12.08.2020
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur unnið að reglum um umferðarstefnu á Seyðisfirði. Við gildistöku ákvæða auglýsingar þessarar falla úr gildi öll eldri ákvæði um umferð á Seyðisfirði. Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.
Lesa meira
11.08.2020
Júlímánuður var stór og viðburðaríkur á Seyðisfirði þrátt fyrir Covid . Hér verður stiklað á því helsta.
Fyrst ber að nefna afmælishátíð kaupstaðarins, í tilefni af 125 árum hans. Vegna covid-19 var ákveðið að halda lágstemmda opnunarhátíð laugardaginn 18. júlí, þar sem gestum var meðal annars boðið upp á kaffi og afmælisköku í Herðubreið.
Lesa meira
11.08.2020
Á fundi undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem haldinn var mánudaginn 10. ágúst 2020 var samþykkt að ganga til samninga við Gunnar Val Steindórsson um starf verkefnastjóra rafrænnar þróunar og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi. Gunnar Valur er valinn úr hópi hæfra umsækjenda.
Lesa meira
07.08.2020
Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir aðila til að stýra framkvæmdum í Gamla ríkinu.
Hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2020. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri á netfangið adalheidur@sfk.is og í síma 470-2304 á skrifstofutíma.
Lesa meira
06.08.2020
Opnað var í líkamsrækt í morgun, fimmtudaginn 6. ágúst 2020.
Einungis verður opið milli 08:00 - 20:00 mánudaga - fimmtudaga og milli 08:00 - 19:00 á föstudögum, áfram verður lokað fyrir aðgangsstýringu því ekki er hægt að tryggja þrif og fjöldatökmörkun þegar enginn starfsmaður er í húsinu. Íþróttahús mun tilkynna um allar breytingar varðandi opnun á facebook síðu sinni. Við viljum benda á nokkrar reglur varðandi líkamsræktina sem gott væri að fólk myndi tileinka sér.
Lesa meira
05.08.2020
Vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem fram fara þann 19. september nk. og utankjörfundaratkvæðagreiðslna sem hófst 25. júlí sl. geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum sótt um að vera teknir á kjörskrá. Athugið að umsóknin gildir eingöngu fyrir þessar einu kosningar.
Lesa meira
05.08.2020
Gaman er að segja frá því að Alona Perepelytsia samdi sérstakt dansverk sem hún gaf út í tilefni af 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar. Verkið heitir "Feelings" og má sjá hér. Skemmtilegt er að sjá hvernig Alona fékk bæjarbúa, unga sem aldna, til liðs við sig í dansinum. Sandra Ólafsdóttir filmaði og klippti myndbandið.
Lesa meira
05.08.2020
Eins og komið hefur fram tóku í gildi 31. júlí síðast liðinn hertar aðgerðir innanlands vegna Covid-19 sem gert er ráð fyrir að standi til 13. ágúst 2020.
Á fundi aðgerðarstjórnar almannavarna á Austurlandi í kjölfarið voru til umræðu útfærslur aðgerða sem hugsaðar eru til að stemma stigu við útbreiðslu Covid veirunnar. Óhætt er að segja að næstu dagar skipta miklu um hvernig til tekst með það.
Lesa meira
24.07.2020
Á morgun, laugardaginn 25. júlí, fer fram Flugvallarhlaup á Seyðisfirði. Hlaupið er einn af viðburðunum í tilefni af 125 ára afmæli kaupstaðarins. Vegalengdir í boði eru 8,5 km og 10 km og hefst hlaupið klukkan 10. Áhugasamir geta tekið á móti hlaupurum við Kaffi Láru / Regnbogagötu, þar sem hlaupið endar. Áætla má að fólk sé að koma í mark frá kl. 10.45 og fram til kl. 11.30.
Lesa meira
22.07.2020
Ráðið hefur verið í starf framkvæmda- og umhverfisstjóra og verkefnastjóra mannauðsmála í sameinuðu sveitarfélagi.
Lesa meira