Fréttir

ATHUGIÐ NÝR TÍMI !!!

Áramótabrenna

Árleg áramótabrenna verður tendruð á gamlársdag. Staðsetning er sú sama og í fyrra; fyrir innan Langatanga. Tímasetning er ný í ár, en kveikt verður upp í brennunni klukkan 17. Hittumst og kveðjum árið 2019 saman. Athugið að veðurspá er því miður ekki góð - svo fylgist vel með hér á síðunni varðandi mögulegar breytingar.
Lesa meira
Hvað þýðir að vera heilbrigður?

Um viðtal mánaðarins

Vefsíðustjóri og verkefnastjóri heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði ákvað í byrjun ársins 2019 að búa til nýtt verkefni fyrir vefsíðu kaupstaðarins. Hugmyndin var að bjóða upp á persónuleg og einlæg viðtöl, eitt í hverjum mánuði, í heilt ár. Öll skyldu viðtölin hafa með ólíkar nálganir að gera á sama viðfangsefninu; hvað er heilsa og hvernig viðhöldum við henni.
Lesa meira
Kæru vinir!

Jólakveðja

Kær jólakveðja og bestu óskir um farsæla og óhappalausa jólahátíð, frá starfsfólki bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa meira
Tilraun til eins árs

Árskort í líkamsrækt og sund

Gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarskóli býður nú starfsfólki sínu árskort í líkamsrækt og sund gegn 5000 króna skuldbindingargjaldi. Hugmyndin með þessari nýbreytni er meðal annars að hvetja starfsfólk til hreyfingar og heilsusamlegs lífsstíls, gera vinnustaðinn að enn betri vinnustað og síðast en ekki síst verður áhugavert að sjá hvort þetta muni draga úr veikindadögum og auka almenna vellíðan starfsfólks.
Lesa meira
Opnunartímar

Flugeldasala

Opið verður sem hér segir í Sæbóli, flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Ísólfs : Sunnudagur 29. desember frá klukkan 17-22 Mánudagur 30. desember frá klukkan 14-22 Þriðjudagur 31. desember frá klukkan 12-16 Mánudagur 6. janúar frá klukkan 14-18. Fólk er hvatt til að huga vel að öllum öryggisbúnaði við handfjöllun og notkun flugelda.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar

Opið verður í Íþróttamiðstöðinni yfir hátíðarnar sem hér segir : 23. desember frá klukkan 8-13 & 16-20. 27. desember frá klukkan 10-14 & 16-20. 28. desember frá klukkan 10-14. 30. desember frá klukkan 8-13 & 16-20. Lokað verður 24, 25, 26 og 31. desember og á nýársdag. Opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar 2020 klukkan 8.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Sundhöll Seyðisfjarðar

Opið verður í Sundhöllinni út árið sem hér segir: Þorláksmessa frá klukkan 13:00 - 16:00, upphituð laug. Opið 27. og 30. desember frá klukkan 7-10 og 16-20. Upphituð laug verður aftur laugardaginn 28. desember frá klukkan 11-14. Lokað verður 24., 25., 26. og 31. desember. Einnig lokað á nýársdag. Sjáumst í sundi.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Bókasafn Seyðisfjarðar

Opið verður á bókasafninu yfir jólahátíðina sem hér segir: Á Þorláksmessu frá klukkan 14:00-17:00. Þann 27. og 30. desember frá klukkan 14-17. Lokað verður á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar 2020 klukkan 15. Jólakveðja, bókaverðir.
Lesa meira
Rafmagnsleysi

Frá Rarik

Allir notendur á Austurlandi eiga að vera komnir með rafmagn og verður vonandi ekki frekara rafmagnsleysi í þessu veðri. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Lesa meira
Frestast!

Vinnustofa á Seyðisfirði

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta vinnustofunni sem fara átti fram á Seyðisfirði í dag. Ný tímasetning verður auglýst síðar. Nú er hægt að sækja um í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Vinnustofa vegna umsókna þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið verður haldin í Silfurhöllinni fimmtudaginn 12.desember frá kl. 13:00-15:00.
Lesa meira