BRAS: Sólarprent

Einföld, skapandi og umhverfisvæn listsmiðja þar sem prentað er með aðstoð sólarljóss. Ljósmyndarar frá Ströndinni Studio munu leiða þátttakendur í gegnum ferlið. - Sólarprent er elsta ljósmyndaaðferðin og var áður notuð til að gera eftirmyndir af plöntum án þess að nota myrkraherbergi og framköllunarvökva. Þetta er jafnframt einfaldasta ljósmyndaðferðin og verður í smiðjunni notast við jurtir og blóm, gamlar negatívur eða klippimyndir til að setja saman myndirnar. Að smiðju lokinni munu þátttakendur taka afraksturinn með sér heim.

Leiðbeinandi: Zuhaitz Akizu (fer fram á ensku)

Aldur: 6-12 ára  

Hámarksfjöldi: 8 börn (ásamt 1-2 fullorðnum sem fylgir hverju barni)

Ekkert þátttökugjald!

Það eina sem þarf að gera er að skrá sig hjá fraedsla@skaftfell.is