Fréttir

Opið alla virka daga

Kosið utankjörfundar

Þeir sem eiga ekki heimangengt á kjördag vegna sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi og heimastjórnarkosninga eru hvattir til að kjósa utankjörfundar.
Lesa meira
Auka 160 fermetrar

Seyðisfjarðarskóli stækkar

Gaman er að segja frá því að tvö gámahús bárust með Norrænu til Seyðisfjarðar í vikunni. Húsin, sem til samans erum í kringum 160 fm2, á að nýta sem viðbót við skólahúsnæði Seyðisfjarðarskóla. Í gærmorgun voru húsin færð og staðsett ofan á grunninum við Rauða skóla en þar munu þau standa og tengjast skólanum. Mikil þörf er og hefur verið fyrir aukið rými innan skólans undan farin ár og verður þessi viðbót því kærkomin. Stefnt er að því að taka stofurnar í gagnið hið allra fyrsta.
Lesa meira
Blóðprufur

Tilkynning frá heilsugæslunni

Tilkynning frá heilsugæslunni. Tímabundnar breytingar verða á blóðprufudögum. Nú verða blóðprufur á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 08:30 til 09:30.
Lesa meira
Opnað verður fyrir umsóknir 8. september

Framkvæmdastaður ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira
Mánudaginn 14. september

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2021.
Lesa meira
19. september 2020

Kjörskrár og kjörstaðir

Kjörgengir til heimarstjórnar eru allir íbúar á kjörskrá í hinu sameinaða sveitarfélagi, hver skv. kjörskrá í sinni „heimasveit“, þ.e í hverju hinna eldri sveitarfélaga. Hver kjósandi kýs einn aðalmann í heimastjórn af kjörskrá í sinni „heimasveit“. Kjósandi skrifar á sérstakan kjörseðil fullt nafn og heimilisfang þess sem hann kýs. Til þess að fyrirbyggja tafir við atkvæðagreiðslu eru kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér, áður en komið er á kjörstað, hvert er heimilisfang þess er hann hyggst kjósa í heimastjórn. Á vefslóðinn; https://svausturland.is/ er að finna nánari upplýsingar um heimastjórnir og sýnishorn af kjörseðli til heimastjórnar auk annars efnis er kosningarnar varðar.
Lesa meira
Eldri borgarar

Handavinna

Handavinna fyrir eldri borgara hefst aftur miðvikudaginn 16. september klukkan 13. Umsjónarmaður er Ingibjörg María Valdimarsdóttir. Handavinnan er í Öldutúni, fyrir alla eldri borgara og er í boði Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ath. getur breyst með stuttum fyrirvara vegna kóvid-19.
Lesa meira
Taka gildi í dag, 7. september

Rýmri samkomutakmarkanir

Nálægðarreglu verður breytt úr 2 metrum í 1 metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi á mánudaginn, 7. september. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Lesa meira
kosning.is

Leiðbeiningar fyrir kjósendur og frambjóðendur

Í tilefni sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar­kaupstað­ar sem fram fara 19. september næstkomandi hefur dómsmálaráðuneytið opnað vefinn kosning.is
Lesa meira
Umsóknarfrestur rennur út í dag

Listadeild

Umsóknarfrestur í listadeild Seyðisfjarðarskóla rennur út í dag. Fyrirspurnir má senda á vigdisklara@skolar.sfk.is eða hringja í síma 864 5985. Kennsla hefst 7. september. Með von um að sjá sem flesta Vigdís Klara, deildarstjóri listadeildar.
Lesa meira