Fréttir

Ólafur Sigurðsson

Austfirðingur ársins

Ólafur Hr. Sigurðsson var, í byrjun vikunnar, valinn Austfirðingur ársins af lesendum Austurgluggans. Ástæða valsins er hversu ötullega Óli hefur unnið að og vakið upp umræðu um sjálfsvíg og geðheilbrigðismál síðast liðið ár. Óli segist þakklátur fyrir viðurkenninguna þó tilefnið hefði mátt vera betra.
Lesa meira
Átt þú lítinn Emil í Kattholti eða litla Fíu Sól?

PMTO Foreldranámskeið

PMTO foreldranámskeið eru fyrir foreldra sem vilja stuðla að jákvæðri hegðun barna sinna og draga úr hegðunarvanda. Um er að ræða hópnámskeið þar sem 10-12 foreldrar fá ráðgjöf frá PMTO meðferðaraðila einu sinni í viku og vinna verkefni heima á milli tíma.
Lesa meira
2. febrúar

Lokun Sundhallar

Vegna viðhalds verður Sundhöll Seyðisfjarðar lokuð frá og með 1. febrúar. Stefnt er á opnun aftur föstudaginn 2. mars. Seyðfirðingar eru hvattir til að nýta sér sundheimsóknir vel fram að lokun.
Lesa meira
Heilsueflandi samfélag hvetur fólk til að kíkja í Stafdal

SkÍS gefur skíðapassa

Í ár, líkt og í fyrra, gefur Skíðafélagið í Stafdal öllum 6 og 7 ára börnum á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði kort á skíðasvæðið í Stafdal. Kortin eru merkt með nafni hvers barns. Þau gilda frá áramótum og þar til svæðið lokar í vor. Það er von skíðafélagsins að kortin hafi hvetjandi áhrif á börnin og fjölskyldur þeirra að kynna sér þessa hollu og góðu fjölskylduíþrótt sem skíðamennskan er.
Lesa meira
Hefst 31. janúar 2018

"Lífshlaupið" í heilsueflandi samfélagi

Seyðisfjarðarkaupstaður, heilsueflandi samfélag, hvetur sem flesta til þátttöku í Lífshlaupinu. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira
Viltu kaupa garðbekk í góðgerðarskyni?

Lions selur garðbekki

Í tilefni af 100 ára afmæli Lionshreyfingarinnar í heiminum var ákveðið að gera eitthvað táknrænt. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar valdi að bjóða til sölu vandaða garðbekki. Fimm bekkir hafa þegar verið seldir. Tveir voru seldir í Neskaupsstað, einn til Skóræktarfélagsins og verður sá bekkur staðsettur innst á Múlavegi. Einn bekkur var seldur Þorvaldi Jóhannssyni, sá bekkur verður staðsettur við Golfskálann.
Lesa meira
Stiklað á stóru

Áramótaávarp bæjarstjóra

Góðir Seyðfirðingar og aðrir tilheyrendur – gleðilega hátíð. Við áramót verður okkur hugsað til baka til þess sem fyrir bar á árinu sem er að líða. Við vonum að með nýju ári komi ný tækifæri. Við erum reynslunni ríkari. En þá skiptir líka máli að nota þá reynslu sem vannst til að gera enn betur.
Lesa meira
Rafbókasafn

Tilkynning frá Bókasafninu

Bókasafn Seyðisfjarðar er nú aðili að Rafbókasafninu sem gefur öllum viðskiptavinum safnsins kost á að tengjast þessu nýja safni og hlaða þaðan inn bókum án aukakostnaðar.
Lesa meira
Græna tunnan tekin í dag!

Sorphirða

Græna endurvinnslutunnan verður tekin í dag, miðvikudaginn 3. janúar. Fólk er minnt á að hreinsa frá tunnunum og auðvelda aðgengi að þeim.
Lesa meira
Flugeldasala

Áramótabrenna

Áramótabrenna Seyðfirðinga verður á Strandarbakka, sama stað og í fyrra. Kveikt verður upp klukkan 20.30 og glæsileg flugeldasýning verður í lokin. Flugeldasala Björgunarsveitarinnar verður opin sem hér segir : Föstudag 29. desember kl. 17-22. Laugardag 30. desember kl. 14-22. Sunnudag 31. desember kl. 12-16. Kveðjum árið 2017 farsællega og tökum fallega á móti nýju ári.
Lesa meira