Fréttir

Sundleikfimi og handavinna

Eldri borgarar

Nú í byrjun október hefst hvoru tveggja sundleikfimi og handavinna fyrir eldri borgara á Seyðisfirði. Sundleikfimin hefst á morgun, þriðjudag 3. október. Tímar verða alla þriðjudaga fram að jólum frá klukkan 16:15-17:15. Kennari er Unnur Óskarsdóttir og allar nánari upplýsingar liggja hjá henni. Handavinna hefst miðvikudaginn, 4. október, og verður alla miðvikudaga í Öldutúni fram að jólum frá klukkan 13-17. Umsjónarmaður er Hanna Þórey Níelsdóttir.
Lesa meira
Kallað er eftir verkefnum!

Aldarafmæli sjálfstæðis

Vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands opnuð. Kallað eftir verkefnum á dagskrá afmælisársins. Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins á slóðinni www.fullveldi1918.is.
Lesa meira
Allir velkomnir að taka þátt í verkefninu

Föt sem framlag

Vinna við verkefnið Föt sem framlag er hafið. Hist er í Sæbóli á mánudagskvöldum frá klukkan 20-22 og prjónað, heklað eða saumað ungbarnaföt og teppi. Nýtt er garn, gömul handklæði, teppi, efnaafganga og ungbarnaföt og útbúnir fatapakkar handa ungbörnum til Hvíta Rússlands og Malavi.
Lesa meira
Fjáröflun

Kleinubakstur

Nemendur í 8. og 9. bekk Seyðisfjarðarskóla eru byrjaðir að safna pening fyrir skólaferðalagi sínu til Danmerkur, sem farið verður í vorið 2019.
Lesa meira
Að loknu tónleikasumri

Bláa kirkjan

Sumarið 2017 var 20. sumarið sem tónleikar voru haldnir í Seyðisfjarðarkirkju undir hatti tónleikaraðarinnar Bláa kirkjan. Sex tónleikar, fjölbreyttir að efnisskrá þar sem 19 framúrskarandi tónlistarmenn stigu á stokk, íslenskir, norskir, austfirskir, reykvískir, norðlenskir og svo mætti lengi telja.
Lesa meira
Sýningarlok

Skaftfell Menningarmiðstöð

Framundan eru sýningarlok í Skaftfelli, en sýningarsalurinn verður opin laugardag og sunnudag frá klukkan 15:00-18:00.
Lesa meira
Könnun - Online Survey

Innflytjendur á Austurlandi / Immigrants in East-Iceland

Recently, Austurbrú received a research grant from the Immigration Development Fund to explore the situation and attitude of immigrants in East Iceland. In 2016 East-Iceland was home to about 900 immigrants from 47 nationalities. Polish nationals account for over half of all immigrants (over 500) and they are two thirds of the group aged 20 years and over. Lithuanians, Czechs and Danes came thereafter with 30-45 people each. In total, immigrants account for almost 10% of the East-Iceland population.
Lesa meira
fyrir eldri borgara og öryrkja

Sundleikfimi

Sundleikfimin hefst þriðjudaginn 3. október og lýkur þriðjudaginn 19. desember. Tímar á þriðjudögum kl. 16:15-17:15, 12 skipti. Kennari verður Unnur Óskarsdóttir, skráning á staðnum.
Lesa meira
7. október - takið daginn frá!

Haustroði 2017

Kæru Seyðfirðingar, Haustroði verður þann 7. október í ár með tilheyrandi markaðsstemningu, uppákomum, sultukeppni og tilboðum. Markaður verður í Herðubreið á þessu sinni og munu þær Sesselja og Celia sjá um að þar verði hin besta stemning.
Lesa meira
Einangrun Seyðisfjarðar rofin

Fjarðarheiðargöng

Enginn þéttbýlisstaður, með viðlíkan umferðarþunga að og frá um háan fjallveg Fjarðarheiði (600 m), hefur beðið jafn lengi eftir varanlegum öruggum heilsárs samgöngum. Vegna þessa hefur allri þróun og eflingu atvinnulífs sífellt verið ógnað. Fjárfestar sniðganga staðinn, hann einangrast og öryggisleysið sem fylgir leiðir til atgerfisflótta. Nú er mál að linni ef ekki á verr að fara.
Lesa meira