Þorrablót Seyðfirðinga 2018

Þorrablót Seyðfirðinga 2018 verður haldið með glæsibrag í íþróttamiðstöðnni laugardaginn 20. janúar nk.

Sigurður Gylfi Björnsson og Pálmi Stefánsson halda uppi harmonikkufjöri um það bil fyrsta klukkutímann. Svo tekur hljómsveitin “Overboard” við en það eru þeir Bjössi Hall, Matti Matt ásamt Helga og Ingó.

Húsið opnar kl. 19:30 og hefst borðhald kl. 20:00. Almennt miðaverð er 8.500 kr. Öryrkjar og eldri borgarar 6.500 Vinsamlega skráið þátttöku á skráningarlista sem liggja frammi í Kjörbúðinni og í sjoppunni. Einnig er hægt að senda skráningu á netfangið midtun6@gmail.com.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 17. janúar.

Miðasala verður í Herðubreið fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00-19:00

Hópar eru hvattir til að senda einn fulltrúa til að sækja og greiða miðana. Nánari upplýsingar hjá Ágústu Berg í síma 8673234 og Eygló Björg í síma 8511535 Tilkynna þarf hópa á netfangið midtun6@gmail.com.