Íbúafundur vegna sameiningar sveitarfélaga verður haldinn á Seyðisfirði 2. apríl.

TAKTU ÞÁTT Í AÐ MÓTA SVEITARFÉLAGIÐ AUSTURLAND

 

Íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er boðið til íbúafunda til að móta tillögur að sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.

Markmið fundanna er að kynna hugmyndir að uppbyggingu stjórnskipulags og framkvæmd verkefna í sameinuðu sveitarfélagi og heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar. Fundirnir fara fram milli kl. 18 og 21:30. Þátttakendum verður boðið upp á súpu og meðlæti. 

 

1. apríl í Fjarðarborg, Borgarfjarðarhreppi.
2. apríl í Herðubreið, Seyðisfjarðarkaupstað
3. apríl á Hótel Framtíð, Djúpavogshreppi
4. apríl á Hótel Valaskjálf, Fljótsdalshéraði