18.09.2020
Sveitarstjórnarkosninar fara fram á morgun, 19. september, eins og flestir vita. Vakin er athygli á frambjóðendum í heimastjórnir fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Sjá hér. Hver og einn kjósandi má kjósa sér einn einstakling í heimastjórn og þarf að rita nafn viðkomandi og heimilisfang svo kosning sé gild. Kjósa má alla íbúa, eldri en 18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, þó þeir hafi ekki boðið sig fram í heimastjórn.
Lesa meira
18.09.2020
Vakin er athygli á tveimur nýjum störfum sem auglýst er eftir í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Auglýst er eftir, annars vegar byggingarfulltrúa, og hins vegar skipulagsfulltrúa.
Áhugasamir, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um.
Lesa meira
18.09.2020
Auglýsing frá yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga og kosninga til heimastjórna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, sem fram fara þann 19. september 2020.
Lesa meira
15.09.2020
Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn á Austurlandi til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Hátíðin er haldin frá miðjum september fram í október þar sem fram fara litlir sem stórir listviðburðir auk námskeiða og fræðslu á sviði lista og menningar. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. Unnið er þvert á þjóðerni, byggðakjarna og aldur.
Lesa meira
15.09.2020
Hinn árlegi og stórskemmtilegi viðburður Haustroði verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið laugardaginn 3. október nk. með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri.
Lesa meira
15.09.2020
Kæru viðskiptavinir,
Bókasafnið verður opnað fyrr en venjulega í dag, þriðjudaginn 15. september. Það verður opnið frá klukkan 13-15 og lokað milli klukkan 16 og 18 vegna rafmagnleysis. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Bókaverðir.
Lesa meira
15.09.2020
Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd. Verðlaunin eru í formi verðlaunafjár að upphæð 250.000 kr og heiðursskjals sem afhent er á haustþingi SSA.
Lesa meira
15.09.2020
Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á vefsíðunni svausturland.is
Stofnaðar verða síður á svausturland.is fyrir hvert heimastjórnarsvæði þar sem upplýsingarnar verði birtar í stafrófsröð þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér.
Lesa meira
14.09.2020
Þjónustufulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar sér um afgreiðslu húsaleigubóta fyrir skólafólk yngri en 18 ára.
Gögn vegna húsaleigubóta skulu gjarnan berast þjónustufulltrúa fyrir 15. september næst komandi. Gögn skulu vera umsókn, staðfesting um skólavist, húsaleigusamningur og skattframtal 2020. Velkomið er að senda gögn, allt nema frumrit húsaleigusamnings, á netfangið eva@sfk.is.
Lesa meira
14.09.2020
Fundurinn verður haldinn þriðjudagskvöldið 15. september klukkan 20:00. Fundinum verður sendur út beint í gegnum Facebook-síðu Austurfréttar. Vegna samkomutakmarkana verða engir áhorfendur í sal.
Lesa meira