Fréttir

Fáanleg í Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar

Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar

Kæru Seyðfirðingar og aðrir velunnarar - takk fyrir góðar mótttökur við endurútgáfu Húsasögu Seyðisfjarðarkaupstaðar! Salan hefur farið vel af stað og þeir sem hafa áhuga á bókinni hvattir til þess að tryggja sér eintak, en fyrsta útgáfa Húsasögunnar seldist hratt upp. Til að byrja með verður bókin fáanleg í Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar og í gegnum tölvupóst info@sfk.is.
Lesa meira
Opnar aftur 5. ágúst

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðarkaupstaðar verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí. Opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 10:00.
Lesa meira
Hætt við fyrirhugaðar tilslakanir

Vegna stöðu Covid-19

Sóttvarnalæknir hefur nú lýst því yfir að áætlaðar tilslakanir á samkomubanni munu ekki eiga sér stað. Gildandi takmörkun á samkomum (hámark 500 einstaklingar fyrir utan börn fædd árið 2005 og síðar) nær til 5. júlí 2020 kl. 23:59, sjá auglýsingu.
Lesa meira

Frá Íþróttamiðstöðinni

Það er með mikilli ánægju sem tilkynnist að aðgangsstýring er komin upp í Íþróttamiðstöðinni. Þessu er háttað þannig að viðskiptavinir sem eiga árskort og hálfsárskort í ræktina komast inn að æfa með aðgangskorti frá klukkan 05:00 - 08:00 og frá klukkan 20.00 - 23.00. Frá klukkan 08:00 - 20.00 er starfsmaður í húsinu og öll þjónusta samkvæmt venju. Allir eiga að vera farnir úr húsinu klukkan 00:00.
Lesa meira

Múlaþing í fyrsta sæti

Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði, bæði í fyrsta sæti og samanlagt hjá þeim íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem tóku þátt í nafnakönnun á nýtt sameinað sveitarfélag samhliða forsetakosningunum í gær.
Lesa meira
F L U G V A L L A R H L A U P 25. júlí

125 ára afmælishlaup

Dagana 18.-26. júlí verður haldið upp á 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar með ýmsum hætti. Meðal annars verður hægt að taka þátt í götuhlaupi, svokölluðu Flugvallarhlaupi. Vegalengdir eru tvær, annars vegar 8,5 km og hins vegar 10 km. Hlaupið verður haldið laugardaginn 25. júlí og hefst klukkan 10. Skráning er á netfangið eva@sfk.is fyrir 15. júlí. Þátttökugjald er 3000 krónur.
Lesa meira
Eigið fé í árslok jákvætt!

Ársreikningur 2019

Á 1764. fundi bæjarstjórnar 10. júní síðastliðinn var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2019 tekinn til afgreiðslu. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 91,5 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 48,4 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lesa meira
Höldum áfram að standa okkur vel

Við erum öll almannavarnir!

Að gefnu tilefni eru fyrirtæki, stofnanir og verslanir á Seyðisfirði hvött til að gæta áfram vel að þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út vegna covid-19. Að hafa spritt sýnilegt fyrir viðskiptavini, bjóða upp á hanska, virða tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir skiptir áfram miklu máli. Þá er sprittnotkun á snertifleti mikilvæg sem fyrr, svo sem á innkaupakerrur, hurðarhúna og borð í verslunum og á veitingastöðum. Slíkar varúðarráðstafanir eru einnig mikilvægar á tjaldsvæðum og að leiðbeinandi sé fjögurra metra fjarlægðarregla milli tjaldstæða.
Lesa meira
Utan kjörfundar

Nafnakosning

Enn er hægt að kjósa utan kjörfundar nafn á nýtt sameinað sveitarfélag. Kosið er á bæjarskrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44, sem er opin frá klukkan 10-14 alla virka daga. Umsækjendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Hægt er að kjósa í dag fimmtudag og morgun föstudag.
Lesa meira
Skila sem fyrst

Lyklar að Íþróttamiðstöð

Þeir einstaklingar sem hafa verið með lykla að Íþróttamiðstöðinni eru beðnir að skila þeim inn til starfsmanna sem allra fyrst. Athugið þetta á ekki við um starfandi íþróttakennara.
Lesa meira