Vortónleikar söngnemanda Seyðisfjarðarskóla

Vortónleikar söngnemenda verða haldnir í Seyðisfjarðarkirkju sunnudaginn 21. maí klukkan 14. Ákveðið var að halda sérstaka tónleika söngnemenda svo hver nemandi gæti sungið 2 lög, sem mun gera dagskrá tónleikanna mun breiðari og skemmtilegri.

Við vonum að þetta eigi eftir að ganga vel og hlökkum mikið til.
Benedikt.