Fréttir

Bókasafn, Íþróttamiðstöð og Sundhöll Seyðisfjarðar

Sumaropnanir

Bókasafn Seyðisfjarðar verður opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 16-18 frá 1. júní og lokað á föstudögum. Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar verður opin sem hér segir í júní; mánudagar til fimmtudagar frá klukkan 8-20 og föstudagar frá klukkan 8-19. Lokað verður um helgar. Líkamsræktin er ekki opin utan auglýsts opnunartíma. Opnun í júlí og ágúst verður nánar auglýst síðar. Sundhöll Seyðisfjarðar er með sumaropnunartíma frá 1. júní. Opið alla virka daga frá klukkan 7-11 og 15-20, á laugardögum frá klukkan 13-16 og lokað á sunnudögum.
Lesa meira

Farfuglar – málþing

Í tæp 20 ár hefur Skaftfell verið gestgjafi listmanna og á þeim tíma tekið á móti rúmlega 250 listamönnum. Af því tilefni efnir Skaftfell til málþings laugardaginn 9. júní klukkan 13:00 um þessa mikilvægu starfsemi í sýningarsal miðstöðvarinnar.
Lesa meira
Fyrir alla, börn og fullorðna

Tónlistardeild Seyðisfjarðarskóla

Á næsta ári verður margt spennandi á boðstólum í tónlistardeildinni. Færst hefur í vöxt að fullorðnir stundi tónlistarnám, sem er einstaklega ánægjulegt en listadeild vill hvetja sem flesta til að skrá sig og taka þátt í starfi skólans. Hér er örlítið yfirlit yfir það sem stendur til boða á næsta skólaári.
Lesa meira
Það er ekki gaman að leika í hundakúk!

Burt með hundaskítinn!

Bæjarstjórinn fékk heimsókn frá 1. og 2. bekkingum í Seyðisfjarðarskóla í morgun. Þau óskuðu eftir fundi með bæjarstjóra til að vekja athygli hans á sóðaskap vegna hundaskíts á leikvellinum við Sundhöllina. Þau sögðust hafa hreinsað upp hundaskít í 3 poka þar.
Lesa meira
Dagskrá í mótun

Sjómannadagshelgin 2018

Krakkablak Hugins, í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað, mun bjóða upp á dagskrá á sjómannadaginn 2018. Dagskráin er í mótun, en von er á dreifibréfi í hús á morgun, fimmtudag.
Lesa meira
Afmælismót 2. júní

GSF 30 ára

Golfklúbbur Seyðisfjarðar eða GSF eins og hann er oft kallaður verður 30 ára laugardaginn 2. júní. Stofnfélagar voru 21 talsins og eru 5 þeirra virkir félagar enn þann dag í dag. Hagavöllur, sem formlega var vígður 2003, er í dag eftirsóttur 9 holu golfvöllur með góðu klúbbhúsi sem prýðir innkeyrsluna í bæinn. Klúbburinn telur 48 félaga og er því einn sá fámennasti á landinu.
Lesa meira
Ætlar þú að hreyfa þig í dag?

Hreyfivika - þriðjudagur

Gaman er að geta þess að í dag er dagur tvö í hreyfiviku og nóg um að vera á Seyðisfirði. Fyrst ber að nefna að Unnur Óskardóttir ætlar að bjóða börnum og foreldrum í hjóla- og yogaferð upp í Tvísöng kl. 16.30. Mæting er við íþróttahús.
Lesa meira
Hreinn meirihluti L-listans

Úrslit sveitarstjórnarkosnina 2018

Sveitarstjórnarkosningar fyrir tímabilið 2018-2022 fóru fram sl. laugardag. Niðurstaða kosninganna á Seyðisfirði er sú að Seyðisfjarðarlistinn (L) fékk 235 atkvæði og fjóra bæjarfulltrúa.Sjálfstæðisfélagið Skjöldur (D) fékk 136 atkvæði og tvo bæjarfulltrúa og Framsóknarfélag Seyðisfjarðar og frjálslyndra (B) fékk 70 atkvæði og 1 bæjarfulltrúa. Á kjörskrá voru 520 manns.
Lesa meira
Ert þú búin/n að finna eitthvað áhugavert?

Hreyfivika 2018

Hreyfivika 2018 á Seyðisfirði er hafin. Markmið hreyfiviku er að kynna mismunandi hreyfingu fyrir fólki, með það sem lokamarkmið að fólk finni sér hreyfingu við hæfi. Eða með öðrum orðum, markmiðið er að fjölga fólki sem hreyfir sig reglulega.
Lesa meira
Drög að skýrslu

Fornleifar á Vestdalseyri

Á vormánuðum 2017 fól Seyðisfjarðarkaupstaður Fornleifastofnun Íslands ses að vinna deiliskráningu á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Svæðið sem skráningin náði til var um 26 ha stórt. Innan þess er þorpið Vestdalseyri en svæðið náði talsvert norðaustur fyrir sjálft þorpið og yfir stóran hluta gamla heimatúns lögbýlisins Vestdals.
Lesa meira