Fréttir

Hótel Hérað 14. ágúst klukkan 18.00

Opinn fundur um betri samgöngur

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnir niðurstöðu starfshóps um Seyðisfjarðargöng og aðrar samgöngubætur á Austurlandi á morgun 14. ágúst. Fundurinn er á Hótel Héraði, hann er opinn öllum og hefst klukkan 18. Seyðfirðingar eru eindregið hvattir til að mæta.
Lesa meira
Undirskriftasöfnun á Seyðisfirði

Áskorun til stjórnvalda - Fjarðarheiðagöng

Gengið hefur verið / verður í hús á Seyðisfirði og safnað undirskriftum til stuðnings áskorunar til stjórnvalda vegna Fjarðarheiðaganga. Íbúar geta átt von á banki allt fram til klukkan 20 þriðjudaginn 13. ágúst. Þeir sem ekki eru heima eða ekki hafa náð að skrifa undir klukkan 20 á þriðjudaginn, geta skrifað undir hér. Mjög mikilvægt er að skrifa bara undir á einum stað. Stuðningsundirskriftir eru óháðar lögheimili.
Lesa meira
Kom hljóðið frá manneskju eða fugli?

Ótrúleg björgun

Athygli hefur vakið ótrúleg björgun á ungri svissneskri konu, sem lenti í alvarlegu slysi í fjallgöngu sinni við Bjólf í vikunni. Á vef rúv má sjá viðtal og frétt, en þar segir meðal annars þetta : "Eftirtekt og árvekni Jóhanns Sveinbjörnssonar, kylfings á níræðisaldri, kann að hafa bjargað lífi ungrar konu sem féll tugi metra í brattri fjallshlíð fyrir ofan golfvöllinn á Seyðisfirði í gærkvöld. Konan lá slösuð og bjargarlaus í hlíðinni þegar kylfingurinn heyrði hjálparköll frá henni. Hún er mikið slösuð.
Lesa meira
Fer fram 26. október

Kosning um sameiningu

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi.
Lesa meira
Hoppum inn í haustið

Ærslabelgur væntanlegur

Keyptur hefur verið ærslabelgur til að setja upp á Seyðisfirði. Foreldrafélög grunn- og leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla öfluðu styrkja til kaupa á belgnum og eru stærstu styrkirnir frá Alcoa, Lionsklúbbi Seyðisfjarðar og Seyðisfjarðarkaupstað. Sveitarfélagið hefur samþykkt að taka við belgnum sem gjöf frá foreldrafélögunum.
Lesa meira
Seyðisfjörður og Fljótsdalshérað

Undirskriftasöfnun - Fjarðarheiðagöng

Á næstu dögum mun fólk frá Blakdeild Hugins og fimleika- og körfuboltadeild Hattar ganga í hús á Seyðisfirði og á Egilsstöðum og Fellabæ til þess að safna undirskriftum til stuðnings Fjarðarheiðargöngum. Óskað verður eftir því að 18 ára og eldri riti nafn sitt undir eftirfarandi áskorun: „Við undirrituð skorum á stjórnvöld að beita sér fyrir því að Fjarðarheiðargöng verði sett framar í endurskoðaða samgönguáætlun heldur en þau birtust í þeirri samgönguáætlun fyrir 2019 – 2023 sem gefin var út á haustdögum 2018. Við gerum kröfu um það að vetrareinangrun íbúa Seyðisfjarðarkaupstaðar verði rofin. Að öryggi ferðalanga sem og íbúa á Austurlandi verði tryggt með jarðgöngum undir Fjarðarheiði. Einnig að samgöngur til Evrópu um Fjarðarheiði á leið úr landi með Norrænu verði gerðar öruggari með gerð jarðganga.“
Lesa meira
Hlíðarvegur og Múlavegur

Deiliskipulag

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti þann 28.06.2019 deiliskipulag fyrir Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að umfjöllun um minjar voru uppfærðar í samræmi við fornleifaskráningu, umfjöllun um svipmót byggðar var uppfært í samræmi við húsakönnun og athugasemdir Minjastofnunar.
Lesa meira
26. - 28. júlí

Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins

Skemmtun fyrir alla fjölskylduna; tónleikar, tónlist, bryggjuball, sérsýningar, leiðsagnir og fleira. Frábær veislumatur og drykkjarföng að venju. Allir velkomnir.
Lesa meira
8. júlí til og með 5. ágúst

Lokað vegna sumarleyfa

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðarkaupstaðar er lokuð frá 8. júlí til og með 5. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bent er á vefsíðu kaupstaðarins www.sfk.is fyrir allar almennar upplýsingar / umsóknir / eyðublöð eða netföngin sfk@sfk.is eða adalheidur@sfk.is ef erindi telst brýnt.
Lesa meira

Laus störf

Vakin er athylgi á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira