1752. bæjarstjórn 21.08.19

1752. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 21. ágúst 2019, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund á bæjarskrifstofunni. Hófst fundurinn kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti leitaði í upphafi afbrigða að bæta inn sem lið nr. 10 „Málefni fótboltavallar“.

Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

Dagskrá:

1. 2474. fundur bæjarráðs 04.07.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni :

Ferða- og menningarnefnd frá 24.06.2019

Umhverfisnefnd frá 25.06.2019

Velferðarnefnd frá 18.06.2019

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og Arna um lið 1.3.

 

2. 2475. fundur bæjarráðs 10.07.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk um lið 1.4., Arna um lið 1.7. og bæjarstjóri um lið 1.10.

 

3. 2476. fundur bæjarráðs 18.07.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

4. 2477. fundur bæjarráðs 24.07.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :

Umhverfisnefnd frá 16.07.2019

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk og Rúnar um lið 7, Oddný Björk og Rúnar um lið 8 og bæjarstjóri um liði 2.4. og 5.

 

5. 2478. fundur bæjarráðs 31.07.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og Þórunn Hrund og bæjarstjóri um lið 3.

 

6. 2479. fundur bæjarráðs 07.08.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og Oddný Björk, Rúnar og bæjarstjóri um lið 1.

 

7. 2480. fundur bæjarráðs 15.08.2019

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs tekinn fyrir sem liður 9 í fundargerð.

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina. Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær sem leggur fram tillögu :          

Bæjarstjórn veitir neikvæða umsögn við ósk um lengdan opnunartíma Sirkuss þar sem hávaðamæling HAUST hefur ekki farið fram, samanber lið 1 í  2479. fundargerð bæjarráðs.

Elvar Snær Kristjánsson

 

Arna, Oddný Björk, Hildur, Elvar Snær, Rúnar, Þórunn Hrund, Vilhjálmur, Hildur, Vilhjálmur, Arna, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Elvar Snær, bæjarstjóri og Hildur um lið 1.

 

Fundarhlé hefst kl. 16:57
Fundarhléi lýkur kl. 17:18

 

Bæjarstjórn samþykkir með sjö greiddum atkvæðum að vísa lið 1 til frekari umfjöllunar í  bæjarráði. Bæjastjóra falið að upplýsa leyfisveitanda um stöðu mála.

 

Elvar Snær dregur tillögu sína tilbaka.

 

Fundargerð, að undanskildum lið 1, samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Hafnarmálaráð - 7. fundur 13.08.2019

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina, bæjarstjóri um liði 1, 4 og 6, Arna og bæjarstjóri um lið 3, Elvar Snær og bæjarstjóri um liði 2, 5 og 6.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Fjarðarheiðargöng

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun :

,,Bæjarstjórn Seyðisfjarðar fagnar því að skýrsla starfshóps á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um legu Seyðisfjarðarganga sé komin fram eftir langa bið.  Hópurinn telur að Seyðisfjörð eigi að tengja með jarðgöngum undir Fjarðarheiði en síðar eigi að tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með göngum gegnum Mjóafjörð og skapa með því hringtengingu fjarðanna og Héraðs með tilheyrandi ávinningi samfélagsins og atvinnulífsins á Austurlandi. Það er ljóst að Seyðisfjörður, sem og Austurland allt, getur ekki beðið lengur eftir samgöngubótum sem myndi hafa veruleg áhrif á atvinnulíf og byggðaþróun á svæðinu. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar skorar á ráðherra samgöngumála og Alþingi að setja Fjarðarheiðargöng í forgang við endurskoðun samgönguáætlunar í haust þannig að hægt verði að halda áfram við undirbúning ganganna árið 2020."

 

Til máls tóku Elvar Snær og bæjarstjóri

 

10. Málefni fótboltavallar

Til máls tóku Oddný Björk sem kynnti dagskrárliðinn, bæjarstjóri, Elvar Snær, Oddný Björk, Arna, Oddný Björk, bæjarstjóri, Rúnar, Hildur, Elvar Snær, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Hildur, Arna, bæjarstjóri, Oddný Björk, bæjarstjóri, Hildur, Elvar Snær og Hildur.

 

Fundargerð á 6 bls.
Fundi slitið kl. 18.17.