Fréttir

Liggur frammi á bæjarskrifstofu

Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninga

Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninganna sem fram fara 26. maí 2018 liggur frammi á bæjarskrifstofunni Hafnargötu 44. Kjörskráin verður til sýnis almenningi á opnunartíma bæjarskrifstofunnar til kjördags. Leiðréttingar má gera á kjörskrá fram á kjördag. Kosið verður í íþróttahúsinu 26. maí frá klukkan 10.00 til 22.00
Lesa meira
Sjálfsvígsforvarnarsamtök

Úr myrkrinu í ljósið

Aðfararnótt sl. laugardags var gengið í annað sinn á Seyðisfirði "Úr myrkrinu í ljósið". Í kringum 30 manns mættu í gönguna í þetta skiptið, þar á meðal voru bæði gestir frá Egilstöðum sem og farþegar í bíl sem fylgdi hópnum. Gengið var út að háu bökkum þar sem Unnur Óskardóttir leiddi hópinn í hugleiðslustund, svo var tekin mynd áður en gengið var aftur inn að íþróttahúsi.
Lesa meira
Fröken Lilja Bryndís

Nýr Seyðfirðingur

Vilhjálmur bæjarstjóri heimsótti í morgun Lilju Bryndísi Ágústdóttir og foreldra hennar. Lilja Bryndís er dóttir þeirra Örnu Magnúsdóttur og Ágústs Magnússonar. Hún er fyrsta barn þeirra saman, en fyrir á Ágúst soninn Sindra Róbert fæddan 2004. Lilja Bryndís er fædd þann 19. desember 2017 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, hún var 49 cm og 3210 gr við fæðingu. Fjölskyldunni er óskað innilega til hamingju með litla ljósið sitt.
Lesa meira
Upplýsingasíða

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Vakin er athygli á upplýsingasíðu vegna sveitarstjórnakosninganna 2018 hér á vefsíðunni.
Lesa meira
Sveitarstjórnarkosningar 2018

Framboðslistar á Seyðisfirði

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar um framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga 2018 sem fram fara 26. maí 2018. Yfirkjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar gerir kunnugt að eftirtalin framboð hafa komið fram og verið samþykkt af yfirkjörstjórninni.
Lesa meira
Ertu fótboltaþjálfari?

Fótboltaþjálfun

Þekkir þú mögulega einhvern sem þekkir einhvern sem kann fótbolta. Eða kannt þú fótbolta? Knattspyrnudeild Hugins leitar að þjálfara, menntuðum eða áhugasömum einstaklingi, til að taka að sér þjálfun yngri flokka Hugins í sumar. Mjög gefandi og skemmtilegt verkefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Brynjari í síma 868-4291.
Lesa meira
Samfélagið vinnur saman, bæði stórir og smáir

Fjöruhreinsun

Seyðfirðingar komu saman laugardaginn 5. maí á norrænum strandhreinsunardegi til að hreinsa fallega bæinn sinn. Frábær mæting var í góðu veðri. Farið var út um allan bæ ásamt því að farið var út með firði og inn með Fjarðará og mátti sjá fólk á öllum aldri með poka að tína rusl. Boðið var upp á vöfflur, köku og kaffisopa að tínslu lokinni.
Lesa meira

Úr myrkrinu, í ljósið

Aðfararnótt laugardagsins 12. maí nk. verður gengið úr myrkrinu í ljósið, í samvinnu við Píeta Ísland. Markmiðið með göngunni er að minnast þeirra sem tekið hafa sitt eigið líf, að gefa von og að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvígshættuna. Gangan er haldin í annað sinn á Seyðisfirði, en hún var á vegum Ólafs Hr. Sigurðssonar og Kolbrúnar Láru Vilhelmsdóttur í fyrra.
Lesa meira
Fréttatilkynning

Skálanes, náttúru- og menningarsetur

Frá og með deginum í dag mun Skálanes aðeins taka á móti fyrirfram bókuðum hópum (þ.e. tengt leiðsögn hópa úr skemmtiferðaskipum eða háskólahópum sem vinna að rannsóknum). Skálanes mun því ekki lengur þjónusta ferðamenn í lausatraffík né hýsa aðra í gistingu en fyrirfram bókaða hópa.
Lesa meira
Upplýsingar um stöðu mála

Húshitunarmál á Seyðisfirði

Þann 24. apríl 2018 kom starfshópur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í vettvagnsferð til Seyðisfjarðar vegna stöðu húshitunarmála á Seyðisfirði í ljósi fyrirhugaðrar lokunar RARIK ohf á fjarvarmaveitunni. Starfshópurinn var skipaður í nóvember 2017 og hefur síðan þá meðal annars hitt aðila varðandi hugmyndir um miðlægar lausnir sem hafa verið til skoðunar. Hópurinn skoðaði fjarvarmaveitu RARIK ohf og fékk upplýsingar frá starfsmönnum hennar á Seyðisfirði m.a. um ástand dreifikerfisins. Einnig voru skoðaðar mögulegar hitalindir og rætt við nokkra aðila um mögulega notkun þeirra.
Lesa meira