Milljarður rís 2019

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi - Milljarður rís fer - fram í Félagsheimilinu Herðubreið þann 14. febrúar næstkomandi.

Milljarður rís er viðburður sem haldinn er víða um heim þar sem rúmur milljarður fólks dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Það er ömurleg staðreynd að konur um allan heim þurfa að þola óþolandi ofbeldi. Við mjökumst þó hægt og rólega í rétta átt og það verður ljósara með hverjum deginum að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið.

Við hvetjum alla til að næla sér í nýju FO-húfuna fyrir viðburðinn en hún fæst hér og í verslunum Vodafone. Ekki missa af stærstu dansveislu heims – mætum og gefum ofbeldi fingurinn enn einu sinni!

Munið myllumerkið er #milljarðurrís

//

The annual dance revolution against gender-based violence will take place in Félagsheimilið Herðubreið 14th of February. One Billion rising is a global event where over a billion people come together and dance towards a world where everyone has a right to the same opportunities without fear of violence.

Violence against women is a global pandemic. Thankfully we are slowly moving in the right direction and it’s becoming clearer with each day that violence against women will no longer be tolerated.

We encourage everyone to get the FO-beanie before the event. You can get it here  or at Vodafone stores. Don’t miss out on the dance party of the year! Let's come together and show violence the finger once and for all.
Remember the event hashtag #milljarðurris