Stelpur rokka

Rokkbúðirnar eru fimm daga langar og hver dagur er pakkaður af hljómsveitaæfingum, hljóðfærakennslu, hópefli og áhugaverðum vinnusmiðjum. Þátttakendur semja frumsamið lag saman í hljómsveit og flytja á lokatónleikum! Gisting og kvöldmatur er í boði fyrir þá sem vilja. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Skráning og frekari upplýsingar á stelpurrokka.is.