Fréttir

Byrjar á morgun, laugardag

Íþróttaskóli Hugins

Íþróttaskólinn byrjar á morgun, laugardaginn 16. september, klukkan 10.30. Íþróttaskólinn er fyrir öll börn á leikskólaaldri og skráning fer fram á staðnum. Byrjað verður alla tíma á upphitun, svo það borgar sig að mæta tímanlega. Umsjónarmaður í vetur verður Dagný Erla Ómarsdóttir.
Lesa meira
Landslag og hljóðmyndir - Tvísöngur

Fræðsluverkefni Skaftfells

Þessa dagana eru um það bil 250 skólabörn á miðstigi frá öllu Austurlandi að koma til Seyðisfjarðar og fara alla leið upp í Tvísöng. Tilefnið er níunda fræðsluverkefni Skaftfells sem ber heitið Landslag og hljóðmyndir og hverfist um Tvísöng, en í haust eru einmitt fimm ára síðan verkið var opnað almenningi.
Lesa meira
Áform markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Könnun - uppbygging fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Seyðisfjarðarkaupstað sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í dreifbýli Seyðisfjarðarkaupstaðar, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.
Lesa meira
Trausti og Inga hætta

Tilkynning frá Dalbotni

Vegna óviðráðanlegra orsaka hafa núverandi rekstraraðilar Orkuskálans á Seyðisfirði ákveðið að hætta rekstri, í síðasta lagi 28. febrúar 2018. Þau vilja gjarnan þakka allan þann hlýhug og góðu móttökur sem þau hafa fengið. Þau vilja benda þeim sem mögulega hefðu áhuga á þessum rekstri að hafa samband við Loga L. Hilmarsson
Lesa meira
Ört vaxandi ferðaþjónusta

Ályktun um ferðamál

Opinn fundur um ferðamál var haldinn á Seyðisfirði 24. ágúst síðast liðinn og var fundurinn vel sóttur. Ferðaþjónusta hefur vaxið ört undanfarin ár á Seyðisfirði, en uppbygging innviða hefur ekki haldist í hendur við þá þróun. Nokkrar tillögur varðandi uppbyggingu voru bornar fram á fundinum til samþykktar. Fundurinn sendir frá sér eftirfarandi ályktun sem samþykkt var einróma af öllum viðstöddum.
Lesa meira
Full eining meðal allra sveitarfélaga á Austurlandi

Fjarðarheiðargöng

Stjórn SSA áréttaði með ályktun á fundi sínum þann 29. ágúst 2017 að Fjarðarheiðargöng eru forgangsmál í samgöngubótum á Austurlandi. Að auki þakkar stjórnin samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og föruneyti fyrir góða og upplýsandi fundi í heimsókn til Austurlands á dögunum.
Lesa meira
vakinn.is

Upplýsingamiðstöðin

Upplýsingamiðstöðin er staðsett í Ferjuhúsinu við höfnina á Seyðisfirði og gegnir því mikilvægu hlutverki þegar skipið Norræna kemur til hafnar með farþega sína. Einnig kemur fjöldinn allur af fólki með skemmtiferðaskipum á sumrin, sem og á eigin vegum, en allflestir leggja leið sína á Upplýsingamiðstöðina
Lesa meira
Hvað er að gerast þar núna?

LungA Skólinn

Ný önn hefst hjá LungA Skólanum þann 18. september næst komandi. Enn og aftur er fullt í skólann, eða 20 nemendur. Stórnendur hafa notað sumarfríið til að koma skólanum fyrir í nýju rými og eru mjög spenntir að hefja starfið þar. Netagerðin hefur einnig verður hreinsuð og þar er komið á vatn. Á tveggja ára planinu fyrir Netagerð verður skipt um þak, glugga og tengt fyrir rafmagni.
Lesa meira
Vetraropnun

Sundhöll

Vetraropnun í Sundhöllinni verður sem hér segir : mán / mið / fös frá klukkan 06:30-10:00 og 16:00-20:00. Þriðjudaga í september frá klukkan 16:00-20:00 og laugardaga frá klukkan 13:00-16:00. Fimmtudaga og sunnudaga er lokað. Allir velkomnir í sund.
Lesa meira
Dósamóttaka opin alla fimmtudaga

Tilkynning frá RKÍ

Vinsamlegast athugið að ekki er greitt fyrir flöskur sem eru skildar eftir fyrir utan opnunartíma. Sá peningur er lagður inn á RKÍ reikning. Þetta á einnig við þá sem koma með körin. Opnunartími er alla fimmtudaga frá klukkan 15 - 17 RKÍ Seyðisfirði.
Lesa meira