Fréttir

Fréttabréf

Félagsheimilið Herðubreið

KÆRU SEYÐFIRÐINGAR Á meðan snjórinn skríður niður fjöllin og niðrí bæ erum við að undirbúa okkur fyrir komandi vetur. Okkur langar að segja ykkur frá því hvað við höfum verið að gera í húsinu frá því að við töluðum við ykkur síðast!
Lesa meira
Viltu koma og lesa?

Dagar myrkurs á bókasafninu

Í tilefni af Dögum myrkus voru börn og unglingar sérstaklega velkomin á bókasafnið frá þriðjudegi til fimmtudags eftir skóla að lesa. Fyrir hverja lesna bók á bókasafninu fengu þau litla gjöf. Gaman er að segja frá því að sófarnir voru fullir af börnum alla dagana.
Lesa meira
Panta fyrir 10. nóvember

Laufabrauð

Senn líður að hinum árlega laufabrauðsbakstri Slysavarnardeildarinnar Rán. Baksturinn verður 17. nóvember næst komandi. Þeir sem vilja panta hafi gjarnan samband við Sólrúnu Friðbergsdóttur í síma 861-6519, fyrir laugardaginn 10. nóvember. Sama verð og í fyrra.
Lesa meira
Finnst þér gaman að teikna?

Teikninámskeið

Teikninámskeiðið í listadeild hefur gengið mjög vel síðastliðnar vikur. Eins og fyrr eru allir á aldrinum 12 til 99 ára velkomnir, en námskeiðið fer fram alla mánudaga klukkan 16.
Lesa meira
Laust starf!

Bókhalds- og launafulltrúi

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðarkaupstaðar auglýsir eftir bókara og launafulltrúa til starfa í 100% stöðugildi. Leitað er að einstaklingi með mikla reynslu af störfum við bókhald, launaútreikninga og afstemmingar. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2018.
Lesa meira
21. - 28. október

Bíllaus vika

Heilsueflandi samfélag stendur fyrir bíllausri viku frá sunnudegi 21. október til og með laugardagsins 27. október. Bíllaus vika hefur verið einu sinni áður á Seyðisfirði, í apríl á þessu ári.
Lesa meira
Möguleiki á sameiningu

Fulltrúar í samstarfsnefnd

Á fundi bæjarstjórnar í gær, miðvikudaginn 17. október, var samþykkt að skipa þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd mögulegrar sameiningar við Borgarfjörð eystri, Djúpavog og Fljótsdalshérað. Fulltrúar Seyðisfjarðar í samstarfsnefndinni eru Elvar Snær Kristjánsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir og Hildur Þórisdóttir.
Lesa meira
Ath. uppfærð frétt !!!

Uppfært!! Rafmagnslaust 11. október

Rafmagnslaust verður við Austurveg 1-9, Suðurgötu 1-8 og Túngötu 4-8 á morgun, fimmtudagskvöldið 11.10.2018 frá kl 23 til kl 03 vegna viðhaldsvinnu hjá RARIK. Stutt rafmagnsleysi verður í allri Botnahlíð, Múlavegi 10, 12 og 16-59 að kvöldi 11.10.2018 á tímabilinu frá kl 24 til kl 00:30 Vegna viðhaldsvinnu. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira
Viltu taka þátt?

Föt sem framlag

Vinna við verkefnið Föt sem framlag er hafið. Hist er í Sæbóli á mánudagskvöldum kl 20 - 22 og prjónað, heklað og saumað ungbarnaföt og teppi. Nýtt er garn, gömul handklæði, teppi, efnaafganga og ungbarnaföt og útbúnir fatapakka handa ungbörnum til Hvíta Rússlands og Malavi. Ef fólk er að losa sig við þessa hluti er þeir þegnir með þökkum.
Lesa meira
Hvað veist þú um fjallkonuna?

Bókasafnið fær gjöf

Rannveig Þórhallsdóttir færði Bókasafni Seyðisfjarðar nýlega mastersritgerð sína í fornleifafræði: „Fjallkonan. „Sér hún hátt og vítt um veg“ – hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði“. Í ritgerðinni voru til rannsóknar gripir og líkamsleifar konunnar sem fannst á heiðinni árið 2004.
Lesa meira