List í ljósi

LIGHTING UP SEYÐISFJÖRÐUR, ICELAND

Listahátíðin List í Ljósi presents

List í Ljósi – Art in Light Festival 14 & 15 February 2020

18:00 – 22:00


Listahátíðin, List í ljósi, verður að þessu sinni haldin í fimmta sinn dagana 14.-15. febrúar  á Seyðisfirði. Eins og fyrri ár verður bærinn upplýstur í myrku skammdeginu og fagnar um leið hækkandi sól. Búast má við töfrandi ljósadýrð sem allir geta notið. Einnig má geta þess að hátíðin hlaut Eyrarrósina árið 2019 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni

Á hverju ári fagnar List í ljósi endurkomu sólarinnar aftur til Seyðisfjarðar með ljósaverkum eftir bæði innlenda og erlenda listamenn. Þannig munu listaverkin umbreyta Seyðisfjarðarbæ og stórbrotinni nátttúru í uppljómað undarland með listaverkum eftir bæði innlenda og erlenda listamenn. Um er að ræða fjöldan allan af ólíkum listaverkum s.s. skúlptúrum, myndvörpu, hljóð- og videoverkum sem listamennirnir hafa mótað að staðháttum og fagna þar með ljósinu eftir fjóra mánuði í skammdegi.

Þessi framsækna og einstaka listahátíð laðar að sér bæði gesti og breiðan hóp listamanna hvaðanæva að úr heiminum með metnaðarfullri dagskrá. Samhliða ljósahátíðinni er viku dagskrá sem samanstendur af alþjóðlegum kvikmyndasýningum, gjörningum, pallborðsumræðum sem og sjálfri ljósadýrðinni. Hátíðin hefur  undanfarin fimm ár orðið spennandi suðupottur skapandi fólks dagana 10.-14. febrúar í menningarsetri og félagsheimili Seyðisfjarðar, Herðubreið.

“Við hlökkum gríðarlega til að halda uppá fimm ára afmæli Listar í ljósi núna árið 2020” segir Celia Harrison annar framkvæmdarstjóri hátiðarinnar. “Gestir geta átt von á fágætu sjónarspili sem hyllir landslagið og umhverfið allt. Í febrúar heldur veturkonungur náttúru Seyðisfjarðar í heljargreipum og oft er ófært í fjörðinn. Því má með sanni segja að hátíðin sé fyrir þá ævintýragjörnu. Hugsið ykkur! Upplýstir fossar, framsækin vídjóverk vörpuð á veggi húsanna í bænum og ævintýralegir skúlptúruar sem bráðna inní landslagið.”

Verkin á hátiðinni munu lifna við helgina 14.-15. febrúar frá 18:00 - 22:00 eftir að slökkt hefur verið á ljósunum í bænum. Einnig hafa norðurljósin ekki látið sitt eftir liggja og dansað á vetrarhimninum fyrir áhorfendur. Sjón er sögu ríkari! 

* Allar sýningar, gjörningar og aðrir viðburðir á hátíðinni eru gestum að kostnaðarlausu. Allar frekari upplýsingar má sjá á vefsíðunni hér.


Celebrating its fifth year, recipient of the culture award of Iceland and a must-do experience in East Iceland, List í Ljósi announces its dates to light up Seyðisfjörður.

Every year the award-winning List í Ljósi festival celebrates the return of the sun to a remote, East Iceland fjord. During the final days of darkness, the town of Seyðisfjörður turns off all of its lights and welcomes a selection of international and national artists to illuminate the wild landscape with contemporary artworks, on a thrilling scale. 

Local and international artists have created installations and performances that visitors can experience for free on the 14th–15th of February 2020.

Alongside the unique outdoor exhibition, this renowned, free festival attracts visitors and participants from across the globe to experience a week-long program of international film screenings, performances, talks, panels and events to both generate and gather a creative community from the 10th-14th of February 2020 at the towns community and culture center Herdubreid.

This free event transforms East Iceland town Seyðisfjörður into a brightly lit wonderland of installations, sculptures and performances. Artists from Iceland and across the world have created custom works that celebrate the arrival of the sun after four long months of shadow, inspired by the unique landscape of Iceland’s east coast.

Artists for the 2020 event are creating new works that connect with the landscape. A Nordic Residency Programme has enabled several of the selected artists to realise their works while completing a residency in Seyðisfjörður as well artists in residence from Skaftfell Center for Visual Arts.

“We are thrilled to celebrate the festival’s fifth anniversary and the programme for 2020.” says Art in Light director Celia Harrison, “Expect to see works that celebrate the landscape and truly reflect the fjord location and mountains. This time of year, the snow covers the landscape and sometimes the only road to the town is closed from snowfall. This festival is for the adventurous. Imagine illuminated waterfalls, projection mapped buildings and ethereal sculptures melting into the landscape.”

Between 18:00–22:00 each night all lights in the town will go out, and the illuminated artworks will emerge from the darkness to surprise and delight visitors. The night sky may also put on its own light show with the northern lights forecast. You have to be there to believe it.

Alongside the two-night art trail, the festival includes a free programme of films, talks, exhibitions and events from the 10th – 14th February daily at Herðubreið Community and Culture Center.

Art in Light 2020 is supported by Nordisk Kulturfond, Uppbyggingarsjóður Austurlands and the Seyðisfjörður Municipality as part of its Cultural Events Portfolio.

All exhibitions, performances, films and programs are free to the public. For more information visit listiljosi.com