Eyrarrósin 2020 afhent

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn FIMMTUDAGINN 13. febrúar næstkomandi á Seyðisfirði, heimabæ handhafa Eyrarrósarinnar 2019; listahátíðarinnar List í ljósi. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin. Verðlaunin verða afhent klukkan 16 og klukkan 17 verður opnunarhátíð List í ljósi 2020.

Eyrarrósin, sem nú er veitt í sextánda sinn, er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu.

Þrjú verkefnanna hljóta formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2020. Þau eru: Kakalaskáli í Skagafirði, Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.