Fréttir

Myndir

L.ung.A 2017

L.ung.A hátíðin var haldin í 18. skipti sumarið 2017. Hátíðin, sem vex og dafnar ár frá ári, nýtur mikillar aðdáunar um víða veröld. Listafólk, bæði vel þekkt og minna þekkt, keppist um að fá að vera með smiðjur í LungA vikunni og/eða fá að spila á lokatónleikum hátíðarinnar.
Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum fyrir 2018

Uppbyggingarsjóður Austurlands

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Styrkir eru veittir annars vegar til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.
Lesa meira
Verkefnislýsing

Tillaga um verndarsvæði í byggð

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir hér með kynningu og opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér verkefnislýsinguna. Samkvæmt lýsingunni verður gerð tillaga um að svæði á Öldu við Bjólfsgötu, Norðurgötu og Vesturveg verði verndarsvæði í byggð. Opið hús verður í fundarsal Hafnargötu 28, Seyðisfirði, fimmtudaginn 16. nóvember n.k. kl. 16:00 - 18:00.
Lesa meira
Húsahitun

Tilkynning til bæjarbúa

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar fundaði um húshitunarmál þann 7. nóvember síðastliðinn, ásamt nýskipuðum hóp sem starfar með nefndinni. Á fundinn mættu einnig fulltrúar frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu og fulltrúi frá Austurbrú.
Lesa meira
Til hamingju LungA

Heiðursviðurkenning Erasmus+

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, heiðursviðurkenningu við hátíðlega athöfn á afmælishátíð Erasmus+ sem fram fór í Hörpu í dag. Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri LungA, og Aðalheiður Borgþórsdóttir, einn af stofnendum LungA, tóku við viðurkenningunni.
Lesa meira
Fermingarbörn ganga í hús í kvöld

Hjálparstarf kirkjunnar

Í dag, miðvikudaginn 8. nóvember ætla fermingarbörn á Seyðisfirði að taka þátt í árlegri fermingarbarnasöfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og safna fyrir vatnsverkefnum í Eþíópíu.
Lesa meira
Gegn einelti

Alþjóðlegur baráttudagur

Miðvikudaginn 8. nóvember næst komandi er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Seyðisfjarðarskóli heldur daginn hátíðlegan með því að hafa Salinn klukkan 8:00 á miðvikudaginn og er öllum bæjarbúum boðið að koma og taka þátt í þessari mikilvægu baráttu.
Lesa meira
Ertu að leita að nýrri vinnu?

Laus störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira
Klukkan 20 í kvöld - við Tækniminjasafnið

Afturgangan - The Torch Walk

Afturgangan hefst við Tækniminjasafnið klukkan 20:00. Götuljósin eru slökkt í bænum og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að myrkva hús sín á meðan gangan fer fram. The Torch Walk starts at the Technical Museum at 20:00.
Lesa meira
Hvað er það og af hverju það?

Heilsueflandi Austurland

Hvað er Heilsueflandi samfélag? Í mars 2017 skrifuðu þrjú sveitarfélög á Austurlandi; Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður, undir samstarfssamning við Embætti landlæknis um að gerast Heilsueflandi samfélög. Nokkuð var gert úr undirrituninni á hverjum stað og vonandi hafa íbúar sveitarfélaganna rekist á merki verkefnisins hér og þar, til dæmis á heimasíðum sveitarfélaganna.
Lesa meira