Heilsueflandi samfélag, 2020

Staða verkefnis

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags hefur nú sett niður verkáætlun fyrir árið 2020 og búið til nýtt viðburðadagatal. Hópurinn vinnur áfram að hugtakinu heilsuefling, beitir sér fyrir hönd bæjarbúa við að gera bæinn vænlegri í allar áttir; til búsetu og vellíðunar og til að auka lífsgildi fólks almennt.

Talið er vert að minna á að : „Heilsa er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnuninnar (WHO) ekki einungis fólgin í að vera sjúkdómalaus heldur í almennri velferð einstaklings bæði líkamlegri, andlegri og félagslegri.“


Markmið 2020

  • kynning á Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs (lok febrúar) 
  • eldri borgarar
  • erlendir íbúar
  • fastir árlegir viðburðir 

 

Áfram frá árinu 2019

  • hvetja til aukinnar heilsuvitundar meðal íbúa
  • hvetja fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í heilsueflandi samfélagi
  • hvetja til bíllausra daga
  • hvetja til símalausra daga
  • viðburðadagatal (með fyrirvara um breytingar)
  • samvinna við Sey.kirkju, lögregluna, Lions, sjúkraliða á HSA og fleiri

 

Dagatal 2020

Athugið; smellið gjarnan á dagatalið til að stækka það.

hsam


Hreyfivika 2020

Hreyfivika verður frá 25.-31. maí. Hreyfivikan er árlegur viðburður í Evrópu. Hreyfivika er hluti af stærra verkefni sem kallast Now we Move. Markmið hreyfiviku er að hjálpa fólki að finna sér hreyfingu við hæfi, sem það getur stundað reglulega.

Árið 2018 varð Hreyfivikan MOVE WEEK stærsta lýðheilsuherferð í Evrópu sem hefur það að markmiði að því að fjölga íbúum álfunnar sem hreyfa sig reglulega.