Fréttir

Kosningar 19. september 2020

Framboð til sveitarstjórnar og sveitarstjórnarkosninga

Auglýsing um framboð til sveitarstjórnar og sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar.
Lesa meira
Ég vil bjóða mig fram í heimastjórn. Hvað á ég að gera?

Heimastjórnir í sameinuðu sveitarfélagi

Hverjir eru í framboði til heimastjórnar? Kosningarétt og kjörgengi í kosningum til heimastjórna hafa íbúar viðkomandi hluta sveitarfélagsins, samkvæmt kjörskrá. Það þýðir að allir þeir sem eru á kjörskrá á viðkomandi svæði eru í framboði til heimastjórnar. Líklega munu einstaklingar gefa sig fram sem sækjast eftir kjöri í viðkomandi heimastjórn.
Lesa meira
Uppbygging í útivistarparadís

Vestdalur

Fyrr á árinu fékkst styrkur frá Framkvæmdsjóði Ferðamannastaða til þess að fara í framkvæmdir vegna uppbyggingar á göngustíg í Vestdal. Verkefnið er hluti af stærra mengi en á undanförnum árum hefur kaupstaðurinn, með styrk frá framkvæmdasjóðnum, unnið að því að bæta aðgengi að vinsælum áfangastöðum og má þá til dæmis nefna leið upp að Búðarárfossi, áningastað við Neðri Staf og stígagerð að Skálanesi og útsýnispall við Skálanesbjörg.
Lesa meira

Laus störf

Seyðisfjarðarkaupstaður vekur athygli á lausum störfum.
Lesa meira
Boðin velkomin á myndrænan hátt

Myndræn upplifun við komu og brottför

"Á Seyðisfirði viljum við taka vel á móti okkar gestum og þetta er svo sannarlega liður í því að bjóða fólk hjartanlega velkomið og upplýsa það eins vel og við getum.“
Lesa meira
Frá Seyðisfjarðarskóla

Nýir kennarar í listadeild

Nú þegar skólastarfið fer að hefjast er tímabært að kynna til leiks nýja kennara við tónlistarskólann/listadeild Seyðisfjarðarskóla.
Lesa meira
Framboðsfrestur er til 29. ágúst

Sveitarstjórnarkosningar 2020

Auglýsing frá yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar um framboðsfrest og viðtöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 19. september 2020. Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem fram fara þann hinn 19. september 2020, rennur út klukkan 12.00 á hádegi laugardaginn 29 ágúst 2020. Yfirkjörstjórn mun koma saman til að taka á móti framboðslistum í fundarsal á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12 á Egilsstöðum milli klukkan 10.00 og 12.00 þann dag.
Lesa meira
Umsóknarfrestur til 15. september!

Hugmyndasamkeppni – Gamla ríkið, Hafnargötu 11, Seyðisfirði

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir hér með eftir aðilum sem hafa áhuga á að koma með rekstur inn í Gamla ríkið, Hafnargötu 11, Seyðisfirði.
Lesa meira
19. september

Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi

Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna rennur út á hádegi laugardaginn 29. ágúst nk. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum. Við heimastjórnarkosningar er kosning ekki bundin við framboð en allir kjósendur á viðkomandi svæði eru í kjöri. Heimastjórnir spurningar og svör. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 27. júlí hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum Íslands.
Lesa meira
Á svæði væntanlegra ofanflóðavarnargarða

Nýjar vísbendingar um torfbyggingar

Rannsóknirnar í ár hafa gengið vel. Fundist hafa vísbendingar um að þrjár torfbyggingar hafi staðið á framkvæmdarsvæði ofanflóðarvarnargarðanna, tvær nálægt bæjarhóli Fjarðar og það þriðja í norðurhluta svæðisins. Bráðabirgðaniðurstöður gjóskulagagreininga gefa til kynna að byggingarnar gætu hafa verið reistar annars vegar á bilinu 940-1160 og hins vegar fyrir 1477. Einnig hefur fundist mannvist sem gæti verið frá 12. öld á 110 cm dýpi undir aurskriðu í bæjartúninu sem virðist hafa fallið fyrir árið 1477.
Lesa meira