Fréttir

Frá 1. maí

Breyttur útivistartími

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. Foreldrum/forráðamönnum er að sjálfsögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivistartíma.
Lesa meira
LungA kynnir listasmiðjur

LungA 2018

Listasmiðjur LungA 2018. Skráning í listasmiðjur LungA hófust á hádegi þann 1. maí. Skráning fer fram á Lunga.is. Smiðjurnar seljast yfirleitt upp á örfáum klukkustundum og því þurfa áhugasamir að sækja um tímanlega. Það er magnaður hópur sem kemur til Seyðisfjarðar í sumar til þess að stýra listasmiðjum LungA að þessu sinni.
Lesa meira
Nýtt á LungA, fyrir 12-18 ára

Tónlistarsmiðja

LungA og Listadeild Seyðisfjarðarskóla kynna smiðju fyrir ungt fólk á aldrinum 12-18 ára. Hópurinn stillir saman strengi sína undir leiðsögn Möggu Stínu og Benna. Allir raða sér niður á hljóðfæri, að sjálfsögðu með hliðsjón af áhuga hvers og eins sem og hljóðfæraeign (þátttakendur mega endilega koma með eigin hljóðfæri!) Við ræðum um tónlist upplifun okkar á henni langanir og þrár hvað hana varðar, sem og hugmyndir okkar um hvað við viljum skapa.
Lesa meira
Öldungablak

Blakfréttir

Síðast liðnir dagar hafa verið skemmtilega annasamir hjá blökurum, en hið árlega Öldungamót var haldið á Akureyri dagana 27. apríl til 1. maí. Gaman er að segja frá því að karlalið Hugins stóð sig vel og sigraði sína deild og kom því heim með gull og bikar. Kvennalið Hugins stóð sig einnig með ágætum og lenti í fjórða sæti í sínum riðli, af 7 liðum.
Lesa meira
Íþróttamiðstöð og Sundhöll

Viðhorfskannanir

Viðhorfskönnun meðal Seyðfirðinga um ræktina og Sundhöllina á Seyðisfirði Tvær viðhorfskannanir voru lagðar fyrir Seyðfirðinga í mars 2018 þar sem markmiðið var að kanna ánægju fólks á annars vegar líkamsræktinni í Íþróttamiðstöðinni og hins vegar Sundhöllinni. Báðar kannanir innihéldu sömu spurningar og var fólk einnig beðið um að koma með umsagnir og hugmyndir um hvað betur mætti gera til að bæta aðstöðuna og þjónustuna. Kannanirnar voru rafrænar og birtar í hópi meðal Seyðfirðinga á facebook. Báðar voru nafnlausar og órekjanlegar og ekki birtar á sama tíma. Kannanirnar voru óformlegar og ekki marktækar en geta þó varpað ljósi á hvað fólki líkar vel við og hvað ekki og hvað mætti bæta á báðum stöðum.
Lesa meira
Lokað 2. maí

Frá bókasafninu

Miðvikudaginn 2. maí verður Bókasafn Seyðisfjarðar lokað vegna árlegs vorfundar austfirskra bókavarða. Opið næstu virku daga. Bókaverðir.
Lesa meira
Frestur til 5. maí klukkan 12

Auglýsing frá kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar

Auglýsing frá kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar um framboðsfrest og móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí 2018. Frestur til að skila inn framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí 2018 rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018.
Lesa meira
Laugardaginn 5. maí

Sveitarstjórnarkosningar

Laugardaginn 5. maí 2018 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna sem hafa verið auglýstar þann 26. maí nk. Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí n.k. eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag.
Lesa meira
Samstarfsverkefni við heilsueflandi samfélag

"Með augum einhverfunnar"

Aron Fannar Skarphéðinsson, í samstarfi við forvarnarfulltrúa kaupstaðarins, býður Seyðfirðingum upp á innsýn í heim einhverfs einstaklings. Elí Freysson, frændi Arons, gaf nýverið út lítið hefti sem ber nafnið "Með augum einhverfunnar" þar sem höfundar reynir að útskýra hvernig það er að vera einhverfur. Heftið er aðallega ætlað aðstandendum einhverfra einstaklinga, en er auðvitað holl lesning fyrir alla.
Lesa meira
Frumsamið verk frá a til ö

Skólaskemmtun Seyðisfjarðarskóla

Skólaskemmtun Seyðisfjarðarskóla var haldin í gær, 17. apríl, fyrir fullu húsi gesta. Í ár var þema skemmtunarinnar "Fjallakonan" og var sett upp sem sögnleikur. Allt verkið, hvort sem voru söngtextar, lög, söguþráður eða annað, var sett upp og samið af kennurum og nemendum, undir leikstjórn Halldóru Malínar Pétursdóttur.
Lesa meira