Fréttir

Einungis á meðan er starfsmaður

Líkamsrækt opnuð aftur

Opnað var í líkamsrækt í morgun, fimmtudaginn 6. ágúst 2020. Einungis verður opið milli 08:00 - 20:00 mánudaga - fimmtudaga og milli 08:00 - 19:00 á föstudögum, áfram verður lokað fyrir aðgangsstýringu því ekki er hægt að tryggja þrif og fjöldatökmörkun þegar enginn starfsmaður er í húsinu. Íþróttahús mun tilkynna um allar breytingar varðandi opnun á facebook síðu sinni. Við viljum benda á nokkrar reglur varðandi líkamsræktina sem gott væri að fólk myndi tileinka sér.
Lesa meira

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

Vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem fram fara þann 19. september nk. og utankjörfundaratkvæðagreiðslna sem hófst 25. júlí sl. geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum sótt um að vera teknir á kjörskrá. Athugið að umsóknin gildir eingöngu fyrir þessar einu kosningar.
Lesa meira
Eftir Alona Perepelytsia

Danslistaverk "Feelings"

Gaman er að segja frá því að Alona Perepelytsia samdi sérstakt dansverk sem hún gaf út í tilefni af 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar. Verkið heitir "Feelings" og má sjá hér. Skemmtilegt er að sjá hvernig Alona fékk bæjarbúa, unga sem aldna, til liðs við sig í dansinum. Sandra Ólafsdóttir filmaði og klippti myndbandið.
Lesa meira
Frá og með 31. júlí til og með 13. ágúst

Hertar aðgerðir - covid 19

Eins og komið hefur fram tóku í gildi 31. júlí síðast liðinn hertar aðgerðir innanlands vegna Covid-19 sem gert er ráð fyrir að standi til 13. ágúst 2020. Á fundi aðgerðarstjórnar almannavarna á Austurlandi í kjölfarið voru til umræðu útfærslur aðgerða sem hugsaðar eru til að stemma stigu við útbreiðslu Covid veirunnar. Óhætt er að segja að næstu dagar skipta miklu um hvernig til tekst með það.
Lesa meira
Á morgun, 25. júlí

Flugvallarhlaup

Á morgun, laugardaginn 25. júlí, fer fram Flugvallarhlaup á Seyðisfirði. Hlaupið er einn af viðburðunum í tilefni af 125 ára afmæli kaupstaðarins. Vegalengdir í boði eru 8,5 km og 10 km og hefst hlaupið klukkan 10. Áhugasamir geta tekið á móti hlaupurum við Kaffi Láru / Regnbogagötu, þar sem hlaupið endar. Áætla má að fólk sé að koma í mark frá kl. 10.45 og fram til kl. 11.30.
Lesa meira

Tveir nýjir starfsmenn

Ráðið hefur verið í starf framkvæmda- og umhverfisstjóra og verkefnastjóra mannauðsmála í sameinuðu sveitarfélagi.
Lesa meira
Fáanleg í Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar

Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar

Kæru Seyðfirðingar og aðrir velunnarar - takk fyrir góðar mótttökur við endurútgáfu Húsasögu Seyðisfjarðarkaupstaðar! Salan hefur farið vel af stað og þeir sem hafa áhuga á bókinni hvattir til þess að tryggja sér eintak, en fyrsta útgáfa Húsasögunnar seldist hratt upp. Til að byrja með verður bókin fáanleg í Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar og í gegnum tölvupóst info@sfk.is.
Lesa meira
Opnar aftur 5. ágúst

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðarkaupstaðar verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí. Opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 10:00.
Lesa meira
Hætt við fyrirhugaðar tilslakanir

Vegna stöðu Covid-19

Sóttvarnalæknir hefur nú lýst því yfir að áætlaðar tilslakanir á samkomubanni munu ekki eiga sér stað. Gildandi takmörkun á samkomum (hámark 500 einstaklingar fyrir utan börn fædd árið 2005 og síðar) nær til 5. júlí 2020 kl. 23:59, sjá auglýsingu.
Lesa meira

Frá Íþróttamiðstöðinni

Það er með mikilli ánægju sem tilkynnist að aðgangsstýring er komin upp í Íþróttamiðstöðinni. Þessu er háttað þannig að viðskiptavinir sem eiga árskort og hálfsárskort í ræktina komast inn að æfa með aðgangskorti frá klukkan 05:00 - 08:00 og frá klukkan 20.00 - 23.00. Frá klukkan 08:00 - 20.00 er starfsmaður í húsinu og öll þjónusta samkvæmt venju. Allir eiga að vera farnir úr húsinu klukkan 00:00.
Lesa meira