2433. Bæjarráð 04.07.18

Fundargerð 2433. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 4.07.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Rúnar Gunnarsson L- lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

 

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 2.6. „Við Lónið ehf. 3.07.18, Vegna umsagna um skemmtanaleyfi“ og sem lið 18 „Ráðning bæjarstjóra“.

Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Frisbígolfvöllur

Á fundinn undir þessum lið mætti Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi. Dagný kynnti tillögu um frisbígolfvöll og hugmyndir og áætlun varðandi hann.

Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að vinna áfram að undirbúningi málsins á grundvelli hugmynda í áætlun um hann.

 

2. Erindi:

2.1. Þjónustufulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar 12.06.18. Garðasláttur fyrir eldri borgara og öryrkja.

Bæjarráð samþykkir að fela þjónustufulltrúa að taka saman drög að samþykkt og gjaldskrá á grundvelli hugmynda með framlagðri tillögu.

2.2. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 19.06.18. Staðfesting vegna umhverfismats.

Í erindinu er staðfest umsókn kaupstaðarins um umhverfismat vegna gerðar varnargarða undir Bjólfi í samræmi við frumathugun um snjóflóðavarnir.

2.3. Tónlistarskólinn á Akureyri 20.06.18. Umsókn nemanda um tónlistarnám í skólanum frá Seyðisfirði.

Í erindinu er tilkynnt um umsókn frá nemanda frá Seyðisfjarðarkaupstað í tónlistarskólann á Akureyri og óskað eftir stuðningi og samstarfi skv. sjöundu grein samkomulags ríkis og sveitarfélaga til eflingar tónlistarmenntunar og jöfnun á aðstöðumun nemenda frá árinu 2011.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi í ágúst.

2.4. Ríkiskaup 22.06.18. Aðild að rammasamningum Ríkiskaupa 2018.

Lagt fram til kynningar.

2.5. LungA School 25.06.18. LungA School BOARD & COLLABORATION.

Á fundinn undir þessum lið mættu Lasse Högenhof og Jonathan Spejelberg skólastjórar LungA School og kynntu skólann og hugmyndir um samstarf  skólans og kaupstaðarins.

2.6. Við Lónið ehf. 03.07.18. V/Umsagna um skemmtanaleyfi.

Í erindinu er óskað eftir að beiðnir um lengdan opnunartíma skemmtistaða/veitingahúsa og/eða annað skemmtanahald með tímabundnum tækifærisleyfum verði bornar undir rekstraraðila og íbúa í umræddu nágrenni.

Bæjarráð samþykkir að koma erindinu á framfæri við leyfisveitanda og að benda í því sambandi á lögreglusamþykkt Seyðisfjarðarkaupstaðar 670/2017. 

2.7. Sýslumaðurinn á Austurlandi 26.06.18. Umsókn um tækifærisleyfi frá Húasahóteli á Norðursíldarplani á LungA 2018.

Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til Húsahótels á Norðursíldarplani á LungA 2018 á grundvelli fyrirliggjandi gagna sem borist hafa frá Sýslumanninum á Austurlandi með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki fasteignaeigenda sem hlut eiga að máli. Enda liggi fyrir að það gengur ekki gegn:

Byggingarleyfi og skipulagsskilmálum.

Lokaúttekt á húsnæði.

Afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og eða leyfi gefið til. Í því sambandi er vísað til lögreglusamþykktar Seyðisfjarðarkaupstaðar númer 670/2017 og viðeigandi ákvæða hennar s.s.  4. greinar og IV.

Starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir

Kröfum heilbrigðisnefndar um m.a hljóðvist.

Kröfum slökkviliðs um brunavarnir.

2.8. Sýslumaðurinn á Austurlandi 26.06.18. Umsókn um tækifærisleyfi frá Húsahótel í Skaftfell Bistro á LungA 2018.

Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til Húsahótels í Skaftfell Bistrói á LungA 2018 á grundvelli fyrirliggjandi gagna sem borist hafa frá Sýslumanninum á Austurlandi með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki fasteignaeigenda sem hlut eiga að máli. Enda liggi fyrir að það gengur ekki gegn:

Byggingarleyfi og skipulagsskilmálum.

Lokaúttekt á húsnæði.

Afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og eða leyfi gefið til. Í því sambandi er vísað til lögreglusamþykktar Seyðisfjarðarkaupstaðar númer 670/2017 og viðeigandi ákvæða hennar s.s.  4. greinar og IV. kafla hennar.

Starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir

Kröfum heilbrigðisnefndar um m.a hljóðvist.

Kröfum slökkviliðs um brunavarnir.

2.9. Sýslumaðurinn á Austurlandi 26.06.18. Umsókn um tækifærisleyfi frá El Grilló ehf í Kaffi Láru á LungA 2018.

Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um tækifærisleyfi til El Grilló ehf í Kaffi Láru á LungA 2018 á grundvelli fyrirliggjandi gagna sem borist hafa frá Sýslumanninum á Austurlandi með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki fasteignaeigenda sem hlut eiga að máli. Enda liggi fyrir að það gengur ekki gegn:

Byggingarleyfi og skipulagsskilmálum.

Lokaúttekt á húsnæði.

Afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og eða leyfi gefið til. Í því sambandi er vísað til lögreglusamþykktar