Fréttir

Umhirða trjáa á lóðamörkum

Umhverfismál

Umræða um tré og runna sem slúta yfir gangstéttar og hefta umferð gangandi vegfarenda. Umhverfisnefnd vill beina því til íbúa að snyrta tré og runna sem ná út fyrir lóðamörk fyrir 12. júní næstkomandi að öðrum kosti verði það gert af starfsmönnum kaupstaðarins á kostnað eigenda í samræmi við 3. kafla. gr. 68 lið 4 og 5 í Byggingareglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Lesa meira
Allir að safna í lið og taka þátt

Kappróður á sjómannadaginn

Ákveðið hefur verið að endurvekja kappróðurinn um sjómannadagshelgina og nú hvetjum við alla áhugasama um að taka þátt. Í hverju liði eru 6 manns ásamt einum stýrimanni. Keppt verður laugardaginn 1. júní næst komandi, en nánari tímasetning kemur síðar.
Lesa meira
Í dag klukkan 17.15

Aðalfundur Hugins

Aðalstjórn Íþróttafélagsins Hugins boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 22. maí 2019 kl. 17:15, í aðstöðu félagsins á efri hæð Íþróttamiðstöðvar Seyðisfjarðar.
Lesa meira
Í júní og í ágúst

Sumarnámskeið fyrir börn

Seyðisfjarðarkaupstaður býður upp á sumarnámskeið í júní og í ágúst. Starfið byggir á útivist, hreyfingu, leikjum, sköpun og fjöri. Sumarnámskeið er fyrir börn sem voru að ljúka 1.- 4. bekk, en í ágúst verður það einnig í boði fyrir börn sem eru að byrja í 1. bekk (fædd 2013). Við mælum með að börnin komi vel nærð en þau mega koma með hollt og gott nesti og ekki gleyma vatninu.
Lesa meira
Dansskóli Austurlands

Danssýning

Laugardaginn 18. maí síðast liðinn hélt Dansskóli Austurlands danssýningu, eða uppskerusýningu, eftir afrakstur vetrarins. Allir hópar sýndu eitt til tvö atriði, sem ýmist túlkuðu vonir, drauma, Afríku og margt annað skemmtilegt. Stofnandi skólans er Alona Perepelytsia, dansari frá Úkraínu. Dansarar í sýningunni voru á öllum aldrei, eða alveg frá 3ggja ára og upp í fullorðna.
Lesa meira

Dósa- og flöskumóttaka

Verður lokuð í dag fimmtudag, en opin á morgun frá klukkan 15-17 í staðinn.
Lesa meira
Nýtt tækifæri til stýringar á gestum

Staðarleiðbeiningar fyrir gesti á Seyðisfirði

Seyðisfjarðarkaupstaður í samstarfi við AECO (Association of Arctic Expedition Cruise Operators) hefur útbúið staðarleiðbeiningar fyrir gesti sína: Seyðisfjörður kynnir nýtt tækifæri til stýringar á ferðamönnum Eins og Seyðfirðingar vita tekur bærinn á móti mörg þúsund skemmtiferðaskipafarþegum á sumrin. Skilaboðin til gestanna eru skýr „Verið velkomin í paradísina okkar, við viljum deila gleðinni með ykkur“. Í ár býður bærinn gesti sína velkomna með staðarleiðbeiningum.
Lesa meira
Lokað 17. maí

Tilkynning frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað föstudaginn 17. maí vegna árlegs vorfundar starfsmanna bókasafna. Opið aðra daga eins og venjulega. Bókaverðir.
Lesa meira
Á morgun, 14. maí

Dósa- og flöskusöfnun

Þriðjudaginn 14. maí, upp úr klukkan 17, munu blakkrakkar banka upp á hjá Seyðfirðingum og óska eftir dósum og flöskum. Þetta er liður í fjáröflun þeirra vegna blakferðalaga sem þau fara í á vegum Hugins. Þeir sem vilja styrkja krakkana mega gjarnan setja poka út fyrir húsin sín / bílskúra, ef þeir vilja losna við að fá bank á hurðina.
Lesa meira
Áhrifamikil ganga um miðja nótt

Úr myrkrinu í ljósið

Gangan "Úr myrkrinu í ljósið" sem haldin var aðfararnótt laugardagsins 11. maí síðast liðinn heppnaðist mjög vel. Góð mæting var, eða milli 30 og 40 manns og einn hundur, gengu saman í snjókomunni út að háubökkum. Gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2017, en það eru Píeta Samtökin á Íslandi sem standa fyrir henni.
Lesa meira