Fréttir

26. OKTÓBER 2019

Kjörskrá vegna sameiningarkosninga

Kjörskrá, vegna sameiningarkosninga þann 26. október næst komandi liggur frammi á skrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma. Kjörskráin mun liggja frammi til klukkan 12:30 föstudaginn 25. október 2019.
Lesa meira
Hefst í dag 11. október

Til bæjarbúa - mötuneyti í Herðubreið

Af óviðráðanlegum ástæðum mun Seyðisfjarðarskóli þurfa að breyta fyrirkomulagi varðandi hádegismat. Skólinn, félagsheimilið Herðubreið, Hótel Aldan og LungA Skólinn ætla að vinna saman að því að bjóða nemendum og íbúum upp á hádegismat í Herðubreið frá og með í dag, 11. október og fram að áramótum.
Lesa meira
14.-20. október

Bíllaus vika

Tíminn flýgur áfram og það er að koma að annarri bíllausu vikunni á þessu ári, en hún verður frá mánudegi 14. október til og með sunnudagsins 20. október. Eins og áður hefur komið fram er þetta átak í boði stýrihóps heilsueflandi samfélags. Það er að hvetja fólk til að skilja bifreiðarnar meira eftir heima í hlaði og fara ferða sinna frekar gangandi eða hjólandi. Koma púlsinum aðeins á hreyfingu, njóta útiverunnar og huga að aukinni heilsuvitund.
Lesa meira
13. október klukkan 18.00

Bleik messa í Bláu kirkjunni

Seyðisfjarðarkaupstaður, heilsueflandi samfélag, og Seyðisfjarðarkirkja hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár. Októbermánuður er, eins og margir vita, á hverju ári tileinkaður baráttu gegn brjóstakrabbameini, bleiku slaufunni og almennt bleikum lit. Af því tilefni hefur síðast liðin ár verið Bleik messa í Bláu kirkjunni, þar sem fengnir hafa verið ræðamenn sem tengjast þessum sjúkdómi á einn eða annan hátt.
Lesa meira
Á morgun, 8. október, klukkan 18

Tillaga um sameiningarmál kynnt íbúum

Tillaga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar kynnt íbúum. Á fundinum verður tillaga um sameiningu sveitarfélaganna kynnt og íbúum gefst tækifæri til að koma spurningum, sjónarmiðum og ábendingum á framfæri.
Lesa meira

H A U S T R O Ð I

Á Haustroða verður nóg um að vera og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Komið og verið með í lágstemmdri og notalegri uppskeruhátíð Seyðfirðinga.
Lesa meira
Miðvikudaginn 2. október

Forvarnardagurinn 2019

Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna og hefur jákvæð samvera barna og foreldra mikið forvarnargildi. Samvera af þessu tagi ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti og eru ekki síður mikilvæg þegar komið er á unglingsaldur. Þá skiptir máli að foreldrar styðji enn við og taki virkan þátt í skólastarfi, íþróttaiðkun og tómstundanámi barna sinna og þekki vini þeirra.
Lesa meira
Hreyfing er öllu fólki lífsnauðsynleg

Viðtal mánaðarins - september

Borgþór Jóhannsson, eða Boggi eins og flestir Seyðfirðingar kalla hann, er viðmælandi septembermánaðar. Boggi hreyfir sig mikið og var meðal annars sá sem kvittaði daglega í hreyfibækurnar í Hreyfiviku á Seyðisfirði í maí og júní. Það sem fáir vita sennilega er að Boggi er fyrsti „Fjallagarpur Seyðisfjarðar“, en hann gekk á alla tindana sjö á mánaðartímabili sumarið 2007 og að hann smíðar allar stikurnar sem merkja gönguleiðir í fjöllunum hér í firðinum.
Lesa meira
Viðmiðunardagur er 5. október 2019

Kjörskrá fyrir sameiningarkosningar

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sameiningarkosninga er 5. október næst komandi en kosningarnar fara fram þann 26. október 2019. Á kjörskrá skal taka alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrár þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 2. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Minnt er á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust.
Lesa meira
Klukkan 10

Heitavatnslaust

Heitavatnslaust verður í útbænum á Seyðisfirði í dag, fimmtudag frá klukkan 10 og fram í hádegið vegna viðhaldsvinnu. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira