Bláa kirkjan

Bláa kirkjan

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnuð árið 1998 af söngkonunni og tónlistarkennaranum Muff Worden sem kom frá Bandaríkjunum til að kenna við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Muff lést langt fyrir aldur fram árið 2006 og er tónleikaröðin haldin í minningu og til heiðurs henni. Um er að ræða sjö tónleika röð og fara tónleikarnir fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júní, júlí og ágúst. Um er að ræða atvinnumenn í klassískri tónlist jafnt sem þjóðlaga-, jazz- og einstaka alþýðutónlist.

Sumartónleikaröðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af föstum menningarviðburðum í tónlistarlífi Austfirðinga. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar og færi gefst á að hlýða á marga af færustu tónlistarmönnum landsins í frábærum tónleikasal Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði.


Tónleikaröð 2019

  • Aðgangseyrir er 2.800 kr, 1.800 kr fyrir 67 ára og eldri, öryrkja & námsmenn og frítt fyrir 16 ára og yngri.
  • Allir tónleikar hefjast kl. 20:30

Nánari upplýsingar veitir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri Bláu kirkjunnar, í síma 470-3807 og með tölvupósti blaakirkjan@blaakirkjan.is


The program 2019

  • The price is 2.800 isk, 1.800 isk for 67 years and older, disabled & students and free entrance for 16 years and younger.
  • All concerts starts at 20.30h.

More informations on tel: 470-3807 or email : blaakirkjan@blaakirkjan.is