Opinn fundur um stöðu ferðamála á Seyðisfirði

Laugardaginn 24. júní 2017 frá kl. 13:00-15:00 í Ferjuhúsinu. Á fundinum verður rætt um fjölgun ferðamanna og skemmtiferðaskipa á Seyðisfirði, hvernig staðan er núna, hvernig við getum haft stjórn á þróuninni til framtíðar með það í huga að koma með mótandi tillögur sem innlegg í stefnumótun fyrir málaflokkinn. Hér er á ferðinni málefni sem snertir flesta fleti mannlífs á Seyðisfirði. Viljir þú hafa áhrif hvetjum við þig eindregið til þess að mæta.

Allir hjartanlega velkomnir,
Alla, Dagný og Jessica.