02.02.2021
Handavinna er aftur byrjuð á miðvikudögum í Öldutúni fyrir eldri borgara. Handavinna er opin fyrir alla eldri borgara og er frá klukkan 13 til 17. Eins er íþróttasalur opinn alla mánudaga frá klukkan 13:40 til 15 og fimmtudaga frá klukkan 14-15. Þar er möguleiki að koma og ganga, sem og gera æfingar ef áhugi er fyrir hendi. Því miður getur vatnsleikfimi ekki hafist aftur að svo stöddu.
Lesa meira
29.12.2020
Haldinn á Facebook miðvikudaginn 30. desember 2020 klukkan 15:00.
Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings https://www.facebook.com/mulathing
Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Hægt verður að fylgjast með fundinum á skjá í Herðubreið og í Egilsstaðaskóla fyrir þá sem þess óska.
Lesa meira
08.12.2020
Kæru Seyðfirðingar og nærsveitamenn, tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður Þorrablót ársins 2021 vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Við hittumst bara eldhress á blótinu 2022 og skemmtum okkur tvöfalt !
Óskum ykkur öllum GLEÐILEGRA JÓLA og velfarnaðar á nýju ári.
Nefndin
Lesa meira
30.11.2020
Múlaþing býður upp á fallegt samverudagatal fyrir aðventuna og desembermánuð. Dagatalið má finna hér. Þar eru ótal skemmtilegar hugmyndir, sem má gera með fjölskyldunni eða vinunum. Einnig býður ÍSÍ upp á stórskemmtilegt hreyfidagatal, fyrir sama tímabil. Það dagatal má finna hér og er fullt af hugmyndum um mismunandi hreyfingu.
Lesa meira
25.11.2020
Afhending á pöntuðum laufabrauðum verður í Sæbóli n.k sunnudag 29. nóvember frá klukkan 13-17. Enginn posi er á staðnum en hægt er að greiða með pening eða millifærslu.
Jólakveðja, nefndin
Lesa meira
23.11.2020
Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með kynningu þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.
Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 -2030 breytingar á þéttbýlisuppdrætti og greinargerð aðalskipulagsins – skipulags- og matslýsing - kynning.
Lesa meira
18.11.2020
Að gefnu tilefni er vakin athygli á að lokað hefur verið fyrir flestar upplýsingar hér undir sfk.is. Ástæðan er sameining sveitarfélaganna og ný sameinuð vefsíða. Auðvelt er þó að nálgast allt gamalt efni á nýrri vefsíðu, www.mulathing.is.
Lesa meira
14.11.2020
Áhugavert er að segja frá því að Barnaheill hvetur landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir, eða frá klukkan 9-21 á morgun, sunnudaginn 15. nóvember. Þetta verkefni Barnaheill er akkúrat í takt við verkefni heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði, en símalausir samverudagar hafa verið tvisvar á ári í dagatali HSAM síðast liðin ár. Símalaus samverudagur var síðast liðinn mánudag skv. dagatali ársins 2020.
Lesa meira
06.11.2020
Vegna covid-19 verður árleg heimsókn dýralæknis á Seyðisfjörð ekki með sama sniði og undanfarið hefur verið. Í staðinn er fólki boðið að mæta með dýrin sín upp í Egilsstaði til Díönu. Það þarf að gerast í nóvember eða desember. Gott er að heyra í Díönu varðandi komur, sími 471-2022.
Díana sendir reikning á Múlaþing. Þessi skoðun er innifalin í hunda- og kattagjöldum.
Lesa meira
03.11.2020
Móttökusvæði Íslenska gámafélagsins verður lokað á meðan veðrið gengur yfir - af öryggisástæðum.
Lesa meira