Sýning leikskólabarna

Í tilefni af Dagi leikskólans, 6. febrúar, hefur verið sett upp sýning á verkum leikskólanemenda og ljósmyndum úr skólastarfinu í Rauða skóla. Nemendur og kennarar leikskóladeildar hvetja alla til að koma við og skoða sýninguna sem verður uppi fram að vetrarfríi Seyðisfjarðarskóla, eða til 16. febrúar.

Einnig er að hefjast hugmyndavinna að bættu útileiksvæði við leikskóladeildina og hvetjum við nemendur, kennara og foreldra innan Seyðisfjarðarskóla sem og alla bæjarbúa til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Hugmyndatöflur hanga uppi í leikskóladeild og grunnskóladeild.