1767. bæjarstjórn 09.09.20

1767. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 9. september 2020 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar fjarfund í Zoom og hófst fundurinn kl. 16:00. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum.

 

Fundinn sátu:

Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,

Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,

Arna Magnúsdóttir í stað Benediktu G. Svavarsdóttur L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,

Rúnar Gunnarsson L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri,

Vilhjálmur Jónsson B-lista, boðaði forföll.

 

Fundarritari var Eva Jónudóttir.

 

Gerðir fundarins:

Forseti býður fulltrúa velkomna og setur fundinn.

 

Dagskrá:

1. 2520. fundur í bæjarráði frá 19.08.20.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær og bæjarstjóri um lið 2.

 

Fundargerð samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

2. 2521. fundur í bæjarráði frá 26.08.20.

Til máls tók Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

3. 2522. fundur í bæjarráð frá 02.09.20.

Tillaga undir lið 5 í fundargerð er tekin fyrir sem liður 6 í dagskrá.

Til máls tóku Rúnar formaður bæjarráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær, bæjarstjóri, Elvar Snær og Rúnar um lið 1.1.

 

Fundargerð samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

4. Fundur nr. 9 í hafnarmálaráði frá 03.09.2020.

Tillaga undir lið 4 í fundargerð er tekin fyrir sem liður 7 í dagskrá.

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær um liði 2, 6 og 8, Þórunn Hrund um lið 2, bæjarstjóri um lið 6 og Rúnar um lið 8.

 

Fundargerð samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

5. Fundur nr 10 í hafnarmálaráði frá 07.09.2020.

Tillaga undir lið 1 í fundargerð er tekin fyrir sem liður 8 í dagskrá.

Tillaga undir lið 2 í fundargerð er tekin fyrir sem liður 9 í dagskrá.

Til máls tóku Þórunn Hrund formaður hafnarmálaráðs sem kynnti fundargerðina, Elvar Snær, Þórunn Hrund og bæjarstjóri um lið 2.

 

Fundargerð samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

6. Viðaukar nr. 5-7.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 5, Deild 0010 Jöfnunarsjóður (Aðalsjóður): Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, Tekjuminnkun samtals 4.000.000 króna

Viðauki nr. 6, Deild 31111 Steinholt (Tónlistarskóli Austurvegi 22), Tekjur innan við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,  Tekjuminnkun / lækkun söluhagnaðar (Aðrar tekjur)  9.000.000 króna.

Viðauki nr.  7, Deild 3250  Eignir (Eignasjóður), Útgjöld innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 5.000.000 króna. Lækkun á fjárfestingu í „Grunnskóli – færanleg kennslustofa“

Nettóbreyting viðauka er 13.000.000 króna í rekstri kaupstaðarins. Lækkun fjárfestingar er 5.000.000.  Aukum útgjöldum í viðaukanum verður mætt af handbæru fé uppá 8.000.000 króna

Nettóbreyting allra viðauka er 8.000.000 króna í samstæðu kaupstaðarins. Auknum útgjöldum í viðaukanum verður mætt af handbæru fé 8.000.000.

 

Enginn tók til máls.

Viðaukar samþykktir með sex greiddum atkvæðum.

 

7. Viðauki nr. 8.

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 8, Deild 4250 Hafnarsjóður, Flutt er fjárfestingarheimild af Sjóvörnum við Sæból (lykill 4250-11470 – 42-SJÓV) að fjárhæð 4.000.000 króna yfir á Angró (lykill 4250-11470 – 42-HAFN) að fjárhæð 4.000.000.

Nettóbreyting viðauka er 0 krónur í reikningshaldi Hafnarsjóðs.

 

Enginn tók til máls.

Viðaukar samþykktir með sex greiddum atkvæðum.

 

8. Drög að samkomulagi vegna kaupa á Skemmu, fastanúmer F2168585 Hafnargötu 35 – 37 Seyðisfirði.

Bæjarstjórn samþykkir samkomulag um kaup á Skemmu, fastanúmer F2168585 og felur bæjarstjóra að undirrita leigusamning, kaupsamning og samkomulag þar um.

 

Enginn tók til máls.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

9. Viðauki nr. 9. 

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 9, Deild 4250 Hafnarsjóður, Flutt er fjárfestingarheimild af Sjóvörnum við Sæból (lykill 4250-11470 – 42-SJÓV) að fjárhæð 7.000.000 króna yfir á Skemman (lykill 4250-11470 – 42-HAFN) að fjárhæð 7.000.000 króna.

Nettóbreyting viðauka er 0 krónur í reikningshaldi Hafnarsjóðs.

 

Til máls tók Elvar Snær, bæjarstjóri og Rúnar

Viðauki samþykktur með sex greiddum atkvæðum.

 

10. Samband íslenskra sveitarfélaga 28.08.2020. Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

11.Tilnefning í kjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 19. september 2020.

Þorkell Helgason hefur tilkynnt forföll, tilnefndur í hans stað er Jón Halldór Guðmundsson sem varamaður í kjörstjórn.

 

Til máls tóku Oddný Björk, forseti og bæjarstjóri.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

12. Lagður fram kjörskrárstofn fyrir Seyðisfjarðarkaupstað vegna sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosninga sem fram fara 19. september nk.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita kjörskrárstofninn og láta hann liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins samkvæmt reglum þar um.

 

Enginn tók til máls.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

13. Ránargata 8 - Endurnýjun rekstrarleyfis.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Gististaður án veitinga í flokki II. Minna gistiheimili. Umsækjandi er Undiraldan ehf. Forsvarsmaður er Benedikta G. Svavarsdóttir. Starfstöð er Ránargata 8 Seyðisfirði.

Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.

Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð

Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.

 

Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn.   

 

Enginn tók til máls.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

14. Sorpmál - Söfnun á brotajárni.

Landhreinsun ehf. býður sveitarfélaginu upp á söfnun á brotajárni, dekkjum, rafgeymum og öllum málmum.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Landhreinsun ehf. um söfnun á brotajárni, dekkjum, rafgeymum og öllum málmum.

 

Til máls tóku Rúnar, Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, forseti, bæjarstjóri, Rúnar og Elvar Snær.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

15. Gjörningur - umsókn um leyfi.

Linus Lohmann sækir um leyfi til að grafa 70 cm djúpa holu í jörð, 1x1 m á kant, á svæði milli kirkjugarðs og bæjarins. Holan er ætluð til að skoða mannvistarleifar frá stríðsárunum.

Bæjarstjórn samþykkir erindið en fer fram á að holan verði fergjuð til að forðast hættu sem gæti skapast og að henni verði lokað varanlega af leyfishafa að rannsókn lokinni.

 

Til máls tóku Oddný Björk, bæjarstjóri og Elvar Snær.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

16. Hótel Aldan – leyfisumsókn.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Gististaður í flokki IV. Umsækjandi er Húsahótel ehf. Forsvarsmaður er Davíð Kristinsson. Starfstöð er Norðurgata 2 Seyðisfirði. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. júní sl.

Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.

Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð

Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur fyrir og er jákvæð

 

Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn.  

 

Enginn tók til máls.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum.

 

17. Íbúðakjarni

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma verkefninu í útboð hjá Ríkiskaupum.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Elvar Snær, bæjarstjóri, forseti, Rúnar, Oddný Björk, bæjarstjóri, Elvar Snær, forseti, Rúnar, Oddný Björk og bæjarstjóri. 

Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum; Hildar, Þórunnar Hrundar, Rúnars og Örnu. Tveir sitja hjá; Elvar Snær og Oddný Björk

 

Fundargerð á 8 bls.
Fundi slitið kl. 17.04

 

Videoupptaka í zoom