Fréttir

Hefst miðvikudag 3. júlí klukkan 13

Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka

Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka hefst miðvikudaginn 3. júlí klukkan 13:00. Hann verður staðsettur á gamla rólóvellinum fyrir ofan Einsdæmi. Krakkarnir þurfa að koma með sinn eigin hamar og naglabox, endilega athugið með naglakrukkur og dollur í skúrum stórfjölskyldunnar ! Sagir verða á svæðinu en það má líka koma með sína eigin sög. Endilega merkið hamrana og naglaboxin.
Lesa meira
Loksins komið gott veður á Austurlandi

Regnbogagatan okkar!

Starfsmenn í unglingavinnunni á Seyðisfirði skerptu á litunum í Regnbogagötunni í morgun, líklega mest mynduðu götu Austurlands. Þetta átti vel við, því eins og staðan er núna er blíðskaparveður á Seyðisfirði og tilvalið að taka myndir. Þess má einnig geta að Seyðfirðingar telja sig afar vel að blíðunni komna eftir mikla kuldatíð í vor og það sem af er sumri.
Lesa meira
UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Landsmót 50+ í Neskaupsstað

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28.–30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel. „Við viljum hvetja Austfirðinga til að nýta sér þetta frábær tækifæri til hreyfingar,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UÍA.
Lesa meira
Alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast á Seyðisfirði!

Sirkus opnar á Seyðisfirði

Fimmtudaginn 13. júní síðast liðinn var opnaður nýr skemmtistaður á Seyðisfirði, Sirkus. Sigríður Guðlaugsdóttir athafnakona og Philippe Clause eru eigendur Sirkuss. Barinn var áður í Reykjavík en var pakkað saman og hefur hvílt sig í gámi undanfarin ár, þangað til hann öðlaðist nýtt líf við Aðalgötu bæjarins, Austurveg.
Lesa meira
Jómfrúarræða Aðalheiðar sem bæjarstjóra

Hátíðarræða bæjarstjóra

Það er mér mikill heiður að fá að tala hér í dag. Að vera fyrsta konan til að gegna hlutverki bæjarstjóra á Seyðisfirði er svolítið sérstakt fyrir mér. Ég hef átt mér margar góðar fyrirmyndir sem hafa kennt mér að það að vera kona stendur ekki í vegi fyrir því að starfa við hvað sem er. Hvort sem það er á vélunum í frystihúsinu, við suðu í smiðjunni, sem tónlistarkona eða bæjarstjóri.
Lesa meira
Úlpur, húfur og vettlingar eru málið!

Þjóðhátíðardagur í 6 gráðum

Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins fóru fram með pompi og pragt eins og Seyðfirðingum er von og vísa. Dagurinn hófst að venju í kirkjugarðinum, þar sem lagður var blómsveigur að leiði Björns Jónssonar frá Firði. Krakkahlaup hófst í hafnargarðinum klukkan 11, þar sem vaskir hlauparar á öllum aldri tóku þátt og stóðu sig vel. Eftir hádegi skaut Jóhann Sveinbjörnsson svo úr fallbyssunni, eins og myndin sýnir, við mikinn fögnuð áhorfenda og svo var skrúðgengið inn að kirkju þar sem fram fór hátíðardagskrá.
Lesa meira
Áfram krakkar - áfram blak - Áfram Huginn!

Krakkablak 2018-2019

Í ár æfðu um 60 krakkar blak á vegum blakdeildar Hugins. Farið var á öll mót á vegum BLÍ, Íslandsmót og bikarmót í 6. 5. 4. og 3. flokki bæði stúlkna og drengja. Farið var á Húsavík, Akureyri, Neskaupstað og í Mosfellsbæ. Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel og má nefna að 4. flokkur kvenna spilaði til úrslita í kjörísbikarnum og 2 stelpur í 3. flokki spiluðu með Þrótti Nes og urðu Kjörísmótsmeistarar í ár. 4. flokkurinn tapaði sínum leik, en frábært afrek að komast í úrslitaleikinn samt sem áður.
Lesa meira
Dagskrá / Program

17. júní á Seyðisfirði

Hátíðardagskrá 10:00 Blómsveigur lagður á leiði Björns Jónssonar frá Firði 11:00 17. júní hlaup fyrir hressa krakka. Mæting í Hafnargarðinum, skráning á staðnum. Verðlaun. 13:30 Skotið úr fallbyssu við bæjarskrifstofu, skrúðganga að kirkju
Lesa meira
Tryggur tilverugrundvöllur til framtíðar!

Lög um lýðskóla samþykkt

Þar til í gær, þriðjudaginn 11. júní, var engin löggjöf til á Íslandi um málefni lýðskóla. Tveir lýðháskólar hafa þó starfað á Íslandi síðustu ár, en þeir skulu nú samkvæmt nýrri löggjöf heita lýðskólar. Skólarnir sem um ræðir eru LungA-Skólinn á Seyðisfirði og Lýðháskólinn á Flateyri. Einnig eru áform um að setja á fót lýðskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni. Lagafrumvarpið var samþykkt samhljóða á Alþingi í gær.
Lesa meira
Viltu gerast hjólavinur?

Hjólað óháð aldri

Kæru bæjarbúar, Á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð eigum við dásamlegt hjól svo kallað Kristjaníuhjól. Í því geta 1-2 setið og svo einn sem hjólar. Bæjarbúar hafa væntanlega séð hjólið okkar í umferð á síðustu árum, en það hefur breytt mikið möguleikum okkar í útivist fyrir íbúa okkar. Hjólið er með rafmagnsmótor þannig að ekki er mikið átak að hjóla. Hjólin eru byggð á starfsemi félagsskapar sem heitir "Hjólað óháð aldri" og eru víðsvegar um land sjálfboðaliðar sem skrá sig sem hjólavini til að styðja við þetta verkefni með þátttöku sinni.
Lesa meira