2415. bæjarráð 24.06.20

2515. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Miðivkudaginn 24.06.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L -lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Monika Frycová - Stýrishús Brú – Monika Frycová og eigendur stýrishúss; Sigurbergur og Þorgeir Sigurðssynir, Íris Sturlaugsdóttir eigandi Borgarhóls og Rannveig Þórhallsdóttir mæta á fundinn kl. 16:00 og fara yfir verkefnið Stýrishús Brú.

Gestir viku af fundi kl 16:35

 

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Erindinu er vísað til Umhverfisnefndar til umfjöllunar og afgreiðslu. Umhverfisnefnd er falið að bjóða Moniku og samstarfsfólki á sinn fund vegna erindisins.

 

2. Erindi:

2.1. Jónas Jónsson - 18.06.2020 - Múlavegur 26.

Bæjarráð þakkar erindið. Í ljósi þess að kaupstaðurinn er að fækka eignum er gott boð afþakkað.  

2.2. Vegagerðin – 12.06.2020 – Bréf til landeigenda Fjarðar landeignanr. L155012. Fjarðarheiðargöng, mat á umhverfisáhrifum. Drög að tillögu að matsáætlun og fyrirhugaðar rannsóknir.

Lagt fram til kynningar, bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga – 18.06.2020 – kynning á kerfisáætlun Landsnets og framkvæmdaáætlun.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga -18.06.2020 – Uppfært -  Minnkandi starfshlutfall – Atvinnuleysi.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Mennta- og menningarmálaráðuneytið – 19.06.2020 – skýrsla um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi.

Lagt fram til kynningar.

2.6. Daníel Björnsson – 18.06.2020- ósk um lóðabreytingu .

Bæjarráð samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga formlega frá lóðabreytingunni.

2.7. Skipulagsstofnun – Efnistaka í Efri Staf í Seyðisfirði. Beiðni um umsögn – afgreiðslu frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Erindinu vísað til umsagnar hjá Umhverfisnefnd.

2.8. Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála -22.06.2020- svar við bréfi.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Inni fasteignasala – mat á Hamrabakka 8 og 12.

Málið áfram í vinnslu.

 

4. Tollurinn – staða mála.

Ljóst er að hér er á ferðinni grafalvarlegt mál. Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar skorar á stjórnvöld að gera rannsókn á ferli þessa máls er snýr að fækkun aðstoðarmanna tollembættisins á Seyðisfirði og varðar tollskoðun við móttöku farþega- og bílaferjunnar Norrænu. Það er ekki einungis höggið skarð í opinbera starfsmannaflóru kaupstaðarins heldur er um rangfærslur að ræða í þeim upplýsingum sem okkur hafa verið sendar varðandi málið sem fást ekki staðist.

 

Á síðasta ári voru störf hjá sýslumannsembættinu á Austurlandi staðsettu á Seyðisfirði skorin niður án þess að staðið hefði verið við loforð um annað sem gefin voru í breytingaferlinu. Á sama tíma tala stjórnvöld um fjölgun opinberra starfa á vegum ríkisins á landsbyggðinni.

 

5. Umhverfisvænar hreinlætisvörur stofnana kaupstaðarins – staða mála

Lagt fram til kynningar.

 

6. Júlíana Björk Garðarsdóttir og Sesselja Hlín Jónasardóttir – 22.06.2020 – fyrirspurn vegna byggingar á húsi Sesselju.

Lagt fram til kynningar, málið er nú þegar til afgreiðslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

7. Ísland ljóstengt – aukaúthlutun á árinu 2020.

Málið áfram í vinnslu.

 

8. Hanna Christel – 22.06.2020 – hættuleg róla.

Bæjarráð þakkar erindið, lagt fram til kynningar.

 

 

Fundi slitið kl. 18:23.

Fundargerð er á 3 bls.