1757. bæjarstjórn 15.01.20

1757. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 15. janúar 2020, heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44 og hefst fundurinn kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn. Forseti ber upp afbrigði að bæta inn lið nr. 11 „Miðstöð menningarfræða“ og lið nr. 12 „Kveðja til Vestfjarða“. Afbrigði samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. 2493. fundur bæjarráðs frá 18.12.2019

Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram með fundargerðinni:

Umhverfisnefnd frá 16.12.2019

Umhverfisnefnd frá 25.11.2019

Ferða- og menningarnefnd frá 09.12.2019

Fræðslunefnd frá 03.12.2019

 

Tillaga í lið 1.1. í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 8 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. 2494. fundur bæjarráðs frá 02.01.2020

Eftirfarandi fundargerð er lögð fram með fundargerðinni:

Velferðarnefnd frá 17.12.2019

 

Tillaga í lið 6 í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 6 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og bæjarstjóri um lið 8.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. 2495. fundur bæjarráðs frá 08.01.2020

 

Tillaga í lið 2.1. í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 5 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina. Vilhjálmur, bæjarstjóri og Elvar Snær um liði 3 og 4.

 

Elvar Snær leggur fram tillögu frá minnihlutanum:

„Bæjarstjórn samþykkir að fresta máli er varðar vaktsímagreiðslur áhaldahúss og vísa því til umfjöllunar í undirbúningsstjórn.“


Tillaga felld með fjórum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Örnu og Rúnars. Elvar Snær, Oddný Björk og Vilhjálmur greiða atkvæði með tillögunni.

 

Vilhjálmur gerir grein fyrir atkvæði sínu:

Undirritaður samþykkir fundargerð bæjarráðs nr. 2495 með fyrirvara vegna dagskrárliða nr. 3 og nr. 4 en afgreiðsla þeirra liða er heldur ólánleg og samrýmist vart 121. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Hafnarmálaráð 1. fundur frá 07.01.2020

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina. Elvar Snær og bæjarstjóri um liði 2, 3 og 6. Vilhjálmur og Rúnar um lið 2.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Samræming gjalddaga fasteignargjalda Seyðisfjarðarkaupstaðar við Borgarfjarðarhrepp, Fljótsdalshérað og Djúpavogshrepp vegna sameiningar sveitarfélaga 2020.

 

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi tillögu við áður samþykkta tillögu bæjarstjórnar á gjalddögum fasteignagjalda 2020 vegna sameiningu sveitarfélaga:

„Bæjarstjórn samþykkir að gjalddagar verði 9 fyrir árið 2020; 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október.“

 

Enginn tók til máls.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2019 til kaupa á spjaldtölvum fyrir Seyðisfjarðarskóla.“

 

Viðauki nr. 13 vegna kaupa á spjaldtölvum fyrir Seyðisfjarðarskóla kr. 5.223.936. Viðaukinn verður fjármagnaður af deild: 04211, grunnskóladeild, lykill: 1110 mánaðarlaun og deild 04211 grunnskóladeild, lykill 4990, önnur þjónustukaup, bókaður á deild 04211, grunnskóladeild, lykill 2855, tölvubúnaður.

 

Til máls tóku Elvar Snær, bæjarstjóri, Vilhjálmur og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars, Örnu, Oddnýjar Bjarkar og Elvars Snæs. Vilhjálmur greiddi atkvæði á móti.

 

Vilhjálmur gerir grein fyrir atkvæði sínu:

Í 121. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 í XII. kafli sem heitir Sameining sveitarfélaga er fjallað um fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu og er 121. greinin svohljóðandi: 121. gr. Fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu. Hafi tillaga um sameiningu hlotið samþykki skv. 119. og 120. gr. er sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga óheimilt að skuldbinda sveitarfélag eða samþykkja greiðslur úr sveitarsjóði sem ekki leiðir af lögum, fjárhagsáætlun eða þegar samþykktum viðauka við hana nema allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir samþykki slíka ráðstöfun.“

Engin gögn liggja fyrir um að samþykkis hafi verið aflað.

 

Bæjarstjóri tók til máls.

 

7. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020

 

Viðauki nr. 1 vegna vaktsíma áhaldahúss kr. 2.500.000. Viðaukinn verður fjármagnaður af deild: 31102, viðhald ósundurliðað, lykill: 4990, Önnur þjónustukaup,  bókaður á deild: 3321, Áhaldahús lykill: 1122, Tímamæld yfirvinna .

Viðauki nr. 2 viðbótastyrkur til LungA skóla kr. 1.000.000. Viðaukinn verður fjármagnaður af deild: 2159, lykil: 9991, styrkir og framlög og færist á deild: 04591, LungA skólinn.

 

Til máls tóku Oddný Björk, Rúnar, Oddný Björk, Elvar Snær, Rúnar og Elvar Snær.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna viðbótarstyrks til LungA skólans.“

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars og Örnu. Oddný Björk, Elvar Snær og Vilhjálmur greiða á móti.

Elvar Snær og Oddný Björk gera grein fyrir atkvæðum sínum:

Það er ákaflega sérstakt og óeðlilegt að gera viðauka um aukastyrk upp á 1.000.000 kr. svona stuttu eftir að fjárhagsáætlun var samþykkt. Umræður í undirbúningi að fjárhagsáætlun og samþykkt fjárhagsáætlun voru ekki á þá leið að veita styrk til Lunga skólans að upphæð 2.250.000 kr. Með þessum viðauka er tekinn þriðjungur af heildarupphæð sem er ætluð til almennra styrkveitinga. 

Elvar Snær Kristjánsson
Oddný Björk Daníelsdóttir.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna vaktsíma áhaldahúss.“

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars og Örnu. Elvar Snær og Vilhjálmur greiða á móti. Oddný Björk situr hjá.

Elvar Snær gerir grein fyrir atkvæði sínu:

Það er einkennilegt og taktlaust að gera slíkan viðauka að upphæð 2.500.000 kr. þegar vart er liðinn mánuður frá því að fjárhagsáætlun var samþykkt. Þetta er mál sem á heima í nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags og ætti að fjalla um í undirbúningsstjórn svo að hægt sé að fara heildstætt yfir málið með tilliti til hinna byggðarkjarnanna.

Elvar Snær Kristjánsson.

Vilhjálmur gerir grein fyrir atkvæðum sínum:

Í 121 grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 í XII. kafli. sem heitir Sameining sveitarfélaga er fjallað um fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu og er 121. greinin svohljóðandi: „121. gr. Fjárhagslegar ráðstafanir eftir samþykkt sameiningartillögu. Hafi tillaga um sameiningu hlotið samþykki skv. 119. og 120. gr. er sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga óheimilt að skuldbinda sveitarfélag eða samþykkja greiðslur úr sveitarsjóði sem ekki leiðir af lögum, fjárhagsáætlun eða þegar samþykktum viðauka við hana nema allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir samþykki slíka ráðstöfun.“

Engin gögn liggja fyrir um að samþykkis hafi verið aflað.

Fyrir liggur að á 1. fundi framkvæmdahóps á vegum undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps var ákveðið að mannauðsmál falli undir verksvið stjórnsýsluhóps á vegum undirbúningsstjórnarinnar og því rétt að sá hluti viðauka fái umfjöllun þar.

 

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun frá meirihlutanum:

Það sætir furðu að minnihlutinn leggi til atlögu við framlagða viðauka. Þeir viðaukar sem hér eru lagðir fram eru ætlaðir til þess að bæta grunnþjónustu og starfsaðstöðu í grunnstofnunum bæjarins, áhaldahúsi og Seyðisfjarðarskóla. Einnig til þess að styðja fjárhagslega við fyrsta listalýðskóla landsins sem enn er í mótun og þarfnast stuðnings. LungA skólinn er sjálfseignastofnun og mun áfram greiða leigu fyrir aðstöðuna í Herðubreið upp á kr. 3 milljónir á ári.

           

Elvar Snær tók til máls og Vilhjálmur sem lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður leggur fram eftirfarandi bókun vegna ásakana í bókun meirihluta L listans.
Undirritaður hefur gert grein fyrir því að hann telur málsmeðferð varðandi viðauka ekki standast 121. gr. Sveitarstjórnarlaga og sé auk þess ólánleg með hliðsjón af ný samþykktri fjárhagsáætlun. Meirihlutinn velur að veitast að minnihlutanum með bókun og ásökunum um að fara gegn hagsmunum íbúa með afstöðu sinni. Þeim ásökunum er vísað á bug. Skoðanir kunna að vera ólíkar um efnislegrar áherslur sem viðaukarnir innihalda en gefa vart tilefni til slíkra ásakana.

Vilhjálmur Jónsson.

 

8. Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn :

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fela byggingafulltrúa að yfirfara og bæta inn í samþykkt kaupstaðarins með tilliti til lagabreytingarinnar. Breytingin er svohljóðandi: Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitarfélagsins, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili.“

 

Til máls tóku Vilhjálmur og bæjarstjóri.

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir að fresta liðnum til næsta bæjarstjórnarfundar.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Varaaflsbúnaður Rarik á Seyðisfirði – Minnisblað bæjarstjóra frá 09.01.2020

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti minnisblaðið.

 

10. Greiðslur vegna fundarsetu undirbúningsstjórnar og HSAM hóps (heilsueflandi samfélags)

 

Forseti ber upp eftirfarandi tillögur:

„Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar undirbúningsstjórnar sameinaðs sveitarfélags fái greitt fyrir setna fundi auk aksturskostnaðar.“

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

„Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar stýrihóps heilsueflandi samfélags fái greitt fyrir setna fundi.“

 

Til máls tóku Oddný Björk, Arna, Oddný Björk, Elvar Snær, Hildur og Arna.

 

Tillaga samþykkt með fimm greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars, Örnu og Oddnýjar Bjarkar. Elvar Snær og Vilhjálmur sitja hjá.

 

11. Miðstöð menningarfræða

 

„Bæjarstjórn heimilar atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar að kalla til aðila MM fræða samkvæmt ábyrgðaraðildarsamningi við Austurbrú og mögulega aðra hagmunaaðila til að fara yfir drög frá 9. mars 2015: Miðstöð menningarfræða- hlutverk, starfsemi, skipulag, með það að leiðarljósi að efla starfsemi MM- fræða og skerpa á verkefnum."

 

Til máls tóku  Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, Oddný Björk, bæjarstjóri og Vilhjálmur.

 

Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

  

12. Kveðja til Vestfjarða

 

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar sendir hlýjar kveðjur til íbúa Vestfjarða við þær aðstæður sem uppi eru nú vegna óveðurs og hamfara. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.

 

Fundargerð á 11 bls.
Fundi slitið kl. 18.15.