Fréttir

Vinnuhópur skipaður

Endurgerð knattspyrnuvallar

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að skipa í vinnuhóp vegna endurgerðar yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg. Hópinn skipa Brynjar Skúlason, formaður, Margrét Vera Knútsdóttir, varaformaður, ásamt þeim Sveini Ágústi Þórssyni og Þorvaldi Jóhannssyni.
Lesa meira
20 ára starfsafmæli tónleikaraðarinnar

Tónleikaröðin Bláa kirkjan

Tónleikaröðin fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og minnist um leið annars stofnanda hennar, Muff Worden, sem lést árið 2006, langt um aldur fram. Í ár verða fjórir tónleikar auk sérstakrar minningardagskrá um Muff. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónleikar verða á miðvikudagskvöldum í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og hefjast stundvíslega kl. 20.30.
Lesa meira
Uppfærð frétt

11 umsóknir bæjarstjóra

Einn hefur dregið umsókn sína um stöðu bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar tilbaka. Eftir standa því 11 umsóknir.
Lesa meira
Alls bárust 12 umsóknir

Umsóknir bæjarstjóra

Alls bárust 12 umsóknir vegna starfs bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Leitað verður til ráðningarskrifstofu með áframhaldandi vinnslu gagna og mat á hæfni umsækjenda.
Lesa meira
Frábært framtak!

Fjarðarheiðin hreinsuð

Karólína Ragna, gestkomandi á Seyðisfirði, tók það upp á sitt einsdæmi að hreinsa Fjarðarheiðina. Henni blöskraði umgengnin um heiðina þegar hún keyrði hana að hún fór þrjár ferðir upp á heiðina í pallbíl og safnaði saman rusli, sem hún kom svo á rétta staði.
Lesa meira
1-1-2

Lögregluvarðstjóri á Seyðisfjörð

Gaman er að segja frá því að Jens Hilmarsson hefur verið ráðinn lögregluvarðstjóri á Seyðisfjörð. Seyðfirðingar eiga von á því að sjá meira af lögreglu en þeir eru vanir. Einnig er unnið að starfsstöðvarmálum, en vonir standa til að að hægt verði að byggja upp aðstöðu á Ferjuleiru. Seyðfirðingum er bent á að til að ná í lögreglu sé best að hringa í 1-1-2 og annað hvort fá beint samband við Jens eða biðja fyrir skilaboð.
Lesa meira

Svæðisskipulagsnefnd Austurlands auglýsir, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verklýsingu að nýju svæðisskipulagi Austurlands

Samvinna sveitarfélaganna á Austurlandi hefur verið mikil síðan Samband sveitarfélaga á Austurlandi var stofnað árið 1966. Segja má að vinnan sem farið er í núna endurspegli aukna samvinnu sveitarfélaganna undanfarin ár. Upphaf vinnunnar má rekja til aðalfundar SSA 2015 á Djúpavogi. Þar var rætt um svæðisskipulag á málstofu og varð umræða innan SSA í kjölfarið til þess að ákveðið var að ráðast í gerð svæðisskipulags fyrir Austurland. Í framhaldinu ákvað stjórn SSA að svæðisskipulag Austurlands yrði sérstakt áhersluverkefni í sóknaráætlun landshlutans. Svæðisskipulagsnefnd Austurlands er skipuð 2 fulltrúum frá hverju aðildarsveitarfélagi.
Lesa meira
2. - 20. júlí

Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka

Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka hefst í Hafnargarðinu mánudaginn 2. júlí kl. 13:00. Krakkarnir þurfa að koma með sinn eigin hamar og naglabox, endilega athugið með naglakrukkur og dollur í skúrum stórfjölskyldunnar! Sagir verða á svæðinu en það má líka koma með sína eigin sög. Endilega merkið hamrana og naglaboxin, þetta verður svo geymt fyrir krakkana í Jaðri, vinnuhúsinu í Hafnargarðinu.
Lesa meira
Er þetta eitthvað fyrir þig?

Tónlistartripp

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Tónlistartripp, námskeið á vegum LungA og listadeildar Seyðisfjarðarskóla, sem haldið verður fyrir börn á aldrinum 12 til 18 ára í Lungavikunni. Enn eru laus plaus og eru allir tónlistaráhugamenn á þessum aldri hvattir til að sækja um.
Lesa meira
...og Heilsueflandi Austurland

Lýðheilsuvísar fyrir Austurland

Lýðheilsuvísar 2018, eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi, voru kynntir á Fljótsdalshéraði miðvikudaginn 6. júní síðast liðinn. Lýðheilsuvísar, sem nú koma út í þriðja sinn, eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til að veita yfirsýn og auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðu heilbrigðisumdæmanna.
Lesa meira