Fréttir

Við Vesturveg, Leirubakka, Dalbakka, Fjarðarbakka, Gilsbakka og Hamrabakka

Heitavatnslaust í dag

Heitavatnalaust verður við Vesturveg, Leirubakka, Dalbakka, Fjarðarbakka, Gilsbakka og Hamrabakka vegna lekaleitar á fjarvarmaveitu frá klukkan 10-14 í dag, mánudag.
Lesa meira
19. maí klukkan 19.30

Aðalfundur Gönguklúbbsins

Aðalfundur Gönguklúbbs Seyðisfjarðar verður haldinn í Ferjuhúsi (kaffistofu tollara) þriðjudaginn 19. maí 2020 klukkan 19:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Starfsáætlun næsta árs. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin.
Lesa meira
Einstaklingar með alvarlega áhættuþætti

Leiðbeiningar - alvarleg COVID-19 sýking

Þessar leiðbeiningar eru fyrir einstaklinga sem gætu verið í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af SARS-CoV-2 veiru sem veldur COVID-19 sjúkdómi.
Lesa meira
25. - 31. maí 2020

Hreyfivika - Move week 2020

Hreyfivika UMFÍ fer fram 25. - 31. maí um land allt. Á Seyðisfirði verður meðal annars hvatt til bíllausra daga í þessari viku - um að gera að halda áfram að hjóla í vinnuna - og einnig er stefnt á hreyfimessu Hvítasunnudag þann 31. maí. Auglýst er hér eftir boðberum, áhugasömum er boðið að hafa samband við þjónustufulltrúa á netfangið eva@sfk.is
Lesa meira
Tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna

Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi

Lesa meira
Tvíefld árið 2021

LungA aflýst

Lista­smiðjum og stór­tón­leik­um LungA hef­ur verið af­lýst. „Ástæðan er ein­föld, við get­um ekki borið ábyrgð á því að stefna jafn mörg­um sam­an og vana­lega sækja hátíðina heim. Þótt Covid 19 hafi ekki enn komið upp á Seyðis­firði vilj­um við ekki hætta á slíkt með því að stefna sam­an stór­um hópi í nafni list­ar­inn­ar.“ Þar fyr­ir utan sé hvorki hægt að bjóða upp á gist­ingu né lista­smiðjur svo það sé fjár­hags­lega sjálf­bært á meðan tveggja metra regl­unn­ar njóti við.
Lesa meira

Ærslabelgur

Til upplýsinga þá verður einhver smá töf á að ærslabelgurinn verði blásinn upp. Ástæðan er einföld, það er enn frost í jörðu og því allt of blautt og áhættusamt að blása hann upp strax. Hins vegar verður það gert um leið og aðstæður leyfa. Þjónustufulltrúi.
Lesa meira
Opinn fundur

Vorfundur ferða- og menningarnefndar

Opinn vorfundur ferða- og menningarnefndar fyrir hagsmunaaðila í ferða-og menningargeira á Seyðisfirði. Verður fimmtudaginn 7. maí kl. 15:00 í Herðubreið. Fundarstjóri: Tinna Guðmundsdóttir, formaður ferða- og menningarnefndar.
Lesa meira
6. - 26. maí 2020

Hjólað í vinnuna

Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 6.-26. maí næst komandi. Opnað var fyrir skráningar 22. apríl og hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 26. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi. Þrátt fyrir sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu núna er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu.
Lesa meira
Fjarðarheiðagöng

Fjáröflunarverkefni

Lionsklúbburinn á Seyðisfirði stendur fyrir fjáröflunarverkefni um þessar mundir. Um er að ræða könnur með mynd af Fjarðarheiðagöngum, annars vegar Seyðisfjarðarmegin og hins vegar Fljótsdalshéraðsmegin. Myndirnar eru hannaðar af Þorkeli Helgasyni.
Lesa meira