í fundarsal íþróttamiðstöðvar (uppi) kl. 12:00. Umræðuefni fundarins verður kynning á mögulegri nýrri markaðsáætlun og nýjum vef Visit Seyðisfjörður. Opnar umræður um málefni ferðaþjónustunnar á Seyðisfirði. Haustfundur ferðaþjónustunnar er haldinn á vegum ferða- og menningarnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar og opinn öllum. Boðið verður upp á súpu á fundinum.
Lesa meira
Múlavegur og Hlíðarvegur

Tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúabyggð

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkti þann 4. september 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Múlaveg 51–55, Múlaveg 52–60 og Hlíðarveg 2–12, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Tillagan er til sýnis á heimasíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar og á skrifstofu skipulags- og byggingafulltrúa við Ránargötu 2 frá 20. september.
Lesa meira
Starts Tuesday September 17th

Íslenskukennsla - icelandic lessons

Íslenska fyrir útlendinga - Icelandic courses - Język islandzki dla obcokrajowców
Lesa meira
Biðin senn á enda

Ærslabelgur

Gaman er að geta sagt frá því að í morgun var mælt út fyrir ærslabelgnum, sem ansi margir eru farnir að bíða óþreyjufullir eftir. Á mánudaginn verður grafið fyrir honum og unnið áfram í að koma honum niður. Foreldrar eru beðnir að taka vel í það, ef hóað verður í þá til að aðstoða við að klára endanlega. Það er því loksins óhætt að segja að það verði hægt að hoppa þegar líður á næstu viku.
Lesa meira
Zuhaitz Akizu Gardoki

Tækniminjasafnið fær nýjan forstöðumann

Zuhaitz Akizu Gardoki hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Tækniminjasafnsins. Hann kemur til starfa mánudaginn 16. september næstkomandi og tekur síðan að fullu við 1. október. Núverandi forstöðumaður safnsins, Pétur Kristjánsson, lýkur störfum 30. september.
Lesa meira
Fyrir 27. september klukkan 24.00

Styrkveitingar á árinu 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til Seyðisfjarðarkaupstaðar um framlög og styrkveitingar á árinu 2020. Samkvæmt samþykkt hjá Seyðisfjarðarkaupstað þurfa aðilar, s.s. félög og félagasamtök sem vilja sækja um styrki eða framlög við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að skila skriflegri umsókn til bæjarskrifstofu þar að lútandi.
Lesa meira

Endurskoðað hættumat fyrir Seyðisfjörð og hættumat fyrir Vestdalseyri

Endurskoðað hættumat fyrir Seyðisfjörð og hættumat fyrir Vestdalseyri voru kynnt á íbúafundi sem haldinn var fimmtudaginn 29. ágúst s.l.. Hættumatskort og skýrslur sem lýsa forsendum matsins munu liggja frammi á skrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér þessar skýrslur.
Lesa meira
Menningarhátíð barna

BRAS

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi.
Lesa meira