Bláa kirkjan

Bláa kirkjan

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnuð árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni. Um er að ræða sjö tónleika röð og fara tónleikarnir fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júní, júlí og ágúst. Um er að ræða atvinnumenn í klassískri tónlist jafnt sem þjóðlaga-, jazz- og einstaka alþýðutónlist.

Sumartónleikaröðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af föstum menningarviðburðum í tónlistarlífi Austfirðinga. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar og færi gefst á að hlýða á marga af færustu tónlistarmönnum landsins í frábærum tónleikasal Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði.


Tónleikaröð 2017

 

5. júlí Camerarctica – Leikandi og leifrandi sumartríó
Efnisskráin samanstendur af litríkum verkum fyrir klarinettu, fiðlu og píanó þar sem heyra má ólík stílbrigði tónlistar millistríðsáranna, m.a áhrif frá franskri kaffihúsa- og götutónlist, jazzi, armenskum þjóðlögum, argentískri tangótónlist og klezmer. Tríó Camerarctica skipa Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari.

12. júlí Icewegian – Sjóðheitur íslensk-norskur jazz
Icewegian er íslensk-norsk hljómsveit sem hefur starfað fimm ár. Meðlimir eru Íslendingarnir Sigurður Flosason á saxófón og Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar ásamt með Norðmönnunum Per Mathisen á bassa og Rolv-Olav Eide á tommur. Hljómsveitin flytur frumsamda tónlist.

19. júlí Sigrún Magna Þorsteinsdóttir – Konurnar og orgelið
Orgeltónlist kvenna í ýmsum stílum, frá ýmsum tímabilum, stór verk og lítil, hugljúf og ljóðræn en líka gáskafull, dansandi og dramatísk.

26. júlí Þóra Einarsdóttir, Björn Ingibergsson og Svanur Vilbergsson – Óður til tónlistarinnar. Klassísk sönglög við gítarundirleik
Á tónleikunum verða flutt þekkt sönglög eftir Schubert, Händel og fleiri við klassískan gítarundirleik. Flytjendur eru Þóra Einarsdóttir sópran, Björn Ingibergsson tenór og Svanur Vilbergsson gítar.

2. ágúst Duo Atlantica – Mitt er þitt
Á tónleikunum „Mitt er þitt“ munu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui flytja þjóðlög frá Íslandi, Bretlandseyjum og Spáni, þar á meðal á basknesku, valensíanó, kastilísku og ladínó.

9. ágúst Einar Bragi og Jón Hilmar ásamt hljómsveit – Heimabrugg
Gítarleikarinn Jón Hilmar og saxófónleikarinn Einar Bragi ásamt hljómsveit leika sína eigin heimabrugguðu tónlist ásamt því að leika nokkur af uppáhalds lögunum sínum. Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar þar sem austfirskur tónlistarandi svífur yfir Bláu Kirkjunni.

 

Aðgangseyrir er 3000 kr og allir tónleikar hefjast kl. 20:30

Nánari upplýsingar veitir Elfa Hlín Pétursdóttir, verkefnastjóri Bláu kirkjunnar, í síma 470-3861 og með tölvupósti blaakirkjan@blaakirkjan.is


The program 2017

 

5. júlí Camerarctica – Playful – flashing summer trios
At this concert, you will hear colourful trios for clarinet, violin and piano where different styles of music from the inter-war years will be at the forefront. Influences stem from French cafe music, jazz, Armenian folk music, Argentinian tango and Klezmer. Trio Camerarctica consists of Ármann Helgason clarinet, Hildigunnur Halldórsdóttir violin og Ingunn Hildur Hauksdóttir piano.

12. júlí Icewegian – Hot Icelandic – Norwegian jazz
Icewegian is an Icelandic-Norwegian band that has been active for the past five years. The members are Icelanders Sigurður Flosason on saxophone and Andrés Þór Gunnlaugsson on guitar together with Norwegians Per Mathisen on bass and Rolv-Olav Eide on drums. The band plays original music by all its members.

19. júlí Sigrún Magna Þorsteinsdóttir – Women and the organ
Organ music by female composers from the last few hundred years, different styles, large compositions and smaller ones, touching and poetic but also playful and dramatic.

26. júlí Þóra Einarsdóttir, Björn Ingibergsson and Svanur Vilbergsson – Ode to the Music. Well known Lieders and Songs accompanied by a classical guitar
Classical song concert accompanied with a classical guitar. The program consists of compositions by Schubert, Händel and Sor. The performers are Þóra Einarsdóttir soprano, Björn Ingibergsson tenor and Svanur Vilbergsson guitar.

2. ágúst Duo Atlantica – Mine is Yours
A celebration of the timeless jewels that have been passed on from generation to generation, this recital offers beloved folk songs from three countries that are all connected by the Atlantic Ocean: Iceland, Ireland and Spain.

9. ágúst Einar Bragi og Jón Hilmar and band – Homemade
The guitarist Jón Hilmar and saxophone player Einar Bragi with their band will play their own music as well as some of their favourite numbers. A diverse and interesting concert where East Iceland’s music will be honoured.

The price is 3000kr and all concerts starts at 20.30h.