LungA tónlistarveisla

LungA hátíðin á Seyðisfirði býður í fyrsta skipti upp á tveggja daga tónlistarveislu helgina 20. - 21. júlí. Sala á Early Bird miðum hefst í dag, 28 febrúar, klukkan 12:00 á tix.is. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og töluverður sparnaður í að tryggja sér einn slíkan.

Early bird verð, einn dagur – 5900 kr. Early bird verð, helgarpassi – 8900 kr. Einn dagur – 7900 kr Helgarpassi – 10900 kr.

Tónleikarnir verða veglegir í ár og spanna allt frá hágæða poppi, alþjóðlegu hip hoppi og artí elektroniku. Headlænerinn í ár kemur frá Bandaríkjunum og er engin önnur en hin valinkunna Princess Nokia, sem er þekkt fyrir líflega framkomu, framsækna og feminíska teksta. 

Sjá hér.