Fréttir

Hjúkrunarheimilið Fossahlíð

Sjálfboðaliðastarf

Á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði búa að jafnaði 16-18 íbúar árið um kring. Margir hverjir bjuggu áður í öðrum sveitarfélögum og eiga því ekki nána aðstandendur eða stuðningsnet hér á staðnum og sumir eiga jafnvel lítið af aðstandendum hér á staðnum þrátt fyrir áralanga búsetu í sveitarfélaginu okkar. Þess vegna langar okkur að auka tengingu íbúa okkar við samfélagið með því að koma á fót sjálfboðaliðastarfi við hjúkrunarheimilið.
Lesa meira
Listsköpun, útivera og leikir

Sumarnámskeið

Skaftfell býður upp á skapandi sumarnámskeið í júní og ágúst. 18.-29. júní fyrir börn fædd 2008-2011 Námskeiðsgjald: 13.000 (20% systkinaafsláttur) 13.-17. ágúst fyrir börn fædd 2008-2012 Námskeiðsgjald: 6.500 (20% systkinaafsláttur)
Lesa meira
Fréttabréf frá rekstraraðilum

Félagsheimilið Herðubreið

Rekstraraðilar Herðubreiðar eru Sesselja Hlín Jónasardóttir og Celia Harrison. Þær tóku við húsinu í mars 2017 eftir að gerður var samningur við Seyðisfjarðarkaupstað til tveggja ára. Eftir að hafa tekið við Herðubreið í mars 2017 hafa þær stefnt á að færa nýtt líf í húsið, margt hefur verið gert hingað til og enn bjartari tímar eru framundan í félags- og menningarheimili Seyðfirðinga.
Lesa meira
Ársreikningur 2017

Ársreikningur Seyðisfjarðarkaupstaðar 2017 samþykktur

Bæjarstjórn samþykkti og áritaði ársreikning 2017 við seinni umræðu þann 14. maí 2018. Heildartekjur samstæðunnar námu 968,5. Rekstrarniðurstaða A- hluta var jákvæð um 51,7 milljónir króna en rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð sem nam 123,6 milljónum króna. Skuldahlutfall samstæðuársreiknings þ.e. A- og B-hluta samanlagt nam skv. skilgreiningu í reglugerð um fjárhagsleg viðmið 108% í árslok 2017 en þetta hlutfall var 122% í árslok 2016. Lögbundið hámark er 150%.
Lesa meira
Liggur frammi á bæjarskrifstofu

Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninga

Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninganna sem fram fara 26. maí 2018 liggur frammi á bæjarskrifstofunni Hafnargötu 44. Kjörskráin verður til sýnis almenningi á opnunartíma bæjarskrifstofunnar til kjördags. Leiðréttingar má gera á kjörskrá fram á kjördag. Kosið verður í íþróttahúsinu 26. maí frá klukkan 10.00 til 22.00
Lesa meira
Sjálfsvígsforvarnarsamtök

Úr myrkrinu í ljósið

Aðfararnótt sl. laugardags var gengið í annað sinn á Seyðisfirði "Úr myrkrinu í ljósið". Í kringum 30 manns mættu í gönguna í þetta skiptið, þar á meðal voru bæði gestir frá Egilstöðum sem og farþegar í bíl sem fylgdi hópnum. Gengið var út að háu bökkum þar sem Unnur Óskardóttir leiddi hópinn í hugleiðslustund, svo var tekin mynd áður en gengið var aftur inn að íþróttahúsi.
Lesa meira
Fröken Lilja Bryndís

Nýr Seyðfirðingur

Vilhjálmur bæjarstjóri heimsótti í morgun Lilju Bryndísi Ágústdóttir og foreldra hennar. Lilja Bryndís er dóttir þeirra Örnu Magnúsdóttur og Ágústs Magnússonar. Hún er fyrsta barn þeirra saman, en fyrir á Ágúst soninn Sindra Róbert fæddan 2004. Lilja Bryndís er fædd þann 19. desember 2017 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, hún var 49 cm og 3210 gr við fæðingu. Fjölskyldunni er óskað innilega til hamingju með litla ljósið sitt.
Lesa meira
Upplýsingasíða

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Vakin er athygli á upplýsingasíðu vegna sveitarstjórnakosninganna 2018 hér á vefsíðunni.
Lesa meira
Sveitarstjórnarkosningar 2018

Framboðslistar á Seyðisfirði

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar um framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga 2018 sem fram fara 26. maí 2018. Yfirkjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar gerir kunnugt að eftirtalin framboð hafa komið fram og verið samþykkt af yfirkjörstjórninni.
Lesa meira
Ertu fótboltaþjálfari?

Fótboltaþjálfun

Þekkir þú mögulega einhvern sem þekkir einhvern sem kann fótbolta. Eða kannt þú fótbolta? Knattspyrnudeild Hugins leitar að þjálfara, menntuðum eða áhugasömum einstaklingi, til að taka að sér þjálfun yngri flokka Hugins í sumar. Mjög gefandi og skemmtilegt verkefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Brynjari í síma 868-4291.
Lesa meira