Fréttir

Umsóknir fyrir árið 2021

Uppbyggingarsjóður Austurlands

Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2021. Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar–, atvinnu– og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn– og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2021. Djúpivogur 5. október - kl. 13:00–15:00 í Djúpinu (Sambúð) Reyðarfjörður 6. október - kl. 16:00–18:00 í Austurbrú Seyðisfjörður* 7. október - kl. 13:00–15:00 í Silfurhöllinni Vopnafjörður 8. október - kl. 13:30–15:30 í Kaupvangi Egilsstaðir 13. október - kl. 15:00–17:00 á Vonarlandi *Ath. vinnustofan á Seyðisfirði fer fram á ensku.
Lesa meira
Lokað í líkamsræktina

Frá Íþróttamiðstöðinni

Því miður verður líkamsræktin lokuð frá og með miðnætti í kvöld eftir hertar aðgerðir stjórnvalda í baráttuni gegn Covid-19. Öll líkamræktarkort verða lengd um þann tíma sem lokunin stendur yfir. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira
Eldri borgarar athugið!

Hreyfispjöld - kynning

Mánudaginn 5. október næst komandi klukkan 13.40 er eldri borgurum boðið að mæta í íþróttarsal og fá kynningu / kennslu á notkun hreyfispjaldanna sem komu í gjöf frá kaupstaðnum síðast liðið haust.
Lesa meira
Endurreist kvikmyndahús Seyðisfjarðar

Herðubíó

Bíósýningar hafa verið í Herðubíó síðast liðnar þrjár vikur, þar sem sýndar eru 2-3 myndir í hverri viku þar á meðal ein barnamynd. Austfirðingar munu því vonandi finna eitthvað við sitt hæfi í vetur og njóta þess að geta sótt alvöru bíó innan fjórðungsins og keypt sér alvöru bíópopp.
Lesa meira
Næsti laugardagur, 3. október

Haustroði 2020

Hinn árlegi og stórskemmtilegi viðburður Haustroði verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið laugardaginn 3. október nk. með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri.
Lesa meira
1. október til 17. desember

Vatnsleikfimi

Vatnsleikfimi fyrir eldri borgara og öryrkja hefst fimmtudaginn 1. október næst komandi. Tímar verða alla fimmtudaga fram að jólum, eða til og með 17. desember. Tímarnir verða frá klukkan 16.30-17.30. Skráning á staðnum, greiðsluseðlar sendir heim.
Lesa meira
Fulltrúar í hverju byggðarlagi fyrir sig

Fulltrúar í heimastjórn

Eftirtaldir aðilar hlutu kosningu sem aðal- og varamenn í heimastjórnir hvers byggðarlags. Heimastjórnarfulltrúum er óskað til hamingju.
Lesa meira
Umsóknarfrestur til 24. september (fimmtudagur)

Umsóknir um verkefnastyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefnastyrki hjá Seyðisfjarðarkaupstað fyrir árið 2021 Samkvæmt samþykkt hjá Seyðisfjarðarkaupstað um framlög eða styrkveitingar þurfa aðilar, s.s. félög og félagasamtök sem vilja sækja um styrki eða framlög við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að skila skriflegri umsókn til bæjarskrifstofu þar að lútandi.
Lesa meira
Ný kennitala 1. október

Sameining sveitarfélaga á Austurlandi

Hið nýja sveitarfélag hefur fengið kennitölu 660220-1350 sem formlega verður til um mánaðarmótin sept/okt 2020. Þannig að allir reikningar eða kröfur frá og með 01.10.2020 sem tilheyra þeim mánuði skulu stofnaðir á þá kennitölu. Endanlegt nafn hins nýja sveitarfélags ákvarðast vonandi á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar sem verður í byrjun október.
Lesa meira
Nýju sveitarfélagi óskað til hamingju

Úrslit kosninga

Kosið var til sveitarstjórna í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi síðast liðinn laugardag. Úrslit voru svohljóðandi: B listi Framsóknarflokks: 420 atkvæði, 19%, 2 fulltrúar D listi Sjálfstæðisflokks: 641 atkvæði, 29%, 4 fulltrúar L listi Austurlista: 596 atkvæði, 27%, 3 fulltrúar M listi Miðflokks: 240 atkvæði, 11%, 1 fulltrúi V listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: 294 atkvæði, 13%, 1 fulltrúi Auðir: 53 Ógildir: 7
Lesa meira