Fréttir

Aflýst!

Viskubrunnur 2019

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður hin árlega spurningakeppni Viskubrunnur ekki haldin í ár. Forsvarsmenn.
Lesa meira
Lokað verður vegna viðhalds

Tilkynning frá Íþróttamiðstöð

Mánudaginn 18. mars verður líkamsræktinni lokað í að minnsta kosti 2 vikur vegna viðhalds. Opið verður í potta og gufu. Forstöðumaður.
Lesa meira
Kynning á drögum að matsáætlun

Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfi

Seyðisfjarðarkaupstaður kynnir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði. Seyðisfjarðarkaupstaður er framkvæmdaraðili verksins og fer Framkvæmdasýsla ríkisins með umsjón þess. Mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf.
Lesa meira
Samstarf við Google Arts & Culture

Tækniminjasafnið í spennandi samstarfi

Kynnist helstu uppfinningum og uppgötvunum mannkyns með gagnvirkum hætti. Í gær, miðvikudaginn 6. mars, opnaði Google Arts & Culture Once Upon a Try (Reynt og beint) - stærstu sýningu um uppfinningar og uppgötvanir sem nokkru sinni hefur verið gerð á netinu. Safneignum, frásögnum og fróðleik frá fleiri en 110 frægum söfnum í 23 löndum, þar á meðal Tækniminjasafni Austurlands hefur verið safnað saman til að varpa ljósi á meirháttar vísindabyltingar sem orðið hafa í gegnum árhundruðin og hugsuðina að baki þeim.
Lesa meira
Kynning á vinnslustigi

Deiliskipulagtillaga fyrir Hlíðarveg og Múlaveg

Þeir sem vilja koma með ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar eru beðnir um að senda þær til skipulags- og byggingafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar á netfangið ulfar@sfk.is
Lesa meira
Heilsueflandi samfélag

Ráðleggingar um mataræði

Seyðfirðingar ættu allir að hafa fengið (ísskáps)segul frá Heilsueflandi samfélagi um síðustu helgi. Á seglinum eru ráðleggingar varðandi val á heilsusamlegu mataræði og samsetningu næringar. Nemendur í 9. og 10. bekk báru seglana út um leið og seld voru konudagsblóm. Ef einhverjir hafa ekki móttekið segla má nálgast þá hjá verkefnastjóra HSAM / þjónustufulltrúa.
Lesa meira
Sunnudagur 3. mars

Símalaus samverudagur

Samkvæmt dagatali Heilsueflandi samfélags er lagt upp með símalausum samverudegi næst komandi sunnudag, 3. mars. Símalaus samverudagur gengur út á það að símanum eða snjalltækinu er lagt frá klukkan 9 til klukkan 21 þann daginn. Með þessu vill Heilsueflandi samfélag gjarnan vekja athygli á þeim áhrifum sem notkun snjallsíma hefur á samskipti og tengsl foreldra og barna.
Lesa meira
Hvað er tölvufíkn?

Tölvufíkn

Athuga skal að fjöldi klukkutíma fyrir framan tölvu er ekki mælieining á tölvufíkn, heldur hvaða áhrif notkunin hefur á lífið. Undirliggjandi vandamál sem geta ýtt undir tölvufíkn eru til dæmis : kvíði, þunglyndi, streita, aðrar fíknir, félagsleg einangrun og fleiri félagslegir þættir.
Lesa meira
Tilboð óskast!

Endurnýjun knattspyrnuvallar

Seyðisfjarðarkaupstaður, óskar eftir tilboðum í verkið: ENDURNÝJUN KNATTSPYRNUVALLAR VIÐ GARÐARSVEG Verkið felst meðal annars í upprifi og förgun á núverandi yfirborðsefnum, landmótun, lagningu drenlagna, lagningu vökvunarkerfis, útlögn rótarlags, grassáningu og eftirfylgni. Áhugasamir sæki um útboðsgögn á netfanginu: ulfar@sfk.is og gefi upp nafn fyrirtækis ásamt upplýsingum um tengilið.
Lesa meira
Gylfi Arinbjörn Magnússon

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla fór fram á sal þann 22. febrúar síðastliðinn. Nemendur 7. bekkjar lásu þar upp og stóðu sig með stakri prýði. Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að gera upp á milli nemenda en komst að lokum að þeirri niðurstöðu að Gylfi Arinbjörn Magnússon yrði fulltrúi Seyðisfjarðarskóla
Lesa meira