1. fundur í fræðslunefnd 22.01.19

Fundargerð 1. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019.

Þriðjudaginn 22.jan 2019 kom  fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í  íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst  fundurinn kl. 16:15.

 

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B- lista,

 

Mætt vegna liðar 1-5:

Svandís Egilsdóttir skólastjóri

Anna G Sigmarsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Hólmfríður Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar.

 

Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.

 

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta inn lið nr.7 Trúnaðarmál.

Afbrigði samþykkt.

 

Dagskrá:

 

1. Skýrsla Haust Leikskóladeild

Farið yfir skýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands um leikskóladeild. Gerðar voru sex athugasemdir sem þarfnast lagfæringar auk þess voru skráð þrjú frávik sem þarfnast einnig lagfæringa innan þriggja mánaða frá dagsetningu skýrslunnar sem var 18.desember. Skólastjóri greindi frá að  búið sé að lagfæra sumt af því sem gerðar voru athugasemdir við, en vegna fjárskorts sé mjög erfitt að verða við öllu. En stefnt sé á að reyna fara í aðgerðir til að tryggja sem mest öryggi.

 

2. Skýrsla Haust Grunnskóladeild

Farið yfir Haust skýrslu grunnskóladeildar. Gerðar voru níu athugasemdir í eftirliti sem þarfnast lagfæringar. Hafa sex af þessum athugasemdum verið gerðar áður í eftirliti. Skólastjóri greindi frá því að búið væri að fara í þessar athugsemdir með starfsfólki og gerð bót á. Gluggar margir hverjir eru í frekar slæmu ástandi.

 

3. Skólaþing greinargerð

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með skólaþingið og vel unna greinagerð.Nefndarmönnum sem sátu skólaþingið fannst undirbúningur góður og framkvæmdin  í meginatriðum mjög góð.

 

4. Símalaus Seyðisfjarðarskóli bréf frá forvarnafulltrúa

Skólastjóri greindi frá því að nokkur umræða hefur farið fram hjá nemendum og starfsfólki vegna farsímamála í grunnskólanum í vetur.

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með erindið og tekur undir að gerð verði tilraun með símalausan skóla og hvetur skólastjórnendur til að útfæra verkefnið enn frekar í samráði við skólaráð“

 

5. Bréf frá stjórnendum leikskóladeildar

Tekið fyrir bréf stjórnenda leikskóladeildar þar sem farið er fram á aukið stöðuhlutfall við leikskóladeild sem samsvar heilu stöðugildi. Starfshlutfall aðstoðarskólastjóra er í dag 55% og er óskað  eftir aukningu í 80% og mundi þá 75% fara í svo kallaðan flakkara sem er hugsaður til að fara á milli deilda á álagspunktum. Skólastjórar telja brýna þörf vegna mikillar aukningar á svokölluðu barngildi, aldursamsetningu barna, sérkennsluþörf og vegna fjölda tvítengdra barna.  

Fræðslunefnd telur rök skólastjórnenda vera þess eðlis að bregðast verði við beiðni þeirra um aukið starfshlutfall til að mæta þörf fyrir stuðning við nemendur og starfsfólk. Ljóst er að mikið álag var á síðasta vetri vegna veikinda starfsfólks og fyrirséð er aukið álag vegna sérkennsluverkefna og aldursamsetningar barna“

 

6. Skólastarfið

Farið yfir skólastarfið og heimasíðu skólans sem skólanámskrá. Skólastjóri fór yfir hnappinn Deigluna sem er yfirlit yfir það helsta sem starfsfólk og nemendur Seyðisfjarðarskóla eru að vinna að á yfirstandandi skóla ári til að þróa starfið í skólanum.

 

7. Trúnaðarmál.

Hér viku Svandís,Anna og Hólmfríður af fundi.

 

8. Erindi sem borist hafa

8.1Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2019-2020. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 06.12.18- Kynnt

8.2 Dagur leikskólans 2019 – SÍS 10.01.19 Kynnt

8.3 Fyrstu skrefin á níu tungumálum -SÍS 04.12.18. Umræða. Fræðslunefnd langar að vekja athygli á þessum bæklingi. Formaður fræðslunefndar ætlar að koma þessu á framfæri til þeirra er málið snerta.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:00.