Fréttir

Miðvikudagar í september

Lýðheilsugöngur

Ferðafélags Íslands leggur upp verkefnið Lýðheilsugöngur 2017. Öllum sveitarfélögum á Íslandi er boðið að taka þátt í verkefninu og gleðilegt er að segja frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður ætlar að vera með. Verkefnið gengur út á að sveitarfélög útvega leiðsögumenn sem stjórna göngum, hvern miðvikudag í september, og hefjast þær allar klukkan 18. Mannað hefur verið í alls þrjár göngur á Seyðisfirði, en sú fyrsta verður miðvikudaginn 6. september. Leiðsögumaður í þeirri göngu ætlar að vera Jóhanna Gísladóttir.
Lesa meira
Vetraropnun hefst 1. september

Íþróttamiðstöð

Vetraropnun Íþróttahússins hefst í dag 1. september. Opið verður mánudaga og miðvikudaga frá klukkan 6-20, þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 8-20, föstudaga frá klukkan 6-19 og laugardaga frá klukkan 11-15.
Lesa meira
Vetrarreglur taka gildi í dag, 1. september

Útivistartími

Í dag 1. september hefjast nýjar reglur varðandi útivistartíma barna og unglinga. Á tímabilinu 1. september til 1. maí mega börn og unglingar ekki vera á almannafæri eftir því sem hér segir : 12 ára og yngri eftir klukkan 20:00. 13-16 ára eftir klukkan 22:00.
Lesa meira
fjardarheidargong.is

Fjarðarheiðagöng

Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar efast ekki um hver niðurstaða verður af vinnu starfshóps, sem samgönguráðherra hyggst skipa, til að fara yfir mögulega kosti til að rjúfa vetrareinangrun Seyðfirðinga og um að ákveðið skref í þá átt sé að ræða.
Lesa meira
Nýtt fyrirkomulag

Dýraeftirlitsmaður

Áhaldahús Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur nú tekið við umsjón með gæludýrahaldi í Seyðisfjarðarkaupstað. Framvegis skal því skrá dýr hjá dýraeftirlitsmanni, í áhaldahúsi. Síminn í dýraeftirliti er 861-7731, dýraeftirlitsmaður er Stefán Smári Magnússon.
Lesa meira
Lýkur í dag

Dýpkun í höfninni

Nú er unnið að dýpkun við bryggju í höfninni. Verið er að hreinsa framburð frá ám og lækjum auk dýpkunar, sem gerir stærri skipum auðveldara að athafna sig við bryggjur við Síldarvinnsluna. Svæðin sem dýpkað er við, eru við innsiglingu í smábátahöfnina, við flotbryggju við Strandabakka, milli Angrobryggju og bæjarbryggju, olíu og lýsisbryggju og mjölbryggju við Síldarvinnsluna og Bjólfsbakka.
Lesa meira
Vantar þig vinnu strax?

Starfsmenn vantar - SOS

Seyðisfjarðarskóli auglýsir eftir: Starfsmanni til að sjá um nemendur í lengdri viðveru, Skólaseli. Vinnutími frá 13:00-15:00 flesta daga, annað: undirbúningur og vikulegur fundur með starfsliði skólans að auki. Umsjónarmanni með félagsmiðstöð. Vinnutími eftir að skóla lýkur og tvö kvöld í viku.
Lesa meira
Sumarsiglingum lokið þetta sumarið!

Síðasta fimmtudagssigling Norrænu

Í gær sigldi Norræna sína seinustu “sumarsiglingu” fyrir sumarið í sumar. Frá og með næstu viku er Norræna komin á vetraráætlun. Hún kemur því til hafnar á þriðjudagsmorgnum klukkan 9:00 og fer aftur á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00.
Lesa meira
Vilt þú koma einhverju á framfæri?

Fjárhagsáætlun í vinnslu

Vinna við undirbúning fjárhagsáætlunar Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árin 2018- 2021 stendur yfir. Auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í kaupstaðnum um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.
Lesa meira
Illugi Elvarsson

Nýr Seyðfirðingur

Vilhjálmur bæjarstjóri heimsótti í morgun Illuga Elvarsson og foreldra hans. Illugi er fæddur þann 15. febrúar 2017 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað og hann var 16 merkur og 54 cm. Foreldrar hans eru þau Hanna Christel og Elvar Már, en fyrir eiga þau eina dóttur, Gerði fædda 2011.
Lesa meira