1754. bæjarstjórn 15.10.19

1754. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Þriðjudaginn 15. október 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00.

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir forseti L-lista,

Arna Magnúsdóttir L-lista,

Snorri Jónsson í stað Vilhjálms Jónssonar B-lista,

Skúli Vignisson í stað Oddnýjar Bjarkar Daníelsdóttur D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Ágúst Magnússon í stað Hildar Þórisdóttur L-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. 2482. fundur bæjarráðs 11.09.19

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni :
Umhverfisnefnd frá 02.09.19
Ferða- og menningarnefnd frá 02.09.19
Fræðslunefnd frá 27.08.19

 

Undir lið 3 í fundargerð bæjarráðs frá 02.09.19 er að finna eftirfarandi tillögu:

Fjörður 4. Stækkun lóðar.  

Fyrir liggur samningur vegna stækkunar lóðar fyrir Fjörð 4. 

Á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 um grenndarkynningu sendi skipulags- og byggingafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar gögn á eigendur nágrannahúsa sem taldir höfðu mögulegra hagsmuna að gæta. Gefinn var fjögurra vikna frestur til og með þriðjudeginum 27. ágúst sl. til að gera athugasemdir vegna áðurnefndra framkvæmda. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingafulltrúi Seyðisfjarðar hefur gert nýjan lóðarleigusamning vegna fyrirhugaðrar stækkunar á lóðinni við Fjörð 4.

 

Liður 4 er sérliður nr. 6 á dagskrá bæjarstjórnar

 

Undir lið 6 í fundargerð bæjarráðs er að finna umsagnarbeiðni um endurnýjun rekstrarleyfis:

Umsókn um endurnýjun rekstarleyfis.

Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sótt er um í flokki II sem er gististaður án veitinga. Tegund gististaðar er minna gistiheimili. Umsækjandi er Gamla Apótekið kt. 580628-1160. Heiti: Gamla Apótekið. Gestafjöldi: 6. Starfsstöð: Suðurgötu 2, 710 Seyðisfirði. Fastanr. F2168819. Forsvarsmaður: Rannveig Þórhallsdóttir kt. 090274-5709.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur gefið út starfsleyfi miðað við minna gistiheimili.

Jákvæð umsögn frá Brunavörnum á Austurlandi miðað við 6 gesti.

 

Undir lið 7 í fundargerð bæjarráðs er stefnu í úrgangsmálum vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.  

Umhverfisstofnun 12.O7.19 - Samráð - Stefna í úrgangsmálum.

Stefnunni vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina. Elvar Snær um liði 1.1. og 10, Rúnar um liði 9 og 10. Rúnar leggur fram bókun:

„Á 2482. fundi bæjarráðs frá 11.09 s.l. lagði minnihlutinn fram bókun undir lið nr. 9. Fjármál.

Þar koma fram ýmsar dylgjur og ekki er annað að sjá en að þessum málatilbúningi sé einungis ætlað að rýra trúverðugleika bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar. Þar er því haldið fram að viðbrögð meirihlutans í bókun bæjarstjóra geti vart talist annað en árás á bæjarfulltrúann Oddnýju Björk Daníelsdóttur og aðför að starfsfólki og endurskoðanda kaupstaðarins. Meirihlutinn vísar slíkum dylgjum algjörlega á bug og lýsir furðu sinni á að fulltrúar minnihluta láti slíkan uppspuna frá sér fara. Í bókun minnihluta er einnig gefið í skyn að útskýringar meirihlutans virki eins og tilraun til blekkingar og gefið í skyn að einhver undarleg staða sé komin upp varðandi fjármálastjórn kaupstaðarins árið 2019. Þeim málatilbúningi vísar meirihlutinn sömuleiðis á bug.“

Elvar Snær, Rúnar og bæjarstjóri um lið 9. Arna um lið 2.2.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn samþykkir framlagðan lóðaleigusamning vegna fyrirhugaðrar stækkunar á lóðinni við Fjörð 4.”

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis á Gamla Apótekinu Suðurgötu 2 á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í umsókninni.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

2. 2483. fundur bæjarráðs 18.09.19

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og Elvar Snær um lið 2.

