Fréttir

Ljósin slökkt í kvöld

Skilaboð frá List í ljósi

Kæru Seyðfirðingar, Við munum slökkva á öllum ljósastaurum á milli 19:00-20:30 í kvöld. Takk fyrir skilninginn og stuðninginn Kærar kveðjur List í Ljósi.
Lesa meira
Verða seld um helgina

Konudagsblóm

Konudagurinn er á sunnudaginn og af því tilefni munu nemendur í 8. og 9. bekk Seyðisfjarðarskóla ganga í hús um helgina og selja konudagsblómvendi til styrktar skólaferðalagi sínu til Danmerkur. Vöndurinn kostar 2000 kr. (ath. erum ekki með posa). Við vonum að þið takið vel á móti okkur. 8. og 9. bekkur Seyðisfjarðarskóla.
Lesa meira
Hæstu styrkir úr Uppbyggingarsjóði Austurlands 2018

LungA og Skaftfell

Gaman er að segja frá því að Listahátíðin LungA og Menningarmiðstöðin Skaftfell fengu hæstu styrkina þegar úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Austurlands síðast liðinn mánudag. Alls var úthlutað rúmum 60 milljónum til yfir 80 verkefna sem efla atvinnuþróun og menningu í landshlutanum.
Lesa meira
Ætlar þú að taka þátt í Viskubrunni 2018?

Viskubrunnur 2018

Fyrirtæki, félagsamtök, saumaklúbbar, kaffistofuspekingar!! Þá er komið að hinni árlegu spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla, Viskubrunni, en keppnin hefst þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Hægt er að skrá lið til leiks fram á föstudag 16. febrúar með því að senda skráningu á netfangið thorola@skolar.sfk.is.
Lesa meira
Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 16.30

Efldu barnið þitt

Fimmtudaginn 15. febrúar næst komandi verður sjálfstyrkingarnámskeið haldið fyrir nemendur í 3. - 10. bekk grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla. Námskeiðin verða kynjaskipt og unnið verður í hópum, en það eru Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir sem halda fyrirlestrana. Seinna sama dag, eða klukkan 16.30, verður haldið námskeið fyrir foreldra og forráðamenn.
Lesa meira
Varpað á Safnahúsið

List í ljósi í Reykjavík

Helgina 1.-4. febrúar tók seyðfirska listahátíðin List í Ljósi þátt í Vetrarhátíð Reykjavíkur í nýju og spennandi samstafi milli hátíðanna tveggja. List í Ljósi varpaði verkinu Ekkó (Echo) á Safnahúsið að Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík eftir Nýsjálensku listamennina Samuel Miro og Delainy Kennedy sem mynda listahópinn Nocturnal.
Lesa meira
Enn og aftur er seyðfirskt verkefni tilnefnt - nú LungA Skólinn!

Eyrarrósin 2018

LungA skólinn er tilnefndur til Eyrarrósarinnar 2018, en LungA skólinn er eini lýðháskólinn á landinu. LungA skólinn er tilraunakenndur jarðvegur fyrir sköpun, listir og fagurfræði sem rekinn hefur verið af miklum metnaði á Seyðisfirði frá vorönn 2014 í góðum tengslum við LungA hátíðina.
Lesa meira
Öflugur samtakamáttur!

Herðubreið, matsalur

Vaskur hópur góðra manna og konu, hefur nú hreinsað út úr matsalnum í Herðubreið. Verkefnið var fjáröflun fyrir mfl. Hugins í fótbolta. Byrjað var á sunnudagsmorguninn og klárað seinni partinn í gær, mánudag. Búið er að hreinsa allt timbur úr salnum og sópa steypuna. Febrúarmánuður fer í að leyfa aðstæðum að þorna, en svo verður farið í næstu skref vinnunnar.
Lesa meira
Frábær þátttaka

Blóðsykurmæling

Gaman er að segja frá því að frábær þátttaka var í blóðsykurmælingu Lions og starfsmanna HSA sl. föstudag, sem fram fór í Kjörbúðinni. Alls mættu 114 manns til að láta athuga með blóðsykurinn hjá sér. Þessi þjónusta var fólki að kostnaðarlausu og mæltist vel fyrir
Lesa meira
Hundaskítur

Umhverfi og umgengni

Að gefnu tilefni er umgengni í fallega bænum okkar aðeins til umfjöllunar. Nú þegar hlánar mikið, ber talsvert á hundaskít á gangstéttum, götum, í almenningsgarðinum okkar á uppfyllingunni og víðar - og íbúar kvarta.
Lesa meira