Fréttir

Áríðandi skilaboð

Til foreldra / forráðamanna

Áríðandi skilaboð til foreldra og forráðamanna. Biðjið börnin vinsamlegast að vera ekki að leika sér í snjóruðningunum sem hefillinn og önnur moksturstæki hafa búið til. Það getur skapað mikla hættu þegar tækin eru að vinna. Forðumst slysin!
Lesa meira
Opið !!!

Skíðasvæðið í Stafdal

Skíðasvæðið í Stafdal hefur verið opnað. Það er kominn töluverður snjór í brekkurnar og gott efni í góðan skíðavetur.. Það er opið á morgun 30. desember en lokað 31. desember og 1. janúar. Skíðasvæðið verður svo aftur opið 2. janúar milli klukkan 17 og 20.
Lesa meira
Njótum og verum þakklát

G L E Ð I L E G jól

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar bæjarbúum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi hátíðardögum. Bæjarskrifstofan verður næst opin 27.-29. desember frá klukkan 10-14. Minnum á dagskrá yfir viðburði í desember, sem má finna hér efst á síðunni.
Lesa meira
Gunnar Máni Birkisson

Nýr Seyðfirðingur

Vilhjálmur bæjarstjóri heimsótti í vikunni Gunnar Mána, 8 mánaða gaur, á Múlaveginum. Gunnar Máni er fæddur á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað þann 7. apríl 2017. Hann var 14 merkur og 50,5 cm við fæðingu. Foreldrar hans eru þau Erna Rut Rúnarsdóttir og Birkir Friðriksson. Hann er fyrsta barn foreldra sinna.
Lesa meira
Opnunartími milli hátíða

Frá Bókasafninu

Á milli hátíða verður aðeins opið á bókasafninu, fimmtudaginn 28. desember frá kl. 15-18. Gleðilega hátíð, Solla og Vera.
Lesa meira
Samþykkt fyrir árið 2018

Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 við síðari umræðu þann 13. desember 2017.
Lesa meira
Frábær gjöf frá Seyðfirðingafélaginu

Datt í lukkupottinn

Seyðisfjarðarskóli datt í lukkupottinn þegar stjórn Seyðfirðingafélagsins í Reykjavík ákvað að gefa tvær Kitchenaid hrærivélar til skólans, þær koma svo sannarlega að góðum notum. Eina slíka átti skólinn fyrir, en hefur ekki haft efni á nema ódýrum hrærivélum á hinar tvær starfsstöðvarnar í skólaeldhúsinu og þær þarf að endurnýja oft. Nú hefur verið bætt úr því og Kitchenaid vélarnar ættu að geta enst í heilan mannsaldur ef vel verður farið með þær.
Lesa meira
Nemendur í listadeild Seyðisfjarðarskóla

Jólatónleikar

Miðvikudaginn 13. desember síðast liðinn voru jólatónleikar listadeildar Seyðisfjarðarskóla haldnir í nýjum húsakynnum listadeildar. Tónleikarnir voru afrakstur haustannar skólans og stóðu nemendur, sem voru á öllum aldri, sig með afar mikilli prýði. Gaman er að segja frá því að mikið var um frumsamin verk hjá nemendum og tvær hljómsveitir og lúðrasveit stigu einnig á stokk í fyrsta sinn.
Lesa meira
Geymum kertaafgangana

Frá Rauða krossinum

Að gefnu tilefni er ítrekað að í desember og janúar verður tekið á móti kertaafgöngum og áli undan sprittkertum hjá dósamóttökunni.
Lesa meira
Efni sem varðar alla!

#metoo í dag í Herðubreið

Gaman er að segja frá því að Seyðisfjörður er einn af þremur stöðum á landinu sem standa fyrir #metoo viðburði. Viðburðurinn er í dag, sunnudaginn 10. desember, á sjálfan alþjóðlega mannréttindadaginn, og hefst klukkan 16 í Herðubreið. Það kostar ekkert inn og allir eru velkomnir.
Lesa meira