Kynning á félagsþjónustu

Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri verður með kynningu á starfsemi félagsþjónustunar þriðjudaginn 10. mars klukkan 17. Kynningin er í boði Heilsueflandi samfélags og verður í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar.

Meðal annars verður farið yfir starfsemi félagsmálastofnunar, hvað er í boði, hvert ber að leita, hvernig verður þetta í sameinuðu sveitarfélagi og fleira.

Seyðfirðingar eru hvattir til að mæta.

hsam