Miðvikudaginn 8. mars 2017 undirrituðu Vilhjálmur Jónsson, þá verandi bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, og Birgir Jakobsson, þá verandi landlæknir, samning þess efnis að Seyðisfjarðarkaupstaður tæki þátt í verkefninu heilsueflandi samfélag.
Hvað er heilsueflandi samfélag?
Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Hér getur verið um að ræða sveitarfélag, samliggjandi sveitarfélög, landsfjórðunga, sýslur, hverfi eða önnur svæði sem finna til samkenndar og samstöðu.
Í heilsueflandi samfélagi er stöðug áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði, draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.
Markmið Seyðisfjarðarkaupstaðar með Heilsueflandi samfélagi
- að efla heilsuvitund og stuðla að auknum lífsgæðum íbúa
„Heilsa er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninnar (WHO) ekki einungis fólgin í að vera sjúkdómalaus heldur í almennri velferð einstaklings bæði líkamlegri, andlegri og félagslegri.“


Stýrihópur heilsueflandi samfélags
Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, íþróttar- og menningarfulltrúi, dagny@sfk.is, Arna Magnúsdóttir, fulltrúi stjórnsýslunnar, arna@skolar.sfk.is, Eva Jónudóttir, þjónustufulltrúi og verkefnastjóri, eva@sfk.is
Jóhann Sveinbjörnsson, fulltrúi eldri borgara, joihill@simnet.is, Sigurveig Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur, gsigurveig@gmail.com og Svandís Egilsdóttir, skólastjóri, svandis@skolar.sfk.is
Greinar
Heilsueflandi Austurland - nóvember 2017
Áhugaverðar síður
heilsueflandi.is
heilsuhegdun.is
heilsustigar.is
isi.is
landlaeknir.is
lýðheilsuvísar 2017
reyklaus.is
sykurmagn.is
umfi.is
Hafa samband