Bæjarstjórn 06.06.18

1736. bæjarstjórnarfundur

Miðvikudaginn, 6. júní 2018, kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal í Silfurhöll, Hafnargötu 28 og hófst fundurinn kl. 16:00. 

Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Inga Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Forseti leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 11 „Skógarafurðir, lækkun förgunarkostnaðar“ og lið nr. 12 „Fjarðarheiðargöng“.

Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2430

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar:

Velferðarnefnd dagsett 8.05.18.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.
Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Elfa Hlín um lið nr. 5, Arnbjörg um lið nr. 2.7 og bæjastjóri til svara .

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


2. Fundargerð hafnarmálaráðs dags. 30.05.18

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.
Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Arnbjörg vegna liðar 3 og 4 og bæjarstjóri til svara.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


3. Fundargerð bæjarráðs, nr. 2431

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar:

Umhverfisnefnd dagsett 28.05.18.

 

Tillögur undir lið 1.1 í fundargerð umhverfisnefndar eru færðar sem liður 4-6 í fundargerð bæjarstjórnar.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.
Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


4. Umsókn Media Luna um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II.

 

Eftirfarandi tillaga frá umhverfisnefnd liggur fyrir fundinum:

Hafnargata 2, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Media Luna um rekstrarleyfi.

 

Hafnargata 2, Gistileyfi í flokki II. – Stærra gistiheimili.

Umsækjandi: Fagurhóll ehf., kt. 520303-3220.

 

Sótt er um gististað í flokki II, stærra gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi. Gestafjöldi 11.

 

Öryggisúttekt hefur farið fram og starfsemi er að öðru leyti í samræmi við byggingarleyfi.

Húsið stendur á svæði þar sem skilgreind landnotkun er blönduð byggð, verslun og þjónusta og íbúðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030.  Samkvæmt 2. gr. 4. mgr. í reglugerð nr. 1277/2016 telst stærra gistiheimili vera gisting í atvinnuhúsnæði. Starfsemi er því í samræmi við skipulagsskilmála.

Ekki eru til reglur um afgreiðslutíma gististaða. Umsögn Haust liggur fyrir og er neikvæð.

Umsögn eldvarnareftitlits liggur fyrir.

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarráð veiti jákvæða umsögn vegna þessarar umsóknar á grundvelli þess sem að ofan er talið.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisnefndar um umsókn Media Luna um rekstraleyfi til sölu gistingar í flokki II og veitir jákvæða umsögn á grundvelli þess sem fram kemur í tillögu nefndarinnar.“

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók Elfa Hlín.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

5. Umsókn um tækifærisleyfi– Angró 2018.

 

Eftirfarandi tillaga frá umhverfisnefnd liggur fyrir fundinum:

Umhverfisnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisnefndar um tækifærisleyfi vegna Angró 2018 og veitir jákvæða umsögn á grundvelli þess sem fram kemur í tillögu nefndarinnar.“

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 


6. Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Kröflulína III breytt lega.

Eftirfarandi tillaga frá umhverfisnefnd liggur fyrir fundinum:

 

Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs til umsagnar, Kröflulína III breytt lega.

 

Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við tillöguna.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfisnefndar um að gera ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs“.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


7. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna Miðtúns 10.

 

Fram fer umræða um fyrirspurn frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu um afstöðu bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar til sölu á Miðtúni 10.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Elfa Hlín,bæjarstjóri til svara.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirspurninni til afgreiðslu nýkjörinnar bæjarstjórnar“.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.


8. Umhverfismat vegna ofanflóðavarna við Bjólf.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að óska eftir við Ofanflóðasjóð að þegar að skýrsla vegna frumathugana undir Bjólfi liggur fyrir verði hafist handa við mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar“.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.


9. Umsókn um tækifærisleyfi – LungA 2018.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til LungA 2018 á grundvelli fyrirliggjandi gagna  með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki fasteignaeigenda sem hlut eiga að máli“.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri til svara.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 


10. Fundargerð 860 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18.05.18.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

11. Skógarafurðir, minnkun förgunarkostnaðar.

Eftirfarandi tillaga frá umhverfisnefnd liggur fyrir fundinum.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún láti skoða svæðið utan við garðaúrgangssvæðið í því skyni að minnka förgunarkostnað.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu umhverfisnefndar til nýkjörinnar bæjarstjórnar“.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku bæjarstjóri og Elfa Hlín.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

12. Fjarðarheiðargöng

 

Eftirfarandi tillaga að áskorun bæjarstjórnar um Fjarðarheiðargöng lögð fyrir fundinn:

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar skorar á samgönguráðherra, ríkisstjórn og Alþingi að fylgja eftir undirbúningi að Fjarðarheiðargöngum og síðan framkvæmdum við þau samkvæmt gildandi samgönguáætlun. Jafnframt að tímasetja og ákveða framlög til Fjarðarheiðarganga í samgönguáætlun sem lögð verður fram og samþykkt á komandi vetri. Þá verði verkefnið haft til hliðsjónar við endurskoðun fjármálaáætlunar 2019.

Nú þegar Dýrafjarðargöngum er að verða lokið, er ekki eftir neinu að bíða með að ráðast í Fjarðarheiðargöng. Seyðisfjörður er eina byggðarlagið auk Borgarfjarðar eystri sem býr við þær aðstæður að yfir háa fjallvegi er að fara til að komast inn á almenna vegakerfið. Ástandið er algjörlega óásættanlegt. Vegurinn er hluti af beinni tengingu Íslands við Evrópu og því eru úrbætur með Fjarðarheiðargöngum mikið öryggismál, auk þess að að vera mikilvæg gátt fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi.

Jarðfræðirannsóknir og rannsóknarboranir hafa farið fram og tillögur liggja fyrir um staðsetningu gangamunna. Unnar  hafa verið áhættugreiningar fyrir 13,5 km jarðgöng af HOJ Consulting GmbH í Sviss. Yfirlitsskýrsla hefur verið unnin um mengun frá jarðgöngum með sérstöku tilliti til Fjarðarheiðarganga sem verður að hluta grundvöllur mats á umhverfisáhrifum. Unnin hefur verið hönnun vega utan jarðganga og brúar á Eyvindará.

Ákvörðun Alþingis liggur fyrir síðan 19.júní 2012 um að Fjarðarheiðargöng verði næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, síðastliðin ár hafa sýnt samstöðu sveitarstjórnarmanna á Austurlandi varðandi Fjarðarheiðargöng.

Verkefnið fer vel saman við yfirlýsingar ríkisstjórnar og áform um uppbygginu innviða í landinu. Þá bendir bæjarstjórn Seyðisfjarðar á að verkefnið er utan þeirra svæða landsins þar sem þensla ríkir og ætti því ekki að vera til þess fallið að raska efnahagslegu jafnvægi á nokkurn máta.

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar vill því enn og aftur hvetja samgönguráðherra, ríkisstjórn og Alþingi til að líta á þær staðreyndir sem liggja fyrir um undirbúning Fjarðarheiðarganga og láta verkin tala”.

 

Tillaga opnuð fyrir umræðum.

Til máls tóku Elfa Hlín og Arnbjörg.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

Fundargerð á 7 bls.

Fundi var slitið kl. 17:19