Fréttir

22.-29. apríl 2018

Bíllaus vika

Stýrihópur heilsueflandi samfélags vill hvetja Seyðfirðinga til að taka þátt í bíllausri viku. Vikan sem um ræðir er frá 22.-29. apríl næst komandi. Fólk er sérstaklega hvatt til að huga að notkun bifreiða sinna í þessari viku, skoða hvar, hvernig og hvort ekki er hægt að minnka notkun þeirra.
Lesa meira
Breytingar á högum heimahjúkrunar

Fossahlíð sinnir heimahjúkrun

Hinn 1. apríl 2018 fór Heilbrigðisstofnun Austurlands af stað með tilraunaverkefni til eins árs, með það að markmiði að efla heimahjúkrun á Seyðisfirði. Breytingarnar eru þær að heimahjúkrun mun framvegis verða veitt frá hjúkrunarheimilinu Fossahlíð í stað heilsugæslunnar áður. Með því fyrirkomulagi á að vera hægt að koma betur til móts við þarfir einstaklinga fyrir heimahjúkrun, en fram til þessa hefur þjónustan eingöngu verið í boði á dagvinnutíma á virkum dögum.
Lesa meira
Heimasaumaðir fjölnotapokar

Samfélagsverkefni með stóru S-i

Frábært samfélagsverkefni hefur verið í gangi á Seyðisfirði núna í tæpt ár, en það er "margnotapoka verkefnið". Það hófst í raun formlega þann 21. júní 2017 þegar Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir fór með 30 taupoka í Kjörbúðina. Verkefnið hefur verið í gangi síðan þá og hafa fjölmargir komið að því, með ýmsu móti. Til að byrja með var einnig hægt að bjóða upp á fría aðstöðu í Herðubreið þar sem hist var og saumað.
Lesa meira
Áfram Huginn!

Ný aðalstjórn Hugins

Þriðjudaginn 10. apríl tók við ný aðalstjórn hjá íþróttafélaginu Huginn. Fráfarandi stjórn fundaði með nýjum formanni og nýr gjaldkeri verður settur inn í verkefnin á næstunni. Örvar Jóhannsson er nýr formaður Hugins og Elena Pétursdóttir gjaldkeri. Bergþór Máni Stefánsson er þriðji meðlimur aðalstjórnarinnar.
Lesa meira
Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Fjallkonan - söngleikur

Seyðisfjarðarskóli kynnir söngleikinn FJALLKONAN sem sýndur verður þriðjudaginn 17. apríl klukkan 17.30 í félagsheimilinu Herðubreið. Handrit & leikmynd: Nemendur Seyðisfjarðarskóla Leikstjórn: Halldóra Malin Pétursdóttir Frumsamin tónlist: Benedikt Hermann Hermannson
Lesa meira
Ekki fyrir ökutæki - ekki bílastæði

Sólveigartorg

Að gefnu tilefni er umferð og umgengni um Sólveigartorgið okkar til umræðu. Nokkuð er farið að bera á því að torgið er notað sem eins konar "hringtorg" og einnig er töluvert um að bílum sé lagt upp við Sundhöllina, á sjálfu torginu.
Lesa meira
Laugardagur og sunnudagur

Íslandsmót í krakkablaki

Um helgina heldur blakdeild Hugins Íslandsmót í krakkablaki fyrir 5. og 6. flokk. Von er á rúmlega 100 ungum blökurum í bæinn, víðs vegar að, ásamt þjálfurum og öðru föruneyti. Unglingarnir í blakinu verða með fjáröflun í íþróttahúsinu alla helgina í formi sjoppu / kaffihúss. Þar verður til sölu kaffi og heimabakað og Seyðfirðingar hvattir til að kíkja við, fylgjast með þessum upprennandi blökurum og kíkja á "kaffihúsið" í leiðinni.
Lesa meira
Samstarf og/eða sameining

Niðurstöður skoðanakönnunar

Niðurstöður skoðanakönnunar sem lögð var fyrir íbúa sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs ligggja nú fyrir en auk Fljótsdalshéraðs, er um að ræða Fljótsdalshrepp, Seyðisfjarðarkaupstað, Borgarfjarðarhrepp, Vopnafjarðarhrepp og Djúpavogshrepp í mars. Könnunin var send öllum íbúum sveitarfélaganna í pósti.
Lesa meira
Hefst þriðjudaginn 10. apríl

Vatnsleikfimi hefst aftur

Sund/vatnsleikfimi fyrir eldri borgara og öryrkja hefst á morgun þriðjudaginn 10. apríl. Tímar verða á þriðjudögum klukkan 19.30. Kennari er Unnur Óskarsdóttir.
Lesa meira
Ráðstefna LungA skólans, Lýðháskólans á Flateyri og UMFÍ

Hvernig á að búa til skóla úr engu?

Verið velkomin á ráðstefnu LungA skólans, Lýðháskólans á Flateyri og UMFÍ um lýðháskóla á Íslandi sem haldin verður í Norræna húsinu mánudaginn 23. apríl kl. 9-11.30. - 5 ára reynsla af stofnun og rekstri lýðháskóla á Íslandi og vegurinn framundan - Á ráðstefnunni mun Lisbeth Trinskjær, formaður Dönsku samtakanna um lýðháskóla (Folkehøjskolernes Forening i Danmark), fjalla um þá reynslu sem hlotist hefur af rekstri lýðháskóla á Norðurlöndunum. Rýnt verður í niðurstöður rannsókna sem sýna veruleg áhrif lýðháskóla til minnkunar brottfalls og aukningar í framhaldsmenntun meðal brottfallsnemenda á Norðurlöndumum.
Lesa meira