Fréttir

Hefjast mánudaginn 3. september

Opnir teiknitímar

Opnir teiknitímar alla mánudaga í listadeild Seyðisfjarðarskóla. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Teiknitímar hefjast mánudaginn 3. september.
Lesa meira
Þyrftum við að eyða meiri tíma saman?

Frá forvarnarfulltrúa

Nokkur orð frá forvarnarfulltrúa nú þegar haustið gengur í garð með öllum sínum breytingum. Minnt er á að útivistartími barna og unglinga breytist 1. september næst komandi (næsti laugardagur). Sjá hér. Útivistarreglum er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn, en svefn er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 8-10 tíma svefn á nóttu.
Lesa meira
Tekur gildi í dag, 27. ágúst

Vetraropnun

Gaman er að segja frá því að vetraropnun tekur gildi í dag, mánudaginn 27. ágúst, í íþróttamiðstöðinni. Opið er þá mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8-20, föstudaga frá klukkan 8-19 og laugardaga frá klukkan 10-14.
Lesa meira
Hefst mánudaginn 27. ágúst

Yoga á Seyðisfirði

Yoga hefst í íþróttahúsinu á Seyðisfirði næst komandi mánudag. Tímar verða á mánu- og miðvikudögum frá klukkan 19:00-20:00.
Lesa meira
24. ágúst klukkan 9-13 á Egilsstöðum

Styrkjamöguleikar í nýsköpun, menntun og menningu

Kynningarfundur á vegum Rannís 24. ágúst kl 9.00 -13.00 í Austurbrú, Tjarnarbraut 39, Egilsstöðum. Smellið á lesa meira til að sjá dagskrána.
Lesa meira
Opnunarsetning 8. september í Herðubreið

Barnamenningarhátíðin BRAS á Austurlandi

Haldin verður barnamenningarhátíð í fyrsta skipti á Austurlandi. Hátíðin hefur fengið nafnið BRAS og mun fara fram í menningarmiðstöðvunum á Austurlandi í september. Samband sveitarfélaga á Austurlandi ákvað að leggja fjármagn í barnamenningarhátíð í gegnum fjármagn frá Sóknaráætlun Austurlands. Austurbrú hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við Skólaskrifstofu Austurlands og menningarmiðstöðvarnar á Austurlandi; Skaftfell, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs/Sláturhúsið og Tónlistamiðstöð Austurlands.
Lesa meira
Forstöðumanni afhent rúm 1 milljón

Bö potturinn

113 einstaklingar og 8 árgangar fyrrum nemenda Péturs lögðu verkefninu lið og söfnuðust 1.046.000 krónur. Þessar undirtektir sýna svo sannarlega samtakamátt okkar Seyðfirðinga. Pétur hefði orðið sjötugur laugardaginn 18. ágúst sl. en þann dag var forstöðumanni Sundhallar Seyðisfjarðar afhent upphæðin og kort með nöfnum allra þeirra sem lögðu verkefninu lið.
Lesa meira
Frábær árangur!

Tónlistartripp

Listadeild Seyðisfjarðarskóla og LungA héldu saman námskeiðið Tónlistartripp í júlí. Námskeiðið var ætlað 12 til 18 ára listamönnum, en hópurinn náði frábærum árangri og hélt tvenna tónleika og tók upp tvö popplög.
Lesa meira

"Lífið á eyjunni"

"Ekki skemmir svo fyrir að Seyðisfjörður er mjög listatengdur bær, andrúmsloftið á staðnum er einstakt og íbúar hafa tekið okkur opnum örmum og eru til í að aðstoða okkur, en það seldi okkur hugmyndina endanlega. Við bara elskum Seyðisfjörð, það er bara ekki hægt annað.“ segir leikstjórinn.
Lesa meira
Vilt þú vera leiðsögumaður?

Lýðheilsugöngur 2018

Ferðafélags Íslands leggur að öðru sinni upp með verkefnið "Lýðheilsugöngur 2018". Öllum sveitarfélögum á Íslandi er boðið að taka þátt í verkefninu og vonandi getur Seyðisfjarðarkaupstaður tekið þátt. Til þess að geta tekið þátt þarf að manna leiðsögumenn í verkefnið / göngustjórar. Verkefnið gengur sem sagt út á að sveitarfélög útvega leiðsögumenn sem stjórna göngum, hvern miðvikudag í september, og hefjast þær allar klukkan 18.
Lesa meira