1759. bæjarstjórn 26.02.20
1759. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar – aukafundur
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 2. hæð) og hefst fundurinn kl. 15:30.
Fundinn sátu:
Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir í stað Þórunnar Hrundar Óladóttur L-lista,
Arna Magnúsdóttir L-lista,
Vilhjálmur Jónsson B-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,
Rúnar Gunnarsson L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Gerðir fundarins:
Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar og setti fundinn.
Dagskrá:
1. Kosning í yfirkjörstjórn og varamanna í undirkjörstjórn
Lögð fram tillaga um kjör fulltrúa í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem fram fara 18. apríl n.k. Lagt er til að aðal- og varamenn sitji fundi yfirkjörstjórnar og vinni sameiginlega að undirbúningi og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga, kjörs fulltrúa í heimastjórnir og atkvæðagreiðslu um nafn á sveitarfélagið.
Aðalfulltrúar
Stefán Þór Eyjólfsson Fljótsdalshéraði
Ásdís Þórðardóttir Djúpavogi
Björn Aðalsteinsson Borgarfirði
Varafulltrúar
Guðni Sigmundsson, Seyðisfirði
Arna Christiansen Fljótsdalshéraði
Þórunn Hálfdánardóttir Fljótsdalshéraði
Í kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar er tilnefndur Jón Halldór Guðmundsson sem varamaður í stað Ástu Guðrúnar Birgisdóttur sem verður aðalmaður í stað Guðna Sigmundssonar sem tilnefndur er í yfirkjörstjórn fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með sjö greiddum atkvæðum.
2. Viðauki vegna þríhliða samnings milli SSA, Skaftfells og Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar 2020.
Viðauki 3 – vegna hækkunar þríhliða samnings milli SSA, Skaftfells og Seyðisfjarðarkaupstaðar kr 1.000.000. Viðaukinn verður fjármagnaður af deild 31102, Viðhald ósundurliðað, lykill 4990, Önnur þjónustukaup, bókaður á deild 0589 Lykill 9992 Skaftfell, miðstöð myndlistar.
Til máls tóku Vilhjálmur, bæjarstjóri, Vilhjálmur og leggur fram tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fjármögnun á viðbótarútgjöldum vegna samnings við Skaftfell að upphæð 1.000.000 krónur færist á lykli 2159-9991.
Greinargerð.
Með tillögunni er gert ráð fyrir að viðbótarfjármögnun af lykli sem er ráðstöfunarfé til að mæta óvæntum útgjöldum. Það hefur verið sameiginleg skoðun bæjarfulltrúa að leggja beri áherslu á viðhald eigna kaupstaðarins sem full þörf er á. Með samþykkt tillögunnar er horfið frá því að rýra viðhaldsfé eignasjóðs eins og gert er ráð fyrir með framlögðum viðauka sem ekki er í raun þörf á og því hægt að fylgja viðhaldsáætlun óbreyttri.
Til máls tóku Benedikta, bæjarstjóri og Vilhjálmur.
Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Fundargerð á 3 bls.
Fundi slitið kl. 15.58.