1765. bæjarstjórn 15.07.20

1765. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 15. júlí 2020 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fjarfund í Zoom og hófst fundurinn kl. 16:00.Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir í stað Benediktu G. Svavarsdóttur L-lista,

Vilhjálmur Jónsson B-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundarritari var Jónína Brá Árnadóttir.

 

Gerðir fundarins:

1. Bæjarráð 2514. fundur frá 18.06.2020.

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram með fundargerðinni:

Umhverfisnefnd frá 02.06.2020.

Ferða- og menningarnefnd frá 08.06.2020.

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Bæjarráð 2515. fundur frá 25.06.2020.

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Bæjarráð 2516. fundur frá 02.07.2020.

Fundargerð Velferðarnefndar frá 19.06.2020 lögð fram með fundargerðinni:

 

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina og bæjarstjóri  varðandi lið nr. 5.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Bæjarráð 2517. fundur frá 08.07.2020.

Fundargerð Umhverfisnefndar frá 06.07.2020 lögð fram með fundargerðinni:

 

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

Til máls tóku Elvar Snær, Rúnar, Vilhjálmur og bæjarstjóri um lið nr. 2

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Hafnarmálaráð, fundur nr. 7 frá 30.06.2020.

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær, Þórunn og bæjarstjóri um lið nr. 2, Vilhjálmur, Þórunn, Rúnar og bæjarstjóri um liði 2, 3 og 7.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til eins árs sbr. samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, skv. 9. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

„Forseti leggur fram þá tillögu að kosning í nefndir, ráð og stjórnir haldist óbreytt frá kosningu í júní 2019“

Kosning forseta- og varaforseta bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar var kosin Hildur Þórisdóttir, varaforseti var kosin Þórunn Hrund Óladóttir.

Kosning í bæjarráð

Tilnefnd voru Rúnar Gunnarsson formaður, Hildur Þórisdóttir varaformaður og Elvar Snær Kristjánsson.

Vilhjálmur Jónsson sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Kosning skrifara. Tveir aðalmenn og tveir til vara.

Tilnefndir sem aðalmenn Þórunn Hrund Óladóttir og Elvar Snær Kristjánsson. Til vara Rúnar Gunnarsson og Oddný Björk Daníelsdóttir. 

Kosning fulltrúa og varafulltrúa á fund SSA

Tilnefndir voru sem aðalmenn Hildur Þórisdóttir, Rúnar Gunnarsson og Elvar Snær Kristjánsson. Til vara Þórunn Hrund Óladóttir, Arna Magnúsdóttir og Oddný Björk Daníelsdóttir. 

Skólaskrifstofa Austurlands. Fulltrúi og varafulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofunnar.

Tilnefndur er bæjarstjóri og til vara formaður bæjarráðs.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Fulltrúi og varafulltrúi á aðalfund og aðra fulltrúafundi, samkvæmt samþykktum byggðasamlagsins.

Tilnefndur formaður bæjarráðs og til vara bæjarstjóri. 

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum

 

7. Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna sparkvallar .

Forseti ber upp eftirfarandi viðauka:

Viðauki 4 : Áhrif í rekstri eru 5 millj. kr til lækkunar á kostnaði og er öll í A hluta v/sparkvallar. Á móti hækkar fjárfesting ársins um sömu fjárhæð og einnig öll í A hluta.

Deild 31102 Viðhald ósundurliðað – Lykill 4960 kr. 1.000.000

Deild 31102 Viðhald ósundurliðað – Lykill 4965 Viðhald húsa kr. 1.000.000

Deild 31102 Viðhald ósundurliðað – Lykill 4981 Vinna verkamanna (innri þjónusta) kr. 2.000.000

Deild 31102 Viðhald ósundurliðað – lykill 4990  Önnur þjónustukaup

kr. 1.000.000

 

Færist yfir á deild 0664 Sparkvöllur við Túngötu Lykil 4990 Önnur þjónustukaup.

 

Til máls tóku Vilhjálmur, bæjarstjóri, Vilhjálmur, Hildur, Vilhjálmur, Þórunn og bæjarstjóri.

 

Viðaukinn samþykktur með sjö greiddum atkvæðum með þeim fyrirvara að viðaukinn verði færður á rétta deild.

