Sérkennslustjóri

Seyðisfjarðarskóli auglýsir eftir :

a) Sérkennslustjóri

Við leitum að fjölhæfum og metnaðarfullum sérkennslustjóra við Seyðisfjarðarskóla.

Sérkennslustjóri hefur umsjón með sérkennslu á leik- og grunnskólastigi, sinnir kennsluráðgjöf og tengslum við nemendur, foreldra og aðra þá sem koma að sérkennslu við skólann í heild. Hann er í virkum tengslum við hlutaðeigandi aðila er varða sérkennslu og kennsluráðgjöf og hefur yfirumsjón með gagnahaldi. Hann er kennurum á báðum skólastigum til ráðgjafar og sinnir sérkennslu í samstarfi við sérkennara í leik- og grunnskóladeild.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2020


Umsóknarfrestur til og með 24.apríl 2020 

Starfssvið 

Starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leik- og grunnskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leik- og grunnskóla og stefnu sveitarfélagsins um skólahald.  

Megin verkefni

Stjórnun og skipulag 

 • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í skólanum öllum, í samstarfi við sérkennara skólans og aðstoðarskólastjóra á báðum skólastigum.
 • Er faglegur ábyrgðarmaður sérkennslu í skólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna skólans.
 • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga til sérkennara, og annarra starfsmanna skólans.
 • Ber ábyrgð á yfirfærslu nemenda milli skólastiga og eftirfylgni með þjónustu á milli stiga.
 • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum skólans sem tengjast sérkennslu.

Uppeldi og menntun 

 • Ber ábyrgð á sérkennslunni í skólanum.
 • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og þróun bjargráða í samtarfi við aðra stjórnendur.
 • Ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
 • Hefur yfirumsjón með að áherslum um kennslu eigin og annarra sérfræðinga sé framfylgt í skólanum.
 • Ber ábyrgð á skýrslugerð vegna nemendamála.   
 • Sinnir ráðgjöf til kennara og foreldra eftir þörfum.

Foreldrasamvinna 

 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í skólanum og situr fundi og viðtöl með þeim eftir nánari ákvörðun yfirmanna.
 • Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf. 
 • Situr aðra foreldrafundi sem haldnir eru á vegum skólans ásamt sérkennara

Annað 

 • Ber að hafa náið samstarf við sérkennsluráðgjafa og aðra sérfræðinga sem tengjast skólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.
 • Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.
 • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi skólans. 
 • Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum 

Menntunar- og hæfniskröfur 

 • Leyfisbréf í leik og/eða grunnskóla.
 • Þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun, félagsráðgjöf, náms- og starfsráðgjöf, eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
 • Reynsla af sérkennslu.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Metnaður fyrir skapandi skólastarfi og umhverfisvænum vinnubrögðum í anda skólastefnu Seyðisfjarðarskóla.
 • Þekking og reynsla á aðferðafræði Uppeldi til ábyrgðar (e:restitution) er æskileg.

Laun 

Laun eru í samræmi við kjarasamning Kennarasambands Íslands.

captcha