Fréttir

Varðar opnunartíma

Frá íþróttahúsinu

Föstudaginn 25. janúar lokar húsið klukkan 17.00 vegna undirbúnings þorrablóts. Opnar aftur mánudaginn 28. janúar klukkan 06. Forstöðumaður.
Lesa meira
F R É T T I R

Heilsueflandi samfélag (HSAM)

Fréttir frá HSAM hópnum á nýju ári eru þessar helstar. Ákveðið hefur verið að setja kynningarmál á sjálfu verkefninu í forgang fyrstu mánuði ársins, þ.e. kynning í bæjarstjórn, í nefndum, hjá forstöðumönnum, í stofnunum og síðast en ekki síst hjá sjálfum íbúunum. Fyrirhugaður er kynningarfundur fyrir íbúa í vor. Stýrihópurinn vill svo gjarnan að Seyðfirðingar viti að bærinn þeirra taki þátt í þessu þróunarverkefni og einnig hvað það þýði.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun 2019

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2019-2022 við síðari umræðu þann 12. desember 2018.
Lesa meira
Hvað er 'Fokk me - Fokk you'?

Frá forvarnarfulltrúa

Í Íslandi í dag í gær var viðtal við þau Andreu Marel og Kára Sigurðsson. Saman mynda þau fræðsluteymið "Fokk Me-Fokk You". Þau leggja upp með að fræða bæði hópa ungmenna og foreldra um heilbrigð samskipti á netinu og öllum þeim samskiptamiðlum sem í netheimum þrífast.
Lesa meira
Mikið hvassviðri

ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Lögregla varar við mjög miklu hvassviðri (seint) í kvöld og nótt. Fólk er því beðið um að huga vel að öllu lauslegu utandyra.
Lesa meira
Ávarpið sem tókst ekki að flytja á gamlársdag

Áramótaávarp bæjarstjóra 2018

Kæru bæjarbúar, gleðilega hátíð. Dear people of Seyðisfjörður, happy holidays.
Lesa meira
Hefst 9. janúar klukkan 13

Handavinna, eldri borgarar

Handavinna eldri borgara hefst að nýju í Öldutúni miðvikudaginn 9. janúar klukkan 13. Hægt er að óska eftir bílfari niður í Öldutún klukkan 13 hjá þjónustufulltrúa í síma 470-2305. Allir velkomnir, með eða án handavinnu.
Lesa meira
Jólakveðja

Jólakveðja

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar Seyðfirðingum og öðrum gestum síðunnar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. ATH. bæjarskrifstofan er lokuð 24. og 31. desember.
Lesa meira
ATH. breytt staðsetning - FERJUHÚS

Skötuveisla 23. desember

Skötuveisla verður þann 23. desember í Ferjuhúsinu, frá kl. 12:00 – 14:00. Á boðstólunum verður skata og saltfiskur frá Kalla Sveins. Aðgangseyrir verður litlar kr. 3500 og rennur allur ágóði af viðburðinum beint í fyrirhugaða stækkun Sæbóls sem fyrirhuguð er á nýju ári.
Lesa meira
Aðfangadagspakkar

Bréf frá Stekkjastaur

Fimmtudaginn 20. desember næst komandi á milli kl. 16 og 18, ætla elskurnar í foreldrafélagi leikskólans að aðstoða okkur bræðurna við að flokka pakkana sem við ætlum að dreifa í hús á aðfangadag. Ef einhverjir myndu vilja nýta sér það að við verðum á ferðinni á aðfangadag þá er um að gera að koma bögglunum til þeirra á þessum tíma. Verðið er kr. 1500 fyrir kjarnafjölskyldu.
Lesa meira