Í júní og í ágúst

Sumarnámskeið fyrir börn

Seyðisfjarðarkaupstaður býður upp á sumarnámskeið í júní og í ágúst. Starfið byggir á útivist, hreyfingu, leikjum, sköpun og fjöri. Sumarnámskeið er fyrir börn sem voru að ljúka 1.- 4. bekk, en í ágúst verður það einnig í boði fyrir börn sem eru að byrja í 1. bekk (fædd 2013). Við mælum með að börnin komi vel nærð en þau mega koma með hollt og gott nesti og ekki gleyma vatninu.
Lesa meira
Dansskóli Austurlands

Danssýning

Laugardaginn 18. maí síðast liðinn hélt Dansskóli Austurlands danssýningu, eða uppskerusýningu, eftir afrakstur vetrarins. Allir hópar sýndu eitt til tvö atriði, sem ýmist túlkuðu vonir, drauma, Afríku og margt annað skemmtilegt. Stofnandi skólans er Alona Perepelytsia, dansari frá Úkraínu. Dansarar í sýningunni voru á öllum aldrei, eða alveg frá 3ggja ára og upp í fullorðna.
Lesa meira

Dósa- og flöskumóttaka

Verður lokuð í dag fimmtudag, en opin á morgun frá klukkan 15-17 í staðinn.
Lesa meira

1749. bæjarstjórnarfundur 15.05.19

1749. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 15. maí 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00. Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir L-lista, Arna Magnúsdóttir L-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista, Rúnar Gunnarsson L-lista, Skúli Vignisson í forföllum Elvars Snæs Kristjánssonar D-lista, Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Lesa meira
Nýtt tækifæri til stýringar á gestum

Staðarleiðbeiningar fyrir gesti á Seyðisfirði

Seyðisfjarðarkaupstaður í samstarfi við AECO (Association of Arctic Expedition Cruise Operators) hefur útbúið staðarleiðbeiningar fyrir gesti sína: Seyðisfjörður kynnir nýtt tækifæri til stýringar á ferðamönnum Eins og Seyðfirðingar vita tekur bærinn á móti mörg þúsund skemmtiferðaskipafarþegum á sumrin. Skilaboðin til gestanna eru skýr „Verið velkomin í paradísina okkar, við viljum deila gleðinni með ykkur“. Í ár býður bærinn gesti sína velkomna með staðarleiðbeiningum.
Lesa meira
Lokað 17. maí

Tilkynning frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað föstudaginn 17. maí vegna árlegs vorfundar starfsmanna bókasafna. Opið aðra daga eins og venjulega. Bókaverðir.
Lesa meira
Á morgun, 14. maí

Dósa- og flöskusöfnun

Þriðjudaginn 14. maí, upp úr klukkan 17, munu blakkrakkar banka upp á hjá Seyðfirðingum og óska eftir dósum og flöskum. Þetta er liður í fjáröflun þeirra vegna blakferðalaga sem þau fara í á vegum Hugins. Þeir sem vilja styrkja krakkana mega gjarnan setja poka út fyrir húsin sín / bílskúra, ef þeir vilja losna við að fá bank á hurðina.
Lesa meira
Áhrifamikil ganga um miðja nótt

Úr myrkrinu í ljósið

Gangan "Úr myrkrinu í ljósið" sem haldin var aðfararnótt laugardagsins 11. maí síðast liðinn heppnaðist mjög vel. Góð mæting var, eða milli 30 og 40 manns og einn hundur, gengu saman í snjókomunni út að háubökkum. Gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2017, en það eru Píeta Samtökin á Íslandi sem standa fyrir henni.
Lesa meira
Videóhljóðlistaverk og bók

Gullver NS-12

Árin 2012 og 2013 fóru Kristján Loðmfjörð og Konrad Korabiewski um borð í Gullver NS-12. Vídeóhljóðlistaverk þeirra með upptökum úr ferðinni hafa farið víða um heim og aukaefni sem tengist því er nú komið út í bókaformi. Auk þess að fara út með skipinu lögðust Kristján og Konrad í rannsóknarvinnu og fengu meðal annars aðgang að dagbókum skipstjóra og nýttu kafla úr þeim í verk sitt.
Lesa meira

2468. bæjarráð 09.05.19

2468. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar Fimmtudagur 9. maí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 14:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður L – lista. Hildur Þórisdóttuir L – lista. Elvar Snær Kristjánsson D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira