Fréttir

Myndband frá 2017

Hýr halarófa

Hýr halarófa hefur verið partur af menningarlífi Seyðfirðinga síðast liðin ár. Viðburðurinn og gangan stækka hratt ár frá ári þar sem Seyðfirðingar, ásamt gestum, bjóða fjölbreytileika lífsins velkominn. Það er því óhætt að fara strax að hlakka til ágústmánaðar, en til gamans fylgir með linkur á myndband sem tekið var í kringum halarófuna í fyrra - hér.
Lesa meira
Samstillt og kurteis börn

Páskakanínan 2018

Páskakanínan 2018 fór fram í gær og gekk ótrúlega vel. Páskakanínan var í ár samvinnuverkefni milli kirkjunnar og foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla, þar sem ekki hefur verið starfrækt félagsmiðstöð í vetur. Þátttakan var mjög góð og þátttakendur voru hvarvetna sér og sínum til sóma og fengu börnin hrós fyrir kurteisi og jákvætt viðmót.
Lesa meira
Er þetta eitthvað fyrir þig?

Sumarnámskeið fyrir börn

Vilt þú halda sumarnámskeið fyrir börn? Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila/um til að sjá um tómstunda/frístundanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára (fædd 2008-2012). Námskeiðið er ekki bundið að efnisvali heldur má falla undir leiki, listsköpun eða útivist hvers konar.
Lesa meira
Námsferð til Danmerkur

Sænska módelið

Dagana 13.–16. mars fóru Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Ásta Guðrún Birgisdóttir aðstoðarleikskólastjóri í námsferð, ásamt fleiri stjórnendum af Austurlandi og starfsfólki félagsþjónustunnar, til Danmerkur. Tilefnið var kynning á sænska módelinu svokallaða. Það er ný nálgun, innan félagsþjónustunnar og nýtt verklag um samstarf sem skólar og félagsþjónustan á svæði félagsþjónustunnar á Fljótsdalshéraði, munu innleiða og starfa eftir á komandi misserum.
Lesa meira
Íslenskir fjallaleiðsögumenn

Umhverfissjóður - umsóknir

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018.
Lesa meira
Fögnum fjölbreytileikanum!

Downs dagurinn 21.3

Að gefnu tilefni eru allir hvattir til að muna eftir Downs deginum sem er miðvikudaginn 21. mars nk. Þann dag er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum, helst áberandi og skrautlegum sokkum. Mislitum vegna þess að við erum að fagna fjölbreytileikanum, því allir eru jú ólíkir en enginn öðrum betri.
Lesa meira
Aðalhlutverkið í auglýsingu á nýrri landsliðstreyju

Seyðisfjörður valinn

Mikill heiður er að segja frá því að kvikmyndafyrirtækið Saga film valdi Seyðisfjörð sem upptökustað á auglýsingu fyrir nýja landsliðstreyju í fótbolta. Mikil leynd hefur verið yfir frumsýningu treyjunnar og því ríkti einnig mikil leynd yfir tökunum, sem fram fóru á Seyðisfirði fyrir nokkrum dögum. Fyrst birtist stutt stríðnismyndband, þar sem lítið sem ekkert var sýnt af treyjunni en í dag klukkan 15:15 var pressunni aflétt og ný treyja leit dagsins ljós.
Lesa meira
Enn óvissustig

Rýmingu aflétt

Á fundi ofanflóðavár á Veðurstofu Íslands sem lauk rétt fyrir klukkan þrjú var ákveðið að aflétta rýmingu á reitum 4 og 6 undir Strandartindi á Seyðisfirði sem lýst var yfir í gær. Óvissustig er þó ennþá í gildi og verður aflétt síðar.
Lesa meira
Rýmt undir Strandartindi

Hættustig á Seyðisfirði

Hættustigi vegna snjóflóða var lýst yfir á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum. Í gærkvöld var ákveðið að rýma reiti fjögur og sex á Seyðisfirði undir Strandartindi. Nokkuð stórt flóð féll í Miðtanga í Strandartindi í gærkvöldi sem fór niður yfir veg.
Lesa meira
Heilsueflandi samfélag hvetur til sokkakaupa

Seyðisfjarðarhöfn styrkir Mottumars

Starfsmenn Seyðisfjarðarhafnar geta nú skartað sokkum sem keyptir voru til styrktar Mottumars átaki Krabbameinsfélagsins. Þar sem allir starfsmenn hafnarinnar eru sem stendur karlmenn og Mottumars er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum í körlum, ákvað yfirhafnarvörður að styrkja átakið á þennan hátt. Seyðisfjarðarhöfn er það mikil ánægja að geta lagt sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein og hvetur alla sem geta að taka þátt í átakinu.
Lesa meira