Dagar myrkurs 2020

Dagar myrkurs er byggðahátíð Austurlands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt til að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf.
 
Í Herðubíó verður Halloweekend - hryllingsmyndaþema! Þorir þú?
 
Bókasafn Seyðisfjarðar:
*Sektarlausir dagar 28.-30.okt.
*Bókamarkaður
*Gefins bækur
*Sætar syndir
 
AFTURGANGA
Vegna covid-19 verður ekki hefðbundin afturganga. Íbúar eru þó hvattir til þess að ganga aftur sjálfir í rökkrinu.. Hver veit nema þú rekist á myrkaverk?
ATH: Slökkt verður á götulýsingu milli kl. 20:00-21:00 föstudagskvöldið 30.október.
Slökkvum ljósin líka heima!
Íbúar og stofnanir eru hvött til að lýsa upp heimili sín og fyrirtæki og í ár hvetjum við sérstaklega til þess að allir íbúar velji einn glugga á áberandi stað til að skreyta. Þemað í glugganum getur verið af hvaða toga sem er t.d. rómantískur gluggi, draugagluggi, tröllagluggi eða Hrekkjavökugluggi. Hér gildir að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn!
 
30.október er búningadagur á öllu Austurlandi! Klæðum okkur upp, gerum okkur glaðan dag og setjum myndir á samfélagsmiðla #dagarmyrkurs
 
Íþróttaskólinn:
Daga myrkurs þema í íþróttaskólanum.
Börn mega koma með vasaljós með sér.
 
HREKKJAVÖKUBALL
Laugardaginn 31.október í Herðubreið
1.-4.bekkur kl. 16:00-17:00
5.-10.bekkur kl. 19:00-21:00
 
Ljósmyndasamkeppni
Öllum er velkomið að taka þátt, eina skilyrðið er að þemað „Myrkrið“ njóti sín á myndunum sem sendar eru inn. Veitt eru verðlaun uppá 50.000.- fyrir fyrsta sætið og Austurbrú áskilur sér rétt til að nota innsendar myndir til að kynna hátíðina. Myndir skal senda inná netfangið dagarmyrkurs@austurbru.is og er síðasti skiladagur 1. nóvember nk.
 
Á Dögum myrkurs er hvatt til samveru fjölskyldna. Til dæmis er hægt að koma saman og skera út í grasker og/eða rófur eins og gert var til forna. Taka myndir af listaverkunum og setja á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #dagarmyrkurs.
Einnig er hægt að baka alls konar kökur, t.d. bollakökur sem hægt er að skreyta á fjölbreyttan hátt. Þannig getum við fengið hugmyndir hvert hjá öðru og átt góðar samverustundir saman.
 
Minnt er á að hátíðin á sér sterkar rætur en uppruna Hrekkjavöku, sem haldin er 31. október ár hvert, má rekja til Kelta. Til forna færðu þeir þakkir fyrir uppskeru sumarsins og kölluðu hátíðina sína hátíð hinna dauðu. Sambærileg hátíð var haldin á Íslandi fyrir kristnitöku er kölluð var Veturnætur og hefur þjóðfræðingurinn Terry Gunnell bent á að Hrekkajvökuhátíðin eigi sér þannig í raun íslenskan uppruna. Þessi keltneska/íslenska hátíð fluttist síðan til vesturheims með Keltum og þekkjum við hana í dag sem Hrekkjavöku. Hefð hefur því skapast fyrir því að tvinna saman þessum fornu hefðum og gera þær að okkar byggðahátíð um vetur.
 
 
dagarmyrkurs