Menning og listir

Menningarmiðstöðin Skaftfell

Mikil áhersla hefur verið lögð á að tengja móttöku ferðamanna sögunni, menningu og listum. Miðstöð þessarar starfsemi er í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þar er jafnframt til húsa glæsilegur myndlistarsalur. Alþjóðlegar jafnt sem innlendar myndlistarsýningar prýða þar sali flesta daga ársins. Auk þess eru í húsinu netk@ffi, Bistro og vinnustofa listamanna.


Tækniminjasafn Austurlands

Tækniminjasafn Austurlands fjallar um sögu Íslands með áherslu á tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag. Sýndir eru meðal annars munir, minjar, hús, myndir og verkferlar. Safnið er einnig byggðasafn Seyðfirðinga.


LungA

LungA, listahátíð ungs fólks, er haldin á Seyðisfirði í júlí ár hvert. Á  dagskrá eru fjölbreyttar listasmiðjur sem  starfræktar eru frá þriðjudegi til laugardags, fjölbreyttir viðburðir, s.s. tónleikar, uppskeruhátíð smiðjanna,  myndlistarsýningar, leiksýningar og fleira og fleira.


LungA skólinn

LungA skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2013 og er tilraunakenndur jarðvegur fyrir sköpun, listir og fagurfræði. Markmið skólans er að vera skapandi vettvangur fyrir einstaklinginn þar sem sköpunargáfan er skoðuð út frá sögulegu og samfélagslegu samhengi. Skólinn er einstakur hér á landi, en byggir að miklu leyti á hugmyndum og reynslu lýðháskólanna á norðurlöndum og er jafnframt fyrsti listalýðháskólinn á Íslandi. 


Bláa kirkjan

Bláa kirkjan er tónleikaröð sem haldin er árlega. Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af Muff Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi og hefur verið haldin óslitið síðan þá. Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20:30 yfir sumartímann. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín.