Fréttir

Sjá nánar hér

Laus störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira
Fjarvarmaveita á Seyðisfirði

Opinn fundur RARIK ohf

Fimmtudaginn 12. október síðast liðinn var húsfyllir í Félagsheimilinu Herðubreið, þar sem Rarik hélt opinn fund um fjarvarmaveitu á Seyðisfirði og gerði grein fyrir ákvörðun um fyrirhugaða lokun hennar. Var niðurstaðan skýrð í ítarlegum kynningum frá RARIK og Orkustofnun, jafnframt sem boðið var upp á fyrirspurnir til pallborðs, þar sem voru fulltrúar RARIK ohf. og Orkustofnunar til svars.
Lesa meira
Styrkumsóknir fyrir 2018

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir nú eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2018. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda.
Lesa meira
Flösku-, gler- og dósasöfnun

Fjáröflun, krakkablak

Iðkendur í krakkablaki munu ganga í hús miðvikudaginn 25. október og safna flöskum, gleri og dósum. Ef fólk hefur áhuga að styrka krakkana má alveg setja poka fyrir utan húsin þennan dag. Fyrirfram þakkir, krakkablak Hugins.
Lesa meira
Til hamingju Seyðfirðingar!

Sameiginlegt bókasafn

Um helgina opnaði sameiginlegt skóla- og bæjarbókasafn í húsnæði rauða skóla að Skólavegi og húsnæði Seyðisfjarðarskóla alls var til sýnis eftir nokkuð umfangsmiklar breytingar og tiltekt s.l. hálft ár.
Lesa meira
Opnar aftur 9. október

Bókasafn Seyðisfjarðar

Bókasafnið verður formlega opnað á ný á Haustroða næst komandi laugardag frá klukkan 13-15. Frá og með næstu viku, 9. október, hefst vetraropnun safnsins. Opið verður alla virka daga frá klukkan 15:00 -18:00.
Lesa meira
Fimmtudagur 5. október

Flöskumóttaka lokuð

Flöskumóttakan á Seyðisfirði er lokuð í dag, fimmtudaginn 5. október. Rauða krossdeild Íslands.
Lesa meira
Seyðisfjarðarskóli og opnun Bókasafns

Opið hús

Laugardaginn 7. október er bæjarbúum boðið að koma og sjá þær breytingar sem hafa átt sér stað í húsnæði Seyðisfjarðarskóla og sameinaða nýja bæjarbókasafnið. Opið verður í Gamla skóla, rauða skóla og á leikskóladeild. Eftir helgi tekur við hefðbundinn opnunartími bókasafnsins, sem er frá klukkan 15-18 alla virka daga. Heitt verður á könnunni.
Lesa meira
Yfirhafnarstjóri Seyðisfjarðarhafnar

Laust starf

Seyðisfjarðarhöfn auglýsir eftir yfirhafnarverði, sem jafnframt er verndarfulltrúi hafnarinnar, frá og með 23. október 2017. Um er að ræða 100% stöðu en vinnutíma eftir vaktakerfi. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt, og krefjandi starf í líflegu umhverfi.
Lesa meira
Sveitarfélögin á Austurlandi efla eldvarnir

Efling eldvarna

Undirritað var fyrir helgi á Egilsstöðum samkomulag Eldvarnabandalagsins, Brunavarna Austurlands og aðildarsveitarfélaga Brunavarna á Austurlandi samkomulag um samstarf og aukningu eldvarna og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits.
Lesa meira