 

Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

3. 2484. fundur bæjarráðs 25.09.19

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni:
Velferðarnefnd frá 19.09.19

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og Elvar Snær um lið 5.

 

Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

4. 2485. fundur bæjarráðs 30.09.19

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :
Fræðslunefnd frá 24.09.19

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og bæjarstjóri um lið 8.

 

Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. 9. fundur hafnarmálaráðs 01.10.19

Liður 6 í fundargerð hafnarmálaráðs er tekinn fyrir sem liður 16 í fundargerð

Til máls tóku Aðalheiður hafnarstjóri sem kynnir fundargerðina, Þórunn Hrund um lið 9, Rúnar um liði 8, 9 og 10.2., Elvar Snær um liði 3 og 5, hafnarstjóri um lið 3 og Þórunn Hrund um lið 5.

 

Fundargerðin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Steinholt

Bæjarstjóri leggur fram minnisblað um stöðu mála.

Til máls tóku Rúnar, Elvar Snær, Arna, bæjarstjóri, Elvar Snær og Skúli.

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn gefur bæjarstjóra leyfi til að fá löggilta fasteignasölu til að annast söluferlið á Steinholti fyrir hönd kaupstaðarins, í samráði við bæjarráð.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Eygló B. Jóhannsdóttir – 11.09.19 - Beiðni um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum.

Tekin fyrir beiðni frá Eygló B. Jóhannsdóttur um leyfi frá störfum í bæjarstjórn fram yfir sumarleyfi bæjarstjórnar 2020.

 

Beiðnin samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

8. Kosning aðalfulltrúa, áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í velferðarnefnd

„Guðný Lára Guðrúnardóttir er tilnefnd sem aðalmaður D-lista í stað Elvu Ásgeirsdóttur.“

„Tryggvi Gunnarsson er tilnefndur sem áheyrnarfulltrúi B-lista í stað Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur og Helga Rós Magnúsdóttir er tilnefnd sem varaáheyrnarfulltrúi B-lista í stað Snædísar Róbertsdóttur.“

 

Tillögur samþykktar með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

9. Minnisblað frá fundum í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna

Bæjarstjóri kynnir minnisblað.

 

 

10. Minnisblað frá fundi um olíumengun úr El Grillo.

Formaður bæjarráðs kynnir minnisblað.

 

 

11. Minnisblað frá fundi með Smyril Line

Bæjarstjóri kynnir minnisblað.

Til máls tóku Rúnar, Elvar Snær, bæjarstjóri, Skúli, Rúnar og Þórunn Hrund.

 

 

12. Bréf frá leikskólastjórnendum á Austurlandi 30.09.19 

Forseti kynnir málið.

Til máls tóku Arna, bæjarstjóri, Elvar Snær, Arna, bæjarstjóri, Elvar Snær og Þórunn Hrund.

 

Fundarhlé hefst klukkan 17.51

Fundarhléi lýkur klukkan 18.02

 

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun :

Um leið og bæjarstjórn þakkar leikskólastjórum á Austurlandi fyrir bréfið harmar hún þá stöðu sem uppi er á leikskólum Austurlands. Ljóst er að leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla er þar engin undantekning en erfiðlega hefur gengið að manna stöður í skólanum og myndast hefur biðlisti. Er það mjög miður. Það er vilji bæjaryfirvalda að styðja skólastjórnendur í þeirri vinnu sem framundan er við til að tryggja áframhaldandi faglegt starf. Vísar bæjarstjórn málinu til umfjöllunar í bæjarráði með stjórnendum leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla.“

 

 

13. Boð á aðalfund HAUST 2019

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar sækir fundinn sem haldinn verður á Hótel Bláfelli 30. október n.k.

 

 

14. Samband íslenskra sveitarfélaga – 04.09.19 - 873. fundur stjórnar sambandsins

Lagt fram til kynningar.

 

 

15. Kjörskrá vegna sameiningakosningar

Kjörskrárstofn Þjóðskrár vegna sameiningarkosninga 26. október næstkomandi lagður fram. Á kjörskrárstofni eru 509 kjósendur.

