Fréttir

Vinnuhópur, nýtt hlutverk

Endurgerð yfirborðs knattspyrnuvallar

Vakin er athygli á nýju erindisbréfi vinnuhóps um endurgerð yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg. Erindisbréfið má sjá hér. Hlutverki vinnuhópsins var aðallega breytt.
Lesa meira
Föstudaginn 17. ágúst

Heilsufarsmælingar

Heilsufarsmælingar verða á heilsugæslustöðinni á Seyðisfirði föstudaginn 17. ágúst næst komandi frá klukkan 9 og frameftir degi. Allir sem ná sér í númer á heilsugæslunni frá klukkan 9-12 fá mælingu. Bara að mæta, allt ókeypis.
Lesa meira

Hýr halarófa 2018

Gleðigangan Hýr halarófa verður á sínum stað á Seyðisfirði í ár. Líkt og ávallt verður gengið á sama tíma og í Reykjavík, laugardaginn 11. ágúst klukkan 14. Lagt verður af stað frá Norðurgötunni.
Lesa meira
Opin fimmtudaga frá klukkan 15-17

Frá flöskumóttökunni

Flöskumóttaka er opin alla fimmtudaga í sumar frá klukkan 15-17. Þann 1. október verður breyting á opnunartíma sem verður auglýst þegar nær dregur. Einnig verður það auglýst ef til lokunar kemur vegna óviðráðanlegra orsaka.
Lesa meira
Dvöl í gestavinnustofum 2019

Skaftfell auglýsir

Skaftfell is inviting applications from artists across the world to participate in its Residency Program 2019. Deadline: August 15, 2018. The center offers self-directed residencies and two thematic residencies: Wanderlust and Printing Matter.
Lesa meira

Frá bókasafninu

Hér með tilkynnist að vegna viðhaldsvinnu í húsnæði bókasafnsins verður lokað þar frá 7. - 20. ágúst 2018. Opnar aftur þriðjudaginn 21. ágúst.
Lesa meira
Aðalheiður bæjarstýra

Ráðin nýr bæjarstjóri

Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær að ráða Aðalheiði Borgþórsdóttur sem nýjan bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Aðalheiður hefur m.a. unnið fyrir LungA og sinnt markarðsmálum fyrir Seyðisfjarðarhöfn. Nánar má lesa um ráðninguna í fundargerð bæjarstjórnar. Aðalheiði og Seyðfirðingum er óskað innilega til hamingju.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur

1738. bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn, 1. ágúst 2018, heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund á skrifstofu kaupstaðarins og hefst fundurinn kl. 16.00. Vegna persónu- og persónugreinanlegra trúnaðarupplýsinga verður fundurinn lokaður.
Lesa meira
Viðtöl hafa átt sér stað

Ráðning bæjarstjóra

Vinna við ráðningu nýs bæjarstjóra er í vinnslu en ráðgjöfum Hagvangs voru sendar 11 umsóknir til greiningar. Ein umsókn var dregin tilbaka í vikunni sem leið. Viðtöl við þá umsækjendur sem komust áfram í ferlinu hafa átt sér stað og enn er unnið að niðurstöðu.
Lesa meira
Samvinnu- og forvarnarverkefni

Ég á bara eitt líf

LungA og Seyðisfjarðarkaupstaður taka þátt í forvarnarverkefninu "Ég á bara eitt líf". Einar Darri, ungur 18 ára gamall maður, varð bráðkvaddur í maí sl. vegna ofneyslu á lyfinu OxyContin. Fjölskylda Einars Darra er búin að stofna minningarsjóð í nafni hans sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda. Minningarsjóður Einars Darra, stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.
Lesa meira