Heilsueflandi samfélag, 2019

Staða verkefnis

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags hefur nú sett niður verkáætlun fyrir árið 2019 og búið til nýtt viðburðadagatal. Hópurinn vinnur áfram að hugtakinu heilsuefling, beitir sér fyrir hönd bæjarbúa við að gera bæinn vænlegri í allar áttir; til búsetu og vellíðunar og til að auka lífsgildi fólks almennt.

Talið er vert að minna á að : „Heilsa er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninnar (WHO) ekki einungis fólgin í að vera sjúkdómalaus heldur í almennri velferð einstaklings bæði líkamlegri, andlegri og félagslegri.“


Markmið 2019

 

Áfram frá árinu 2018

  • hvetja til aukinnar heilsuvitundar meðal íbúa
  • hvetja fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í heilsueflandi samfélagi
  • hvetja til bíllausrar viku
  • hvetja til símalausra daga
  • viðburðadagatal (með fyrirvara um breytingar)

 

Dagatal 2019

Athugið; smellið gjarnan á dagatalið til að stækka það.

hsam

Heilsueflandi Seyðisfjarðarskóli

Seyðisfjarðarskóli leik- og grunnskóladeild tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli. Á skólaárinu 2018-2019 er gert ráð fyrir að vinna með stoðina starfsfólk, en einnig verður unnið áfram með lífsleikni sem mikilvægt þema með nemendum.


Hreyfivika 2019

Hreyfivikan verður með töluvert breyttu sniðu þetta árið. Ákveðið hefur verið að nota vikuna til að skoða alla þá hreyfingu sem á sér stað á Seyðisfirði. Fjöldinn allur af fólki stundar hreyfingu innan bæjarmarkanna og í hreyfiviku verður það skoðað betur og mögulega tíundað. Einnig verður skoðaður sá möguleiki að bjóða fólki að skrá sína hreyfingu á netinu, sem svo yrði tekin saman í frétt fyrir vefsíðuna. Öll hreyfing er góð, úti, inni og alls staðar.


Viðtal mánaðarins

Janúar - Lárus og Halla
Febrúar - Óla Mæja  
Mars - Anna Guðbjörg 
Apríl - Jonny og Ida
Maí - Óli Sig
Júní - Jóhanna Mag.
Júlí - sumarfrí
Ágúst - Arnar Klem.
September - Boggi
Október - Kristín og Sigrún
Nóvember -
Desember -