Fréttir

Glæsilegur árangur!

Krakkar blaka

Gaman er að segja frá því að 3. og 4. flokkur Hugins voru í Mosfellsbæ um helgina að keppa í blaki. Krökkunum gekk mjög vel. 4. flokkur kom heim með brons og 3. flokkur vann sér inn rétt til að spila úrslitaleik um Bikarmeistaratitilinn. Sá leikur fer fram helgina 10. og 11. mars í Digranesi, sem er sömu helgi og úrslitin í Kjörísbikarnum hjá meistaraflokk verða.
Lesa meira
Vinnustofan Seyðisfjörður í fullu fjöri

Allar leiðir slæmar

Í Skaftfelli stendur yfir námskeiðið Vinnustofan Seyðisfjörður, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms. Þátttakendur eru 12 nemendur úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og opnar sýning með afrakstur úr námskeiðinu laugardaginn 3. febrúar klukkan 16:00. Samstarfsaðilar námskeiðsins eru Dieter Roth Akademían, Listaháskóli Íslands, Tækniminjasafn Austurlands, Stálstjörnur og ýmsir innanbæjar aðilar. Sjá nánar hér.
Lesa meira
Staða mála

Vatnsleiki í Herðubreið

Eins og margir bæjarbúa vita varð töluvert vatnstjón í Herðubreið í byrjun vikunnar. Staða mála er sú að gólfið á salnum (matsalnum) er alveg ónýtt. Þar er verið að undirbúa rif á gólfi, en skipt verður alveg um gólf. Salurinn er og verður því lokaður um óákveðinn tíma. Þétt verður meðfram öllum götum, rifum, hurðum osfrv. á meðan á framkvæmdum stendur, svo ekki á að þurfa að loka húsinu að öðru leyti.
Lesa meira
Föstudagur 2. febrúar kl. 16-19.

Blóðsykurmæling Lions

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar,í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands, býður upp á ókeypis blóðsykurmælingar. Mælingarnar fara fram í Kjörbúðinni á morgun, föstudaginn 2. febrúar á milli klukkan 16:00 og 18:00. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.
Lesa meira
Miðvikudagur 31. janúar - blakkrakkar

Dósasöfnun

Ungir blakiðkendur munu ganga um bæinn á morgun, miðvikudag upp úr klukkan 18.30, og safna dósum í fjáröflunarskyni vegna keppnisferða sinna. Ef fólk vill ljá þeim lið með dósum/flöskum má gjarnan setja pokana fyrir utan húsin. Með fyrirfram þökk, Blakkrakkarnir, Huginn.
Lesa meira
Janúar 2018

Mánaðarleg samantekt

Hér á vefsíðunni má nú finna mánaðarlega samantekt fyrir janúarmánuð. Innihald samantektarinnar er hvoru tveggja unnið úr fréttum mánaðarins og því sem efst er á baugi í bæjarmálunum. Samantektina má sjá undir "samfélag - fréttir"
Lesa meira
Fíkn eða frelsi

Frá forvarnarfulltrúa

Forvarnarfulltrúi vill gjarnan benda foreldrum, forráðamönnum, kennurum og öðrum á áhugavert málþing sem hægt verður að fylgjast með á vefnum. Málþingið er næst komandi miðvikudag, 31. janúar. Það fjallar, að mati margra, um eitt af aðal vandamálum dagsins í dag; hvort börnin okkar séu að verða þrælar tækninnar og/eða hvort foreldrar séu ef til vill of íhaldssamir og skilji ekki þennan nýja heim.
Lesa meira
Laugardagur 27. janúar

Upphituð Sundhöll

Sundhöll Seyðisfjarðar verður upphituð á morgun, laugardaginn 27. janúar. Frábært tækifæri til að mæta með litlu krílin, sem og auðvitð fyrir aðra þar sem styttist í viðhaldslokun hússins. Opið frá klukkan 13-16.
Lesa meira
Bókun bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar

Fjarðarheiðargöng

Í ljósi aðstæðna undanfarinna daga; innilokunar Seyðfirðinga og mikillar ófærðar almennt, lagði bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar eftirfarandi bókun fram á fundi sínum í gær, miðvikudaginn 24. janúar. „Undanfarna daga hefur óveður gengið yfir landið. Því hafa fylgt talsverðar truflanir á samgöngum og hafa Seyðfirðingar ekki farið varhluta af því sem venja er við slíkar aðstæður.
Lesa meira
Aukum heilsuvitundina okkar

Heilsueflandi samfélag

Stýrihópur heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði hefur nú lagt fram drög að dagskrá fyrir árið 2018. Áherslur hópsins munu aðallega felast í því að hvetja íbúa til aukinnar heilsuvitundar, leggja áherslur á það góða sem við gerum nú þegar sem samfélag og að gera enn betur.
Lesa meira