Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2019

Þrítugasta Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 15. júní. Hlaupið verður frá Sólveigartorgi klukkan 10.30. Þrjár vegalengdir eru í boði; 3,5km - 5km - 10km.

Ekki þarf að skrá sig sér­stak­lega í hlaupið. Hægt er að kaupa boli á hlaupa­stöðunum og kosta þeir 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri.

hsam