Fréttir

Stendur til að mæla brennisteinsdíoxíð, svifryk og jafnvel nituroxíð

Mæling mengunar

Umhverfisstofnun ætlar að setja upp mæla á Seyðisfirði til að fylgjast með mengun frá ferjunni Norrænu og skemmtiferðaskipum. Sumir íbúar óttast að í logni geti mengun safnast upp í lokuðum firðinum.
Lesa meira
Vilja vakta með gervitunglum

Sífreri í Strandartindi

Veðurstofa Íslands kannar möguleika á að vakta sífrera í Strandartindi við Seyðisfjörð með gervitunglum. Tilgangurinn er að athuga hvort hreyfing sé á stórgrýttri urð ofarlega í fjallinu sem gæti aukið hættu á skriðuföllum.
Lesa meira
Vilt þú taka þátt í mikilvægu starfi?

Huginn vantar aðalstjórn!

riðjudaginn 6. mars var haldinn aðalfundur aðalstjórnar Hugins. Fundurinn var auglýstur á sfk.is, facebook og með auglýsingum um bæinn. Skemmst er frá því að segja að fundurinn var fámennur en góðmennur! Fyrir utan stjórnarmeðlimina, mættu fulltrúi frá knattspyrnudeildinni og annar frá blakdeildinni.
Lesa meira
16. mars klukkan 12 í Herðubreið

Milljarður rís 2018

Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum! Milljarður rís er dansbylting sem haldin er víða um heim. Með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Í krafti #MeToo byltingarinnar hafa konur úr ólíkum geirum stigið fram og lýst því kynbundna ofbeldi og kynferðislegu áreitni sem þær hafa þurft að þola. Byltingin er hafin og ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið.
Lesa meira
Bjartur Aris

Nýr Seyðfirðingur

Þann sólríka og fallega dag 17. september 2017 fæddist Bjartur Aris Trivero. Hann fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað, var 52 cm og 3655 kg. Bjartur Aris er sonur þeirra Óskar Ómarsdóttur og Filippo Trivero og er fyrsta barn þeirra. Drengurinn, sem er lífsglaður, kátur og kraftmikill, tók vel á móti Vilhjálmi bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Foreldrunum er óskað hjartanlega til hamingju með gullmolann sinn bjarta.
Lesa meira
Seyðisfjarðarhöfn

Nýr þjónustubíll

Fyrir skömmu síðan bilaði gamli þjónustubíllinn á höfninni. Ekki þótti svara kostnaði að gera við allt það sem var bilað enda bíllinn orðinn gamall og búinn að þjóna sínum tilgangi vel. Hafnarráð tók þá ákvörðun að fjárfesta í nýjum bíl sem kemur til með að þjóna höfninni og notendum hennar til margra ára.
Lesa meira
Skálanes sigraði 2018

Viskubrunnur, sigurvegarar

Í gærkvöldi, miðvikudaginn 28. febrúar, fóru fram úrslit í Viskubrunni. Úrslit úr undanúrslitum voru eftirfarandi : Afl 13 - Skálanes 14, Frumkvöðlasetur 15 - frystihús / SVN 12. Úrslitaviðureignir voru eftirfarandi : Afl 18 - frystihús / SVN 11, Frumkvöðlasetur 14 - Skálanes 16. Skálanes sigraði því Viskubrunn árið 2018, Frumkvöðlasetrið var í öðru sæti og Afl í þriðja sæti. 8. og 9. bekkur vilja koma á framfæri kærum þökkum fyrir þátttökuna og stuðninginn.
Lesa meira
Bilun í ofni í gufubaði

Hárrétt viðbrögð

Litlu munaði að illa færi í gær þegar ofn í gufubaði íþróttamiðstöðvar bilaði, með þeim afleiðingum að hann hætti ekki hitna. Þökk sé hárréttum viðbrögðum forstöðumanns og starfsmanna áhaldahúss gekk allt slysalaust fyrir sig. Ekki er vitað hve lengi gufubaðið verður ónothæft, en bent á er aðstöðu sundhallarinnar, sem opnar aftur miðvikudaginn 7. mars. Unnið er að endurbótum.
Lesa meira
Úrslitin liggja fyrir í kvöld

Viskubrunnur, lokakvöld

Úrslit úr Viskubrunni í gærkvöld, þriðjudag 27. febrúar voru eftirfarandi : Stál 18 - Frumkvöðlasetur 28, Bæjarskrifstofur 23 - Skálanes 26, HSA 15 - AFL 32 og SVN/frystihús 25 - Seyðisfjarðarskóli 20. Úrslitakvöldið er í kvöld en þar etja kappi : Skálanes – AFL og Öldugata – SVN frystihús.
Lesa meira
Early bird miðar - sala hefst í dag!

Tónlistarveisla LungA 2018

LungA hátíðin á Seyðisfirði býður í fyrsta skipti upp á tveggja daga tónlistarveislu helgina 20. - 21. júlí. Sala á Early Bird miðum hefst í dag, 28 febrúar, klukkan 12:00 á tix.is. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og töluverður sparnaður í að tryggja sér einn slíkan.
Lesa meira