Fréttir

Bættar samgöngur eru lífsnauðsyn!

Bæjarstjóri í viðtali á N4

Gaman er að benda gestum heimasíðunnar á að skemmtilegt viðtal var tekið við Aðalheiði Borgþórsdóttur bæjarstjóra á N4 um daginn. Viðtalið fjallar aðallega um sameiningu sveitarfélaga og lífsnauðsyn bættra samganga fyrir okkur Seyðfirðinga. Einnig koma margar skemmtilegar myndir / myndartökur fyrir í viðtalinu.
Lesa meira
Íbúalýðræði

Hvernig gerum við bæinn okkar betri?

Vakin er athygli á nýjum möguleika á vefsíðu kaupstaðarins; "hafa samband" hnappinum á forsíðunni. Seyðfirðingum er nú boðið upp á þann nýja möguleika að hafa samband við kaupstaðinn í gegnum þennan hnapp, varðandi hluti sem eru góðir og má hrósa, varðandi hluti sem mega betur fara og þá mögulega hvernig og / eða annað sem talist getur bænum til tekna.
Lesa meira
Fögnum fjölbreytileikanum!

Downs dagurinn 21.3

Í gær fimmtudaginn 21. mars var alþjóðlegur dagur Downs heilkennis en þetta var í fjórtánda sinn sem slíkur dagur er haldinn. Fólk er hvatt til þess að vekja athygli á málefninu með því að láta raddir fólks með Downs heilkenni heyrast og fræða almenning um stöðu þess í samfélaginu í þeim tilgangi að vinna gegn fordómum.
Lesa meira
Hæfileikabúnt!

Lokatónleikar söngnemenda

Í gær fimmtudaginn 21. mars voru söngnemendur í listadeild Seyðisfjarðarskóla með lokatónleika á sviðinu í Herðubreið. Gaman er að segja frá því að nemendur fóru algjörlega á kostum í söng- og leikatriðum sínum, undir stjórn þeirra Kristjönu Stefánsdóttur söngkennara og Benna HemmHemm deildarstjóra.
Lesa meira
Salur opinn alla virka morgna frá 06-10

Æfingar í íþróttahúsi

Vakin er athygli á því að á meðan viðhald stendur yfir í líkamsrækt í Íþróttamiðstöð er í boði fyrir korthafa að æfa í salnum alla virka morgna frá klukkan 06-10 og einnig laugardaginn 23. mars frá klukkan 12-14 frá og með morgundeginum 22. mars. Mögulega verða fleiri lausir tímar í boði, en allt slíkt ber að ræða við starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar.
Lesa meira
1/10 part of the population in Seyðisfjörður are foreigners

Meeting with foreigners

Yesterday, the 19th of March, was held the first meeting for foreigners in Seyðisfjörður. According to numbers from the end of December 2018, 1/10 part of the population in Seyðisfjörður are foreigners and from many different countries. Seyðisfjörður therefore has its multicultural community, which we are thankful for and welcome them to be a bigger part of our community.
Lesa meira
Spennandi starf!

Vilt þú halda sumarnámskeið fyrir börn á Seyðisfirði?

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila/um til að sjá um sumarnámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. Námskeiðið er ekki bundið að efnisvali heldur má falla undir leiki, listsköpun og/eða útivist hvers konar. Einnig er umsækjendum frjálst að ákveða tímasetningu.
Lesa meira
Opnun frestast því miður

Frá Sundhöll

Kæru seyðfirðingar. Því miður getum við ekki opnað sundlaugina á mánudaginn eins og til stóð. Opnum í þar næstu viku, nánari dagsetning verður auglýst síðar. Forstöðumaður.
Lesa meira
Þátttaka Seyðfirðinga afar mikilvæg!

Húsnæðiskönnun

Húsnæðisskortur er ein af þeim stóru áskorunum sem Seyðisfjarðarkaupstaður stendur frammi fyrir. Nú hefur verið útbúin húsnæðiskönnun sem allir Seyðfirðingar, 18 ára og eldri, hafa fengi senda heim og eru eindregið hvattir til að svara.
Lesa meira
Mikilvægt að sem flestir mæti!

Íbúafundur vegna sameiningar sveitarfélaga verður haldinn á Seyðisfirði

Íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er boðið til íbúafunda til að móta tillögur að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Markmið fundanna er að heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar.
Lesa meira