LungA listahátíð

LungA - Listahátíð ungs fólks, AusturlandiLungA
Sími : 861 7789

Netfang : lunga@lunga.is
Vefsíða LungA
Facebook síða LungA


LungA er alþjóðleg listahátíð sem fram fer á Seyðisfirði ár hvert í júlí. Markmið hátíðarinnar hefur verið frá upphafi að efla áhuga ungs fólks á menningu og listum. Kjarni hátíðarinnar er fjölbreyttar listasmiðjur undir stjórn þekktra og minna þekktra listamanna. Gjaldi er stillt í hóf svo allir eigi möguleika á þátttöku óháð búsetu eða efnahag. Hátíðin er "non profit” viðburður, styrktur af opinberum sjóðum, fyrirtækjum og einkaaðilum. Helstu bakhjarlar hátíðarinnar er Seyðisfjarðarkaupstaður og til langs tíma Evrópa unga fólksins og Uppbyggingarsjóður Austurlands (áður Menningarráð Austurlands).


LungA ráð 2017 :

Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri
Aðalheiður Borgþórsdóttir, fjármálastjóri
Sesselja Hlín Jónasardóttir, listasmiðjustjóri
Hilmar Guðjónsson, listasýningastjóri
Rögnvaldur Skúli Árnason, tónlistarsjóri
Ólafur Daði Eggerstsson, markaðsstjóri 

 

LungA lógó