1. fundur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga

Fyrsti fundur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga haldinn 1. nóvember í fundarsal bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs.

Fundurinn hófst kl. 14.

Mættir: Björn Ingimarsson, Anna Alexandersdóttir, Steinar Ingi Þorsteinsson, Hildur Þórisdóttir, Elfar Snær Kristjánsson, Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Bergþóra Birgisdóttir, Jakob Sigurðsson, Jón Þórðarson og Helgi Hlynur Ásgeirsson.

 

Björn setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Farið stuttlega yfir minnisblað RHA og að þar komi fram m.a. að samstarfsnefndin kýs sér formann.

Stungið uppá Birni Ingimarssyni sem formanni nefndarinnar sem samþykkt var samhljóða.

Björn upplýsti að sex aðilar hafi sýnt áhuga á að vinna með samstarfsnefndinni. Rætt um hvernig staðið verði að vali þess aðila sem ráðinn verður í verkefnið. Rætt um hvernig aðkoma þess aðila yrði, t.d. að sitja alla fundi og leiða vinnuna.

Farið vítt og breytt yfir hvaða leiðir eigi að fara varðandi vinnuna s.s. menntunar- og menningarmál, íbúafundir, heimasíða. Setja niður áherslur og skipa mismunandi hópa s.s. um menntamál, heilbrigðismál, menningarmál. Rætt um mikilvægi hverfisráða og sjálfræði hvers staðar fyrir sig t.d. varðandi skipulagsmál. Rætt um byggðaráð og að fulltrúi í byggðaráði sitji í hverfisráði.

Ákveðið að fá aðila utan starfshópsins til að rita fundargerðir.

 

Fundi slitið kl. 15.40

Fundargerð ritaði Anna Alexandersdóttir.