Heilsueflandi samfélag, 2018

Staða verkefnis

Stýrihópur þróunarverkefnisins Heilsueflandi samfélag hefur sett niður línurnar fyrir árið 2018. Ákveðið hefur verið að hafa ekki eitt þema sem slíkt fyrir árið, heldur beina athyglinni meira að þverfaglegri hlutum. 

Einnig hefur verið sett saman viðburðadagskrá fyrir árið 2018, eins og það lítur út í ársbyrjun (ath. með fyrirvara um breytingar). Í henni má finna bæði gamla og nýja hluti, bæði almenna, íþróttartengda og menningartengda. Heilsueflandi samfélag snýst jú ekkert um eitt frekar en annað, nema að aukin lífsgildi almennt og aukna heilsuvitund.


Markmið 2018

  • hvetja til aukinnar heilsuvitundar meðal íbúa
  • nota feisbúkk, sem kynningar- og hvatningarmiðil
  • segja frá gönguleiðakorti og kynna gönguleiðir/hlaupaleiðir
  • óska eftir skiltum fyrir utan stofnanir „að drepa á bílum“
  • koma heilsueflandi fánum í fyrirtæki
  • vera hvatning til fyrirtækja og stofnana varðandi kynningar á þátttöku þeirra í heilsueflandi samfélagi
  • hvetja til bíllausrar viku
  • hvetja til símalausra daga
  • búa til viðburðadagatal  (sjá fyrir neðan - smellið á til að stækka)

  heilsueflandi samfélag