1766. bæjarstjórn 12.08.20
1766. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar fjarfund í Zoom og hófst fundurinn kl. 16:00. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum.
Fyrsti liður á dagskrá verður ræddur fyrir luktum dyrum að hluta til samkvæmt samþykktum um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, 12. grein.
Fundinn sátu:
Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,
Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,
Benedikta G. Svavarsdóttir L-lista,
Vilhjálmur Jónsson B-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,
Rúnar Gunnarsson L-lista,
Skúli Vignisson í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D-lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri var fjarverandi.
Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Dagskrá:
1. Lausar skólastofur
Undir þessum lið lýsir Þórunn Hrund sig vanhæfa vegna aðkomu að málinu sem skólastjóri.
Vanhæfi samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
Þórunn Hrund víkur af fundi og Ágúst Torfi Magnússon L-lista mætir inn fyrir hana undir þessum lið kl. 16.05. Undir þessum lið mætir Svandís Egilsdóttir, skólastjóri í leyfi.
Fundurinn var lokaður þar sem mikilvægt þótti að afgreiða fyrsta lið á dagskrá og að gefa bæjarfulltrúum kost á að ræða málið óháð stífum fundarsköpum. Að öðrum kosti hefði hver fundarmaður einungis mátt tala tvisvar sem er mjög hamlandi í óútkljáðu máli. Fyrir liggja tilboð í mismunandi stórar einingar á mismunandi verðum frá Húsasmiðjunni, Orteka, Hrafnshólum og Hoffelli en gögnin er hægt að fá að skoða á bæjarskrifstofunni.
Forseti ber upp eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð í tvær kennslustofueiningar frá Orteka og gefur skólastjóra fullt umboð til að ganga frá málinu og að undirrita öll skjöl varðandi kaupin fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skólastjóra ásamt byggingarfulltrúa og bæjarverkstjóra er falið að ganga formlega frá byggingarleyfi og að semja við smiði, pípara og rafvirkja um uppsetningu og frágang á einingunum.“
Til máls tók Vilhjálmur og leggur fram bókun:
„Undirritaður gerir alvarlega athugasemd við að umfjöllun á bæjarstjórnarfundi um húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla skuli fara fram fyrir luktum dyrum og þegar gögn er enn í dag að berast og málið ekki fullunnið eða afgreitt frá bæjarráði og leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir og óskir um upplýsingar.
Hvenær var og af hverjum tekin ákvörðun um að fela skólastjóra Seyðisfjarðarskóla að afla tilboða í viðbótarkennslustofur (einingahús.
Hvenær og hvar var auglýsing eftir tilboðum í viðbótarkennslustofur (einingahús) birt og eða hvernig fór val á bjóðendum fram og hverjum gafst færi á að bjóða.
Hvaða viðmið og eða skilmálar voru sett fyrir tilboðsgerðina sem tilboðin þurftu að uppfylla og hvaða frávik voru heimiluð.
Hver óskaði eftir stuðningsyfirlýsingu stjórnenda Seyðisfjarðarskóla við eitt tilboðið í viðbótarkennslustofur (einingahús) fyrir þennan bæjarstjórnarfund og hvernig hún samræmist 10 gr. siðareglna kjörinna fulltrúa kaupstaðarins.
Óskað er eftir að fyrirspurnir þessar og svör við þeim verði færðar í fundargerðina.
Einnig er óskað eftir að þarfagreining og umfjöllun fræðslunefndar um hana verði afhent bæjarfulltrúum ásamt auglýsingu eftir tilboðum í viðbótarkennslustofur (einingahús) fyrir næsta fund bæjarráðs.
Vilhjálmur Jónsson„
Til máls tóku Rúnar, Vilhjálmur og Rúnar.
Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum; Hildar, Rúnars, Ágústs, Benediktu, Skúla og Oddnýjar Bjarkar. Eitt atkvæði á móti, frá Vilhjálmi.
Þórunn Hrund kemur aftur inn á fundinn kl. 16.32 og Ágúst Torfi Magnússon víkur af fundi.
2. Bæjarráð 2518. fundur frá 29.07.2020
Liður 1 í fundargerð er lagður fram sem sérliður nr 5 í dagskrá.
Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
3. Bæjarráð 2519. fundur frá 06.08.2020
Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Oddný Björk og Rúnar um lið 1.1.
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
4. 8. fundur Hafnarmálaráðs frá 28.07.2020
Til máls tók Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina.
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu :
„Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag vegna Angró og felur Hafnarstjóra að undirbúa viðauka fyrir 4 milljónum af lið 4250-11470-42-SJÓV.“
Til máls tók Skúli sem vakti athygli á vanhæfi sínu.
Vanhæfi samþykkt með sjö greiddum atkvæðum. Skúli vék af fundi kl. 16.43.
Til máls tóku Vilhjálmur, Þórunn Hrund, Oddný Björk, Þórunn Hrund, Vilhjálmur og Þórunn Hrund.
Tillaga samþykkt með sex greiddum atkvæðum.
Skúli mætir aftur inn á fund kl. 16.47.
Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
5. Fljótsdalshérað - 20.08.2020 - Breyting á aðalskipulagi
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu :
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar veitir jákvæða umsögn varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008–2028 vegna Fjarðarheiðarganga.„
Enginn tók til máls.
Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.
6. Sigurjón Bjarnason - 10.08.2020 - Nafn á sameinuðu sveitarfélagi
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð á 5 bls.
Fundi slitið kl. 17:13.