Fréttir

Nýtt og spennandi í Orkuskálanum!

Hvað er í matinn?

Margir bæjarbúar hafa velt fyrir sér hvort eitthvað nýtt og spennandi muni birtast í bænum nú þegar Pakistani, Muhammed Azfar, hefur tekið við rekstri Orkuskálans. Og viti menn! Annað kvöld, föstudaginn 6. apríl, verður boðið upp á pakistanskan mat frá klukkan 18-19.30.
Lesa meira
Kjörbúðin vel klædd

Fínir föstudagar

Það hefur vakið athygli hve vel til fara starfsfólk Kjörbúðarinnar á Seyðisfirði hefur verið síðast liðna föstudaga. Karlmennirnir hafa verið spariklæddir, í skyrtu og með bindi, og síðast liðinn föstudag var ein starfsstúlkan einnig komin í sparifötin.
Lesa meira
Ungmennaráðstefna

Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fór fram 21.-23. mars sl. á hótel Borealis Efri-Brú í Grímsnes og Grafningshreppi. Yfirskrift ráðstefnunnar 2018 var Okkar skoðun skiptir máli! Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og var fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar hinn 14 ára gamli Gunnar Einarsson. Hann var ásamt 60 öðrum ungmennum á ráðstefnunni sem ræddu um stöðu sína í samfélaginu og til sérstakrar umræðu var frumvarp um lækkun kosningaaldurs til sveitastjórna.
Lesa meira
Félags- og menningarheimilið Herðubreið og Búðarárfoss

Efnilegar styrkfjárhæðir á Seyðisfjörð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu þann 22. mars síðast liðinn um úthlutun á 772 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða fyrir árið 2018. Alls fengu 15 austfirsk verkefni 217 milljónir og var Seyðisfjörður ekki undanskilinn.
Lesa meira
Opnunartími á bistró

Skaftfell um páskana

Opnunartími í Skaftfell bistró um páskana er eftirfarandi : Skírdagur: frá 12:00 Föstudagurinn langi : frá 12:00 Laugardagur : frá 12:00 Páskadagur: frá 12:00 Annar í páskum : frá 15:00 Eldhúsið er opið til 21:00, það er opið lengur í drykki ef stemming er. Allir velkomnir á Skaftfell.
Lesa meira
Könnun

Fjarnámsþörf á Austurlandi

Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur falið Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi en framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í mörg ár. Í þessum tilgangi höfum við búið til stutta könnun til að meta þarfir og áhuga á fjarnámi.
Lesa meira
Opnunartími um páskana

Sundhöll

Opnunartími Sundhallar yfir páskana verður eftirfarandi: fimmtu- og föstudagur lokað, laugardagur opið frá klukkan 13-16, sunnudagur lokað og mánudagur opið frá klukkan 13-16 og upphituð laug. Verið velkomin í sund.
Lesa meira
Miðvikudagur 28. mars

Páskablómasala

Það eru alveg að koma páskar! Blakkrakkar Hugins munu ganga í hús miðvikudaginn 28. mars og selja páskatúlípana. Þau verða á ferðinni eftir klukkan 17:00 og verða því miður ekki með posa. Þau er í raun að erfa blómasöluna af Lions klúbbnum sem mun ekki ganga í hús í ár.
Lesa meira
Nemendur í 5.-7. bekk söfnuðu næstum 100þúsund krónum

ABC barnahjálp

Nemendur í 5.-7. bekk Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í söfnunarátakinu Börn hjálpa börnum á vegum ABC barnahjálp. Gengið var í hús í bænum nú fyrir páska með söfnunarbauka og var krökkunum vel tekið. Alls söfnuðust krónur 93.071,- og þökkum við bæjarbúum kærlega fyrir góðar viðtökur.
Lesa meira
Umsóknir um dvöl

Tilkynning frá leikskóladeild

Kæru foreldrar Vegna skipulagningar á leikskólastarfi og til að aðlögun barna á milli deilda geti verið sem ljúfust, viljum við biðja ykkur um að vera tímanlega í umsóknum um leikskóladvöl fyrir barnið ykkar. Fyrir haustönnina viljum við benda á að æskilegt er að sækja um dvöl fyrir barnið fyrir 1. maí og æskilegt er að umsóknir fyrir vorönn (eftir jól og fram að sumarfríi) ættu að berast fyrir 1.október. Skólastjóri.
Lesa meira