 

8. Viðauki vegna veðskuldabréfs  Haföldunnar.

Skuldabréfið var gefið út til 10 ára með einum gjalddaga á ári, þann 1. október ár hvert, fjárhæð kr. 1.800.000,- að viðbættum verðbótum, en engum vöxtum, sbr. ákvæði veðskuldabréfsins. Upphaflegur höfuðstóll kröfunnar kr. 18.000.000,- er til kominn vegna kaupsamnings milli sömu aðila á fasteigninni að Suðurgötu 8, Seyðisfirði (Gamla spítala) fastanúmer 216-8824. Vegna aðstæðna í samfélaginu hafa aðilar nú orðið sammála um að fresta greiðslu sem er á gjalddaga 1. október 2020, aftur til 1. október 2024. Við það lengist afborgunartími veðskuldabréfsins um eitt ár. Greiðslan mun eftir sem áður bera verðbætur, en enga vexti eins og upphaflega er tilgreint í veðskuldabréfinu frá 8. mars 2013, sbr. þinglýst veðskuldabréf dags. 15. mars 2015.

 

Fyrirliggjandi viðauki samþykktur með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Borgarfjarðarhreppur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2020

Meðfylgjandi er viðauki 1 við fjárhagsáætlun ársins 2020.

Fjárfesting eignasjóðs hækkar um 64,8 millj. kr. (85,3 millj. kr. – 20,5 millj. kr. framlag ríkisins) . Fjármagnað með lántöku að fjárhæð 51,2 millj. kr. og af handbæru fé að fjárhæð 13,6 millj. kr. (framlög sveitarfélagsins 10,2 millj. kr. + 3,4 millj. kr. )

 

Viðaukinn samþykktur með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Gamla ríkið, tilnefning í vinnuhóp og drög að erindisbréfi.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og felur bæjarstjóra að kalla hópinn saman sem mun heyra undir bæjarráð.


Í vinnuhóp fyrir Hafnargötu 11 eru tilnefndir eftirtaldir aðilar:

Aðalheiður Borgþórsdóttir

Ágúst Torfi Magnússon 

Skúli Vignisson“

 

Til máls tóku Elvar Snær, Rúnar, Oddný Björk, Hildur, bæjarstjóri, Þórunn, Oddný Björk, bæjarstjóri, Vilhjálmur, bæjarstjóri, Rúnar, Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars og Örnu. Oddný Björk greiðir atkvæði á móti, Vilhjálmur og Elvar Snær sitja hjá.

Oddný Björk gerir grein fyrir atkvæði sínu: „Ég kýs á móti þessari tillögu þar sem ég tel að einn einstaklingur gæti sinnt þeim störfum sem nefndinni er ætlað“.

 

11. Gamla ríkið – formleg afhending hússins.

Fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson kemur til Seyðisfjarðar þann 24. júlí nk.  til þess að afhenda Seyðisfjarðarkaupstað Hafnargötu 11; Gamla ríkið  formlega til eignar ásamt 100 milljóna kr. framlagi til endurgerðar á húsinu. Bæjarstjóra er falið að undirbúa athöfnina sem fer fram í Gamla ríkinu milli kl. 12 og 13 þann dag. 

 

Enginn tók til máls.

 

12. Skaftfell Bistro – Leyfisumsókn.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Veitingastaður í flokki III. Umsækjandi er Húsahótel ehf. vegna Skaftfells Bistro.

Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.

Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.

Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.

 

Bæjarstjórn samþykkir með sjö greiddum atkvæðum að veita jákvæða umsögn.

 

13. Umsögn um nýtt námuleyfi í Efri Staf, Seyðisfirði.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu: 

Efnistaka í Efri Staf í Seyðisfirði. Beiðni um umsögn.

Bæjarstjórn telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga nr. 106/2000. Bæjarstjórn telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Bæjarstjórn tekur undir með umhverfisnefnd um að gera þurfi aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar og vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

14. Fjarðarheiðargöng

Framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng eiga að hefjast árið 2022 samkvæmt nýrri samgönguáætlun til fimm ára sem samþykkt hefur verið á Alþingi. Með

bættum samgöngum mun vetrareinangrun Seyðfirðinga ljúka og öryggi íbúa verður tryggt. Þessi mikilvæga samgöngubót mun hafa veruleg áhrif á íbúaþróun, lífsgæði og öryggi íbúa á staðnum auk þess að spila stórt hlutverk í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar fagnar þessum merku tímamótum sem er stórt skref til styrkingar Austurlands alls.

 

Fundargerð á  bls. 7
Fundi slitið kl. 17:40.

 

Videoupptaka í zoom