 

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita og leggja fram fyrirliggjandi kjörskrárstofn vegna sameiningarkosninga 26. október n.k.
Undirritað eintak mun liggja frammi á bæjarskrifstofunni frá og með 16. október fram að kjördegi.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

 

16. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

Lagðar fram tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 í eftirfarandi deildum:

Fundarhlé hefst klukkan 18.20

Fundarhléi lýkur klukkan 18.35

 

Viðauki nr. 2, Deild 0001 Útsvar (Aðalsjóður): Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, Tekjur samtals 2.000.000 króna

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með sjö greiddum atkvæðum.

 

Viðauki nr. 3, Deild 2210 Lífeyrisskuldbindingar (Aðalsjóður): útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 10.000.000 krónur.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með sjö greiddum atkvæðum.

 

Viðauki númer 4, deild 0561 Félagsheimilið Herðubreið (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.100.000 krónur.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með sjö greiddum atkvæðum.

 

Viðauki númer 5, deild 1061 Snjómokstur (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 5.000.000 krónur.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með sjö greiddum atkvæðum.

 

Viðauki númer 6, deild 21011 Sveitarstjórn (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.500.000 krónur.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með sjö greiddum atkvæðum.

 

Viðauki númer 7, deild 2106 Endurskoðun og Ráðgjöf (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 9.000.000 krónur.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með fjórum greiddum atkvæðum, Rúnars, Ágústar, Örnu og Þórunnar Hrundar. Elvar Snær, Skúli og Snorri greiða atkvæði á móti.

Elvar Snær gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaðir geta ekki greitt atkvæði með viðauka númer 7, endurskoðun og ráðgjöf. Í fjárhagsáætlun var ekki gert ráð fyrir 9.000.000 milljónum í fjármálaráðgjöf og endurskoðun og hefðum við viljað sjá þessa fjárhæð nýtta betur.

Elvar Snær Kristjánsson
Skúli Vignisson“

 

Viðauki númer 11, deild 0922 Aðalskipulag (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.600.000 krónur. Deild 0923 Deiliskipulag (Aðalsjóður): útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.000.000 krónur. Deild 0951 Byggingarfulltrúi (Aðalsjóður): Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.600.000 krónur.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með sjö greiddum atkvæðum.

 

Viðauki númer 8, deild 31102 Viðhald ósundurliðað, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 5.000.000 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: Deild 3250 32-ÍÞRÓTTA, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.400.000 krónur. Niðurstaða viðaukans er 4.600.000 krónur, útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með fjórum greiddum atkvæðum, Rúnars, Ágústar, Örnu og Þórunnar Hrundar. Elvar Snær, Skúli og Snorri greiða atkvæði á móti.

Elvar Snær gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaðir geta ekki greitt atkvæði með viðauka númer 8, viðhald ósundurliðað, þar sem mikil viðhaldsþörf er til staðar og full þörf á þessum fjármunum í þessa deild.

Elvar Snær Kristjánsson
Skúli Vignisson“

 

Nettóbreyting viðauka nemur 400.000 tekjumegin í reikningshaldi kaupstaðarins. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé um 1.000.000 króna.

 

Viðaukar Hafnarmálaráð:

Viðauki nr. 9, Deild 4101 Almenn hafnargjöld (Hafnarsjóður): Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, Tekjur samtals 10.000.000 króna.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með sjö greiddum atkvæðum.

 

Viðauki nr. 10, deild 4250, Eignir: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 30.000.000 króna, Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni: 42-BJÓL útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 38.000.000 krónur. 42-HAFN útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 8.000.000 krónur (Lækkar úr 30.000.000 króna niður í 22.000.000 króna.)

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með sjö greiddum atkvæðum.

 

Nettóbreyting viðauka nemur 10.000.000 tekjumegin í reikningshaldi kaupstaðarins. Viðaukanum er mætt með Lántöku í Hafnarsjóði að fjárhæð 20.000.000 króna.

 

Til máls tóku Elvar Snær, Rúnar og bæjarstjóri.

 

 

17. Lán úr lánasjóði sveitarfélaga fyrir Hafnarsjóð Seyðisfjarðarkaupstaðar 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi nr. 1754 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr 20.000.000  með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við hafnarmannvirki sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Aðalheiði Borgþórsdóttur veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út sem og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

Fundargerð á 12 bls.
Fundi slitið kl. 19.14.