Tækniminjasafn

TækniminjasafnTækniminjasafn Austurlands
Hafnargata 44
Sími : 472-1696
Netfang : tekmus@tekmus.is
Vefsíða Tækniminjasafns
Forstöðumaður Pétur Kristjánsson


Tækniminjasafn Austurlands er staðsett á Seyðisfirði og hefur aðsetur í nokkrum sögufrægum húsum.

Tækniminjasafnið fjallar um sögu Íslands með áherslu á tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag. Sýndir eru m.a. munir, minjar, hús, myndir og verkferlar. Safnið er sérhæft sem minjasafn er fjallar um nútímavæðingu og aðrar menningarminjar sem eru ekki til sýnis í mörgum öðrum söfnum landsins.

Tækniminjasafnið sýnir hvernig tæknibreytingar á fjölmörgum sviðum, t.d. véltækni, rafmagn, fjarskipti, samgöngur og byggingalist eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Safnið er einnig byggðasafn Seyðfirðinga.