Fréttir

Varðar félagsstarf og aðra þjónustu

Bréf til eldri borgara

Eldri borgarar á Seyðisfirði hafa aðstöðu í Öldutúni. Öldutún er hús í eigu hafnarsjóðs sem kaupstaðurinn lætur eldri borgurum í té, gjaldfrjálst, gegn þrifum. Allir eldri borgarar eru velkomnir þangað. Innan eldri borgara á Seyðisfirði er starfrækt félagið Framtíðin, þar sem Helga Valdimarsdóttir er formaður og Jóhann Sveinbjörnsson er gjaldkeri.
Lesa meira
Opin til og með 8. nóvember

Sóknaráætlun Austurlands í samráðsgátt

Sóknaráætlun Austurlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið send inn í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina; markmið hennar og innihald. Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024 er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlun til að ná fram þeirri framtíðarsýn.
Lesa meira
Spennandi og drungaleg dagskrá

Dagar myrkurs 2019

Dagar myrkurs á Austurlandi eru frá 30. október til og með sunnudagsins 3. nóvember. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir Seyðisfjörð. Enska útgáfu um Daga mykrus má lesa hér. Dagskrá á öðrum stöðum á Austurlandi má finna inni á vefsíðu Austurbrúar.
Lesa meira
Landfræðilega stærsta sveitarfélag landsins

Sameining fjögurra sveitarfélaga samþykkt á Austurlandi

Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu um að sveitarfélögin fjögur verði sameinuð í eitt.
Lesa meira
86,67% með sameiningu

Niðurstöður kosninga á Seyðisfirði

Talningu er nú lokið á Seyðisfirði. 360 íbúar af 509 á kjörskrá tóku þátt í kosningunni og voru úrslitin þannig að 86,67% voru með sameiningu og 12,5% voru á móti. Auðir og ógildir seðlar voru 3
Lesa meira
Laugardagur 26. október

Úrslit kosninga

Opið verður fyrir almenning í Herðubreið laugardaginn 26. október frá klukkan 22-24. Byrjað verður að telja atkvæði klukkan 22. Úrslit munu liggja fyrir milli klukkan 23 og 24. Formaður kjörnefndar mun koma í Herðubreið og tilkynna úrslit að lokinni talningu. Úrslit munu einnig birtast á vefsíðu kaupstaðarins.
Lesa meira

Meðferð skotvopna við Seyðisfjarðarhöfn

Í kjölfar nýlegrar umræðu um seladráp á Vestdalseyri þá er rétt að koma eftirfarandi á framfæri. Öll meðferð skotvopna er óleyfileg á innra hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar nema með fengnu leyfi hafnaryfirvalda. Þar sem innri höfnin nær út fyrir Vestdalseyri þá eru veiðar ekki leyfðar þar. Til glöggvunar þá er segir í hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarhöfn „Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við innri höfnina eða á henni án sérstaks leyfis. Sömuleiðis er bannað að skjóta flugeldum á hafnarsvæðinu án leyfis.“
Lesa meira
79% þeirra sem kusu vilja sameiningu

Skuggakosningar - unga fólkið

Nýlega stóð ungmennaráð Fljótsdalshérað fyrir skuggakosningum í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í efstu bekkjum grunnskóla á Fljótsdalshéraði og í Seyðisfjarðarkaupstað. Á Djúpavogi var kosið í 1. - 10. bekk.
Lesa meira
Endurskoðuð samgönguáætlun

Fjarðarheiðagöngum flýtt

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, kynnti í Norræna húsinu í Reykjavík í morgun drög að endurskoðaðri samgönguáætlun. Þar sagði hann að Fjarðarheiðargöngum, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verði flýtt og framkvæmdir við þau hefjast árið 2022 - á fyrsta tímabili endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Áður höfðu göng til Seyðisfjarðar verið á þriðja tímabili samgönguáætlunar.
Lesa meira
Tilkynning!

Frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað á föstudaginn, 18 október, af óviðráðanlegum orsökum. Opið eins og venjulega í næstu viku. Bókaverðir.
Lesa meira