Aðalfundur íþróttafélagsins Hugins

Aðalstjórn Íþróttafélagsins Hugins boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 22. maí 2019 kl. 17:15, í aðstöðu félagsins á efri hæð Íþróttamiðstöðvar Seyðisfjarðar.
--------------------------------------------
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Ársreikningar og skýrsla stjórnar
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
5. Önnur mál
--------------------------------------------
Fyrir liggur að núverandi formaður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Við hvetjum áhugasama til að gefa kost á sér.
Tillögur að lagabreytingum skulu berast til aðalstjórnar eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. miðvikudaginn 15. maí 2019, í tölvupósti á netfangið adalstjorn@huginn.one eða útprentaðar(undirritaðar).

Hvetjum allt áhugafólk um íþróttatengd málefni til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum.
Léttar veitingar í anda „Heilsueflandi samfélags“

F.h. aðalstjórnar
Örvar Jóhannsson,
fráfarandi formaður