Fréttir

Dvöl í gestavinnustofum 2019

Skaftfell auglýsir

Skaftfell is inviting applications from artists across the world to participate in its Residency Program 2019. Deadline: August 15, 2018. The center offers self-directed residencies and two thematic residencies: Wanderlust and Printing Matter.
Lesa meira

Frá bókasafninu

Hér með tilkynnist að vegna viðhaldsvinnu í húsnæði bókasafnsins verður lokað þar frá 7. - 20. ágúst 2018. Opnar aftur þriðjudaginn 21. ágúst.
Lesa meira
Aðalheiður bæjarstýra

Ráðin nýr bæjarstjóri

Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær að ráða Aðalheiði Borgþórsdóttur sem nýjan bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Aðalheiður hefur m.a. unnið fyrir LungA og sinnt markarðsmálum fyrir Seyðisfjarðarhöfn. Nánar má lesa um ráðninguna í fundargerð bæjarstjórnar. Aðalheiði og Seyðfirðingum er óskað innilega til hamingju.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur

1738. bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn, 1. ágúst 2018, heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund á skrifstofu kaupstaðarins og hefst fundurinn kl. 16.00. Vegna persónu- og persónugreinanlegra trúnaðarupplýsinga verður fundurinn lokaður.
Lesa meira
Viðtöl hafa átt sér stað

Ráðning bæjarstjóra

Vinna við ráðningu nýs bæjarstjóra er í vinnslu en ráðgjöfum Hagvangs voru sendar 11 umsóknir til greiningar. Ein umsókn var dregin tilbaka í vikunni sem leið. Viðtöl við þá umsækjendur sem komust áfram í ferlinu hafa átt sér stað og enn er unnið að niðurstöðu.
Lesa meira
Samvinnu- og forvarnarverkefni

Ég á bara eitt líf

LungA og Seyðisfjarðarkaupstaður taka þátt í forvarnarverkefninu "Ég á bara eitt líf". Einar Darri, ungur 18 ára gamall maður, varð bráðkvaddur í maí sl. vegna ofneyslu á lyfinu OxyContin. Fjölskylda Einars Darra er búin að stofna minningarsjóð í nafni hans sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda. Minningarsjóður Einars Darra, stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.
Lesa meira
Vinnuhópur skipaður

Endurgerð knattspyrnuvallar

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að skipa í vinnuhóp vegna endurgerðar yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg. Hópinn skipa Brynjar Skúlason, formaður, Margrét Vera Knútsdóttir, varaformaður, ásamt þeim Sveini Ágústi Þórssyni og Þorvaldi Jóhannssyni.
Lesa meira
20 ára starfsafmæli tónleikaraðarinnar

Tónleikaröðin Bláa kirkjan

Tónleikaröðin fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og minnist um leið annars stofnanda hennar, Muff Worden, sem lést árið 2006, langt um aldur fram. Í ár verða fjórir tónleikar auk sérstakrar minningardagskrá um Muff. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónleikar verða á miðvikudagskvöldum í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og hefjast stundvíslega kl. 20.30.
Lesa meira
Uppfærð frétt

11 umsóknir bæjarstjóra

Einn hefur dregið umsókn sína um stöðu bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar tilbaka. Eftir standa því 11 umsóknir.
Lesa meira
Alls bárust 12 umsóknir

Umsóknir bæjarstjóra

Alls bárust 12 umsóknir vegna starfs bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Leitað verður til ráðningarskrifstofu með áframhaldandi vinnslu gagna og mat á hæfni umsækjenda.
Lesa meira