2. fundur í hafnarmálaráði 11.02.19
2. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019
Mánudaginn 11. febrúar 2019 kom hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 09:30
Fundinn sátu:
Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,
Guðjón Már Jónsson L-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri,
Unnar Sveinlaugsson, áheyrnafulltrúi B – lista.
Fundargerð ritaði hafnarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Cruise Iceland – fundargerð frá stjórnarfundi 17.01.2019 (aeco community guidelines fylgir lið „annað; úr fundargerð.)
Lögð fram til kynningar.
2. Tilboð í eftirlitsmyndavélar fyrir ferjuhús.
Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og vinna málið áfram með yfirhafnarverði.
3. Beltun Bjólfsbakka – verksamningur við Köfunarþjónustuna lagður fram til afgreiðslu.
Hafnarstjóra falið að ganga til samninga við Köfunarþjónustuna með fyrirvara um að skilyrði sem hafnarmálaráð setur séu samþykkt af verksala.
4. Angró - eignarhald
Hafnarstjóra falið að fá álit lögfræðings á eignarhaldi Angró og gildandi lóðaleigusamningi.
5. Tilboð í rafmagnshlið fyrir Strandarbakka
Málinu frestað.
Fundi slitið kl. 10.52.