1751. bæjarstjórn 28.06.19

1751. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Föstudaginn 28. júní 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:18.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti bar upp afbrigði að bæta inn lið nr. 1 „Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til eins árs sbr. samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, skv. 9. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011“.

Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til eins árs sbr. samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, skv. 9. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011

Kosning forseta- og varaforseta bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar var kosin Hildur Þórisdóttir í leynilegri kosningu með 4 atkvæðum,  3 atkvæði voru auð.

Varaforseti var kosin Þórunn Hrund Óladóttir með 4 atkvæðum. Elvar Snær fékk 1 atkvæði, 2 atkvæði voru auð.

Hildur hélt áfram að stjórna fundinum.

 

Kosning í bæjarráð

Tilnefnd voru Rúnar Gunnarsson formaður, Hildur Þórisdóttir varaformaður og Elvar Snær Kristjánsson.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Vilhjálmur Jónsson óskaði eftir að vera áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Kosning skrifaraTveir aðalmenn og tveir til vara

Tilnefndir sem aðalmenn Þórunn Hrund Óladóttir og Elvar Snær Kristjánsson. Til vara Rúnar Gunnarsson og Oddný Björk Daníelsdóttir. 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Kosning fulltrúa og varafulltrúa á fund SSA

Tilnefndir voru sem aðalmenn Hildur Þórisdóttir, Rúnar Gunnarsson og Elvar Snær Kristjánsson. Til vara Þórunn Hrund Óladóttir, Arna Magnúsdóttir og Oddný Björk Daníelsdóttir. 

Til máls tók Elvar Snær.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Skólaskrifstofa AusturlandsFulltrúi og varafulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofunnar.

Tilnefndur er bæjarstjóri og til vara formaður bæjarráðs.

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Fulltrúi og varafulltrúi á aðalfund og aðra fulltrúafundi, samkvæmt samþykktum byggðasamlagsins.

Tilnefndur formaður bæjarráðs og til vara bæjarstjóri. 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

22471. fundur bæjarráðs frá 06.06.2019

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :
Umhverfisnefnd frá 31.05.2019

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk, bæjarstjóri, Þórunn Hrund og Elvar Snær um lið 4.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

3. 2472. fundur bæjarráðs frá 12.06.2019

Undir lið 1.1. í fundargerð má finna eftirfarandi erindi :

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - 07.06.2019 - álit ráðuneytisins á framkvæmd ráðningar bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Með bréfi dagsettu 2. ágúst sl. óskuðu bæjar- og varabæjarfulltrúarnir Oddný Björk Daníelsdóttir, Eygló Björg Jóhannsdóttir og Skúli Vignisson eftir áliti ráðuneytisins á framkvæmd ráðningar bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í bæjarstjórn sveitarfélagsins.

Það er niðurstaða ráðuneytisins að ráðningarferlið sem slíkt og niðurstaða þess gefi ekki sérstakt tilefni til formlegrar umfjöllunar um málið á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Þá telur ráðuneytið að sá ágalli sem var á ákvörðun um auglýsingu starfsins sé ekki það verulegur að gefi tilefni til slíkrar umfjöllunar eða beitingu annarra úrræða af hálfu ráðuneytisins á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga. Er málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins.

 

Til máls tóku Rúnar, formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær, forseti og Rúnar um lið 1, Oddný Björk, bæjarstjóri, Oddný Björk og bæjarstjóri um lið 3.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

4. 2473. fundur bæjarráðs frá 19.06.2019

 

Til máls tók Rúnar, formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

5. Skilabréf og álit samstarfsnefndar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Seinni umræða.

 

Í samræmi við 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 tekur sveitarstjórn til síðari umræðu framlagðar tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps. 


Sveitarstjórn leggur áherslu á að fylgt verði eftir þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum samstarfsnefndar varðandi brýn verkefni í samgöngumálum svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg, með það fyrir augum að tryggja greiðfærar samgöngur innan nýs sveitarfélags.

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu: 
,,Bæjarstjórn samþykkir fyrirhugaðan kosningadag 26. október næstkomandi og hvetur jafnframt alla íbúa til að kynna sér tillögur samstarfsnefndar og taka þátt í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins (https://svausturland.is/) auk þess sem þær verða til kynningar og umfjöllunar m.a. á íbúafundi og í öðru kynningarefni fram að kosningum. Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar mun halda íbúafund í ágúst ásamt samstarfsnefnd og RR ráðgjöf.”

 

Til máls tóku Vilhjálmur, forseti, Oddný Björk, Elvar Snær og Vilhjálmur.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

6. Sumarleyfi bæjarstjórnar

„Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist 29. júní og ljúki 12. ágúst og að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 14. ágúst. Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.“

Til máls tóku Oddný Björk, Vilhjálmur og forseti.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

7. Hafnarmálaráð - 6. fundur frá 11.06.2019

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær um liði 3, 7 og 10, Þórunn Hrund um liði 3, 7 og 10, Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, Oddný Björk, Rúnar, Þórunn Hrund, Vilhjálmur, Rúnar og Vilhjálmur um lið 10.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

8. Skipulagsstofnun - 23.05.2019 - Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði - umsagnarbeiðni

Áformað er að reisa snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum með það að markmiði að bæta öryggi Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Framkvæmdin er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Vegagerðin gerir athugasemdir vegna tengingar við þjóðvegakerfið og óskar eftir samráði.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar bendir á að með tilkomu þessa mannvirkis þurfi að huga að nýjum stað fyrir húsbílastæði bæjarins sem að langmestu leyti þjónar farþegum Norrænu. Bæjarstjórn bendir einnig á að með tilkomu þessa mannvirkis þurfi að skapast tækifæri til að fjölga íbúðalóðum utan hættusvæðis. Hugað verði að aukinni landnotkun og hvort það sé möguleiki á að þétta byggð umfram það sem lagt er til í núverandi tillögu. Mikilvægt er að huga að veðurfarslegum þáttum svo sem skuggamyndun garðanna á íbúðabyggð og áhrif þeirra á vindafar. ‘‘

 

Til máls tóku Elvar Snær og Vilhjálmur.

 

Tillaga samþykkt með fimm greiddum atkvæðum. Elvar Snær og Vilhjálmur sitja hjá.

Elvar Snær gerir grein fyrir atkvæði sínu:

,,Þar sem umsögn var ekki borin undir minnihluta né unnin í samráði við hann er erfitt að taka afstöðu til umsagnarinnar“.

 

 

9. Austurvegur 23 - Sirkus

Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Veitingaleyfi í flokki II. Krá. Umsækjandi er Esualc ehf. Kt. 541016-5609. Heiti: Sirkus. Gestafjöldi: Hámark 49 skv. Brunavörnum Austurlands. Starfsstöð: Austurvegur 23, 710 Seyðisfirði. Fastanr. 216-8293. Forsvarsmaður: Sigríður Guðlaugsdóttir kt. 160753-5609.

Landnotkun er í samræmi við aðal- og deiliskipulag.

Öryggisúttekt hefur verið framkvæmd af byggingafulltrúa Seyðisfjarðar.

Jákvæð umsögn eldvarnareftirlits liggur fyrir með takmörkun á gestafjölda.

Jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits liggur fyrir.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn við erindinu. Bæjarstjórn leggur til að gefið verði út rekstrarleyfi fyrir krá að Austurvegi 23 og telur að flokka eigi staðinn í flokk II skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Umfangslitlir áfengisveitingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu, svo sem með háværri tónlist, og staðir sem kalla ekki á mikið eftirlit og / eða löggæslu. Bæjarstjórn leggur til að veitt verði leyfi um að opnunartími verði til kl. 01 alla daga.“

Til máls tóku Elvar Snær, Arna, Oddný Björk, bæjarstjóri, Oddný Björk, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Elvar Snær, Þórunn Hrund og Vilhjálmur.

Fundarhlé hefst klukkan 17.49

Fundarhléi lýkur klukkan 18.02

 

Tillaga samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

 

10. Deiliskipulag við Hlíðarveg og Múlaveg

Tillaga deiliskipulags við Hlíðarveg og Múlaveg var auglýst þann 15. apríl 2019 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 30. maí 2019. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun Íslands og skipulags- og byggingarfulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar. Umfjöllun um minjar var uppfærð í samræmi við húsakönnun og athugasemdir Minjastofnunar.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag við Hlíðarveg og Múlaveg.“

Til máls tóku Vilhjálmur, Elvar Snær, bæjarstjóri, Þórunn Hrund, bæjarstjóri, Oddný Björk og Arna.

 

Tillaga samþykkt með fimm greiddum atkvæðum; Örnu, Rúnars, Þórunnar Hrundar, Hildar og Oddnýjar Bjarkar. Tveir sitja hjá; Vilhjálmur og Elvar Snær.

Vilhjálmur gerir grein fyrir atkvæði sínu:

,,Undirritaður situr hjá við afgreiðslu málsins vegna málsmeðferðar í stjórnsýslu kaupstaðarins sem gengur gegn samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og vegna þess að umsagnir umsagnaraðila og hverjum voru sendar umsagnarbeiðnir liggja ekki fyrir fundinum þrátt fyrir óskir og ítrekun þar um.

Vilhjálmur Jónsson”

 

 

11. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir steypustöð

Sigurbergur Sigurðsson kt. 170844-7699 sækir um endurnýjun á starfsleyfi fyrir steypustöð sem stendur við Neptún sunnan fjarðar í Seyðisfirði. Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit hafa verið útbúin starfsleyfisdrög. Drögin eru aðgengileg á heimasíðu HAUST.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið og samþykkir fyrir sitt leyti.“ 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

12. Endurskoðun á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Núgildandi Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 var staðfest  22. desember 2010. Breytingin er gerð vegna breyttra skilmála landnotkunar á atvinnu- og iðnaðarsvæðum og íbúðarsvæðum. Einnig er gerð breyting á landnotkun í Lönguhlíð úr frístundabyggð í verslunar- og þjónustusvæði.

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að endurskoðað aðalskipulag verði auglýst“

 

Til máls tóku Vilhjálmur, Rúnar og Elvar Snær.

 

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Örnu, Rúnars, Elvars Snæs og Oddnýjar Bjarkar. Einn situr hjá; Vilhjálmur.

Vilhjálmur gerir grein fyrir atkvæði sínu:

,,Undirritaður situr hjá við afgreiðslu málsins vegna málsmeðferðar í stjórnsýslu kaupstaðarins sem gengur gegn samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og vegna þess að umsagnir umsagnaraðila og hverjum voru sendar umsagnarbeiðnir liggja ekki fyrir fundinum þrátt fyrir óskir og ítrekun þar um.

Vilhjálmur Jónsson”

 

 

13. SSA 14.06.2019 - Bókun vegna svæðisskipulags - til fullnaðarafgreiðslu

Forseti bar upp eftirfarandi bókun:

„Vegna liðar 1 í fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 11. febrúar, samþykkir bæjarstjórn breytta lýsingu svæðisskipulags Austurlands, sem tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

14. Herðubreið – drög að endurskoðuðum skammtímasamningi

Lögð fram til kynningar.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti málið, Oddný Björk, bæjarstjóri og Arna.

 

 

Fundargerð á 13 bls.
Fundi slitið kl. 19:03.