Fréttir

Úlpur, húfur og vettlingar eru málið!

Þjóðhátíðardagur í 6 gráðum

Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins fóru fram með pompi og pragt eins og Seyðfirðingum er von og vísa. Dagurinn hófst að venju í kirkjugarðinum, þar sem lagður var blómsveigur að leiði Björns Jónssonar frá Firði. Krakkahlaup hófst í hafnargarðinum klukkan 11, þar sem vaskir hlauparar á öllum aldri tóku þátt og stóðu sig vel. Eftir hádegi skaut Jóhann Sveinbjörnsson svo úr fallbyssunni, eins og myndin sýnir, við mikinn fögnuð áhorfenda og svo var skrúðgengið inn að kirkju þar sem fram fór hátíðardagskrá.
Lesa meira
Áfram krakkar - áfram blak - Áfram Huginn!

Krakkablak 2018-2019

Í ár æfðu um 60 krakkar blak á vegum blakdeildar Hugins. Farið var á öll mót á vegum BLÍ, Íslandsmót og bikarmót í 6. 5. 4. og 3. flokki bæði stúlkna og drengja. Farið var á Húsavík, Akureyri, Neskaupstað og í Mosfellsbæ. Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel og má nefna að 4. flokkur kvenna spilaði til úrslita í kjörísbikarnum og 2 stelpur í 3. flokki spiluðu með Þrótti Nes og urðu Kjörísmótsmeistarar í ár. 4. flokkurinn tapaði sínum leik, en frábært afrek að komast í úrslitaleikinn samt sem áður.
Lesa meira
Dagskrá / Program

17. júní á Seyðisfirði

Hátíðardagskrá 10:00 Blómsveigur lagður á leiði Björns Jónssonar frá Firði 11:00 17. júní hlaup fyrir hressa krakka. Mæting í Hafnargarðinum, skráning á staðnum. Verðlaun. 13:30 Skotið úr fallbyssu við bæjarskrifstofu, skrúðganga að kirkju
Lesa meira
Tryggur tilverugrundvöllur til framtíðar!

Lög um lýðskóla samþykkt

Þar til í gær, þriðjudaginn 11. júní, var engin löggjöf til á Íslandi um málefni lýðskóla. Tveir lýðháskólar hafa þó starfað á Íslandi síðustu ár, en þeir skulu nú samkvæmt nýrri löggjöf heita lýðskólar. Skólarnir sem um ræðir eru LungA-Skólinn á Seyðisfirði og Lýðháskólinn á Flateyri. Einnig eru áform um að setja á fót lýðskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni. Lagafrumvarpið var samþykkt samhljóða á Alþingi í gær.
Lesa meira
Viltu gerast hjólavinur?

Hjólað óháð aldri

Kæru bæjarbúar, Á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð eigum við dásamlegt hjól svo kallað Kristjaníuhjól. Í því geta 1-2 setið og svo einn sem hjólar. Bæjarbúar hafa væntanlega séð hjólið okkar í umferð á síðustu árum, en það hefur breytt mikið möguleikum okkar í útivist fyrir íbúa okkar. Hjólið er með rafmagnsmótor þannig að ekki er mikið átak að hjóla. Hjólin eru byggð á starfsemi félagsskapar sem heitir "Hjólað óháð aldri" og eru víðsvegar um land sjálfboðaliðar sem skrá sig sem hjólavini til að styðja við þetta verkefni með þátttöku sinni.
Lesa meira
Gatnagerðargjöld felld niður tímabundið

Fréttatilkynning

Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum 06.06.2019 að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld af tilbúnum lóðum. Skortur á íbúðarhúsnæði í Seyðisfjarðarkaupstað og talsvert framboð af tilbúnum lóðum til byggingaframkvæmda er ástæða þessa tímabundna verkefnis. Það er von bæjarstjórnar að það ýti undir nýbyggingar íbúðahúsnæðis í bænum. Eins og kemur fram í meðfylgjandi reglum eru gatnagerðargjöldin tímabundið felld niður og gildir í 12 mánuði.
Lesa meira
Hefði mátt vera betra útivistarveður!

Hreyfiviku 2019 lokið

Hreyfiviku er lokið, en hún var frá 27. maí til 2. júní - því miður í hálfgerðu haustveðri. Hreyfibækurnar sem settar voru á fjóra Lions bekki hafa verið sóttar og skoðaðar, sæmileg þátttaka var í verkefninu þrátt fyrir veður.
Lesa meira
Börn fædd 2006-2008

Lesklúbbur á bókasafninu

Í sumar mun Bókasafn Seyðisfjarðar starfrækja lesklúbb fyrir ungmenni fædd 2006-2008. Hist verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 9-12 á Bókasafninu. Lesnar verða þrjár bækur af eigin vali og unnið einföld verkefni í kjölfarið.
Lesa meira
Taka gildi 1. júní

Sumaropnanir í stofnunum

Vakin er athygli á að sumaropnun hefst í nokkrum stofnunum bæjarins þann 1. júní næst komandi. Þar má nefna Bókasafnið og Íþróttamiðstöðina.
Lesa meira
ATH!!!

Hreinsunardegi frestað!

Fyrirhuguðum hreinsunardegi, sem átti að vera í dag 28. maí, er frestað vegna veðurs. Athuga þarf nýja dagsetningu þegar veðráttan fer að líkjast sumri. Verður auglýst síðar. Minnt er á blóðþrýstingsmælingar í Kjörbúðinni milli klukkan 15 og 17 í dag, fólki að kostnaðarlausu, í samvinnu við Hreyfiviku.
Lesa meira