Fréttir

Til upplýsinga

Nýr skipulags- og byggingafulltrúi

Í dag, 1. febrúar, skrifaði nýr skipulags- og byggingafulltrúi undir ráðningasamning við Seyðisfjarðarkaupstað. Ráðinn hefur verið Úlfar Trausti Þórðarson, byggingafræðingur, búsettur á Egilsstöðum.
Lesa meira
Rauður febrúar fyrir konur

GoRed í febrúar

GoRed átakið er alheimsátak, á vegum World Heart Federation. Um er að ræða alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. Af hverju GoRed?
Lesa meira
Laust starf

Forstöðumaður bókasafns

Vakin er athygli á lausu starfi hjá Seyðisfjarðarkaupstað, forstöðumanns bókasafns.
Lesa meira
Aldrei of seint að byrja að hreyfa sig!

Viðtal mánaðarins - janúar

Mögulega hafa hjónin Lárus Gunnlaugsson og Halla Gísladóttir vakið eftirtekt Seyðfirðinga, en þau eru mjög samrýmd og dugleg að hreyfa sig. Seyðfirðingar geta séð þau nánast daglega, annað hvort í hjólatúrum eða gönguferðum um bæinn. Verkefnastjóri heilsueflandi samfélags fékk þau til liðs við sig og fékk að spyrja þau nokkurra spurninga varðandi þeirra lífsstíl, hreyfingu og lífið sem eldri borgari.
Lesa meira
Samvinna við Heilsueflandi samfélag

Nýr þráður á sfk.is

Viðtal mánaðarins er nýr þráður sem boðið verður upp á einu sinni í mánuði á vefsíðu kaupstaðarins. Verkefnið er samvinnuverkefni við Heilsueflandi samfélag og mun ganga út á að birt verða viðtöl við bæjarbúa einu sinni í mánuði. Valið verður úr hópi alls þess góða fólks sem í bænum býr og talið er að hafi jákvæð, skemmtileg og hvetjandi skilaboð að gefa út í samfélagið, þá með tilliti til heilsueflandi samfélags. Fyrsta viðtalið, viðtal janúarmánaðar, verður birt á morgun föstudaginn 25. janúar.
Lesa meira
Vaka Skúladóttir

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstjóri heimsótti í morgun fröken Vöku Skúladóttur. Vaka er dóttir þeirra Guðnýjar Láru Guðrúnardóttur og Skúla Vignissonar og er þeirra annað barn. Fyrir eiga þau Kjartan Berg, sem er 3,5 árs gaur - fæddur 2015. Vaka er hins vegar fædd þann 10. maí 2018 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað og er því rúmlega 8 mánaða. Hún var 54 cm og 4250 gr við fæðingu. Fjölskyldunni er óskað innilega til lukku með Vöku sína.
Lesa meira
Samvinnuverkefni lögreglu og heilsueflandi samfélags

Umferðaröryggi

Í næstu viku, frá 28. janúar til og með 1. febrúar, mun lögreglan í samvinnu við heilsueflandi samfélag sinna eftirliti með umferðaröryggi barna við Seyðisfjarðarskóla. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér reglur um öryggi barna í bifreiðum, yfirfara búnað sinn, huga að endurskinsmerkjum og fleiru.
Lesa meira
Gangandi fólk og gangstéttar

Snjómokstur

Við snjómokstur á gangstéttum á Seyðisfirði er reynt eftir fremsta megni að ryðja þær gangstéttar sem fylgja rauðum forgangsmokstri. Seyðfirðingar ættu því að komast fótgangandi eftir aðalgötunum og hafnarhringinn flesta daga - nema hreinlega allt sé á kafi. Því miður er ekki unnt að koma því við að ryðja gangstéttar í hverfum fyrr en almennum snjómokstri er að mestu lokið.
Lesa meira
Hefst laugardaginn 2. febrúar

Boccia

Gaman er að segja frá því að í samstarfi við Lions verður boðið upp á boccia tíma í íþróttahúsinu frá og með í febrúar. Fyrsti tíminn verður laugardaginn 2. febrúar frá klukkan 12-13. Öllum eldri borgurum, öryrkjum og fötluðum einstaklingum er sérstaklega boðið að koma og taka þátt. Tímar verða sem áður segir, alla laugardaga frá klukkan 12-13. Seyðisfjarðarkaupstaður og Lions.
Lesa meira
Fimmtudaginn 24. janúar klukkan 16

Dósasöfnun

Fimmtudaginn 24. janúar, upp úr klukkan 16, munu blakkrakkar banka upp á hjá Seyðfirðingum og óska eftir dósum og flöskum. Þetta er liður í fjáröflun þeirra vegna blakferðalaga sem þau fara í á vegum Hugins. Þeir sem vilja styrkja krakkana mega gjarnan setja poka út fyrir húsin sín / bílskúra, ef þeir vilja losna við að fá bank á hurðina. Með fyrirfram þökkum, blakkrakkar Hugins.
Lesa meira