Fréttir

1. - 5. nóvember

Dagar myrkurs 2017

Days of Darkness : darkness parade, darkness dance for the kids, men's and ladies' night, darkness sweepstakes in the library, romantic atmosphere in the swimming pool, special offers in the shops and restaurants. Full program released later, please stay tuned. For more information please contact Dagný, tel: 865-5141 // dagny@sfk.is.
Lesa meira
Seyðisfjarðarskóli

Laus störf

Seyðisfjarðarskóli auglýsir í eftirfarandi störf : a) Skólaliði. Sér m.a. um gæslu nemenda í frímínútum og ræstingu. b) Leikskólakennari. c) Forfallakennari/afleysingarkennari á leikskóla- og grunnskóladeild.
Lesa meira
Opnunartími

Bókasafn

Vakin er athygli á því að opnunartími bókasafnsins hefur breyst lítillega. Nú er opið frá klukkan 15 til 18 alla virka daga. Fólk er hvatt til að koma við á bókasafninu, jafnvel gefa sér tíma til að prjóna einn bút í samfélagsteppinu og njóta stundarinnar. Allir velkomnir.
Lesa meira
Breyttur opnunartími

Flöskumóttaka

Í vetur verður opið fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuðinum frá 15:00 – 17:00. Rauðakrossdeild Seyðisfjarðar sér um dósamóttöku. Staðsett á Fjarðargötu 8, við hlið móttöku sorpsins.
Lesa meira
Húsahitun

Niðurstaða bæjarstjórnar á fundi 18. október 2017

Í tilefni af því að RARIK ohf. hefur tilkynnt lokun Hitaveitu Seyðisfjarðar eftir tvö ár, samþykkir Bæjarstjórn Seyðisfjarðar að fela atvinnu - og framtíðarmálanefnd að meta þá stöðu sem upp er komin í húshitunarmálum í Seyðisfjarðarkaupstað. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að með nefndinni starfi að málinu hópur sem veitt geti breiðari sýn á stöðu, áhrif, kosti,galla og áhættur mögulegra lausna. Hópurinn verði skipaður eftirfarandi aðilum: Elfu Hlín Pétursdóttur, Unnari Sveinlaugssyni, Páli Guðjónssyni, Vilborgu Borgþórsdóttur, Cecil Haraldssyni og Ólafi Birgissyni. Auk atvinnu- menningar -og íþróttafulltrúa starfi bæjarstjóri með nefndinni og hópnum að málinu.
Lesa meira
Gögn frá íbúafundi

Húsahitun á Seyðisfirði

Vakin er athygli á nýrri síðu á vefsíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem hefur að geyma þau gögn sem lögð voru fram á íbúafundi um húsahitun á Seyðisfirði þann 12. október síðast liðinn. Síðuna má finna undir þjónustu - húsahitun.
Lesa meira
Kjörskrá liggur frammi á Bæjarskrifstofu

Alþingiskosningar

Kjörfundur á Seyðisfirði þann 28. október næst komandi verður í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar og verður opnunartími kjörfundar frá klukkan 10:00 til kl. 22:00. Kjörskrá liggur frammi á Bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 fram að kosningum. Kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa meira
1. nóvember – 5. nóvember

Dagar myrkurs 2017

Dagar myrkurs voru haldnir í fyrsta sinn í nóvember árið 2000 af Markaðsstofu Austurlands sem hefur hýst verkefnið allar götur síðan. Verkefnið hefur verið skipulagt með svipuðum hætti frá upphafi og er í dag hluti af markaðsstarfi Austurbrúar.
Lesa meira
Hunda- og kattahreinsun

Dýralæknir

Í dag, þriðjudaginn 17. október, verður Díana dýralæknir með hreinsun, örmerkingar og bólusetningar í áhaldahúsinu (gengið inn að vestanverðu). Hundaeigendur koma frá klukkan 14:00 - 15:30 og kattaeigendur koma frá klukkan 15:30 – 17:00. Kostnaður innifalinn í árgjöldum. Nánari upplýsingar veitir Stefán Smári Magnússon í síma 861 -7731.
Lesa meira
Kemur ekki í viku 42

Bíla- og farþegaferjan Norræna

Bíla- og farþegaferjan Norræna mun ekki koma til Íslands í þessari viku vegna tæknilegra örðugleika. Skrifstofur Smyril Line vinna í því að hafa samband við alla farþega, sem eru bókaðir frá Seyðisfirði miðvikudaginn 18. október.
Lesa meira