Fréttir

Viðtal mánaðarins - ágúst

Arnar Klemensson er í ágústviðtali Heilsueflandi samfélags. Arnar þekkja eflaust flestir, en hann er fæddur og uppalinn Seyðfirðingur. Verkefnastjóri fékk að forvitnast um hvernig var að alast upp á Seyðisfirði og hvernig er að vera fluttur aftur heim. Og það sem líklega færri vita, að Arnar tók þátt í Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul, í Suður Kóreu, árið 1988.
Lesa meira

Íbúafundur um aðalskipulag og nýtt hættumat vegna ofanflóða fyrir Seyðisfjörð.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 16:00 í bíósal Herðubreiðar. Mikilvægt er að heyra sjónarmið bæjarbúa.
Lesa meira
Laugardagurinn 5.október

Haustroði 2019

Haustroði verður haldinn með pompi og prakt laugardaginn 5.október með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri.
Lesa meira
Hefst miðvikudaginn 4. september

Eldri borgarar - Handavinna

Handavinna fyrir eldri borgara hefst í Öldutúni miðvikudaginn 4. september næst komandi. Verður alla miðvikudaga fram að jólum frá klukkan 13-17. Umsjón Ingibjörg María Valdimarsdóttir. Allir velkomnir
Lesa meira
Föstudaginn 23. ágúst

The Raven‘s Kiss frumflutt í Herðubreið

Ópera, The Raven’s Kiss, eftir Þorvald Davíð Kristjánsson og Evan Fein, verður frumflutt í Herðubreið á Seyðisfirði, 23. ágúst. The Raven's Kiss er ópera í tveimur þáttum, fyrir 5 einsöngvara og litla hljómsveit. Söguþráðurinn í óperunni er eftir Þorvald Davíð Kristjánsson, en tónlistin eftir Evan. Sagan byggir á íslenskri þjóðsögu en verkið gerist í íslenskum firði sem er illa leikinn eftir skæða farsótt. Á einum bænum standa aðeins feðgarnir eftir en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að ókunnug, erlend kona siglir inn fjörðinn ein á bát.
Lesa meira
14. ágúst 2019 markar þáttaskil

Fjarðarheiðargöng fyrst í nýrri áætlun

14. ágúst 2019 markar þáttaskil í baráttu Seyðfirðinga fyrir göngum undir Fjarðarheiði og eru bæjarbúar hvattir til þess að leggja þessa dagsetningu á minnið. Baráttan hefur staðið yfir síðan í mars 1975 rifjaði Þorvaldur Jóhannsson upp á fundinum á Egilsstöðum í gær. Það eru 44 ár ef mér telst rétt til. Það er langur tími og við þurfum að bíða eitthvað ennþá eftir því að geta ekið í gegnum göngin.
Lesa meira
Sigurbergur Reynir

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstjóri heimsótti í gær Benediktu Svavarsdóttur, Ingarafn Steinarsson og Sigurberg Reyni Ingarafnsson. Drengurinn fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 3. maí 2019 og var 51 cm og 16 merkur. Sigurbergur Reynir á stóran bróður, Hörð Áka, sem er fæddur 2016. Hann er annað barn foreldra sinna.
Lesa meira
Staða forstöðumanns

Tækniminjasafn Austurlands

Tækniminjasafn Austurlands, Seyðisfirði auglýsir stöðu forstöðumanns lausa til umsóknar. Hæfniskröfur eru menntun á ábyrgðarsviði safnsins eða hliðstæð hæfni. Upplýsingar veitir forstöðumaður á skrifstofutíma í síma 472 1696 / 861 7764 eða með tölvupósti tekmus@tekmus.is. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ferilskrá og kynningarbréf sendist á tekmus@tekmus.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Lesa meira
Miðvikudagur 14. ágúst

Tilkynning frá Rarik

ATH!!! Rafmagnslaust verður Múlavegi 8, 10,12 og Múlvegi 16 - 59 á morgun 14.08.2019 frá kl 13 til kl 17 Vegna vinnu við dreifikerfi RARIK. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira
Skráning í tónlistarnám

Frá listadeild Seyðisfjarðarskóla

Búið er að opna fyrir skráningar í tónlistarnám í Seyðisfjarðarskóla, síðasti skráningardagur er mánudagurinn 2. september. Í boði verður eins og síðustu ár að læra á strengjahljóðfæri, slagverk og blásturhljóðfæri auk þess sem hægt verður að leggja stund á söng og raftónlist í heilu eða hálfu námi. Kennarar skólaárið 2019-2020 verða : Árni Geir Lárusson kennir á gítar, raftónlist og trommur. Kristjana Stefánsdóttir kennir söng í þremur lotum. Rusa Petriashvili kennir á píanó og klassískan söng. Celia Harrison kennir á fiðlu. Jón Hilmar Kárason kennir á gítar og Ukulele í fjarnámi.
Lesa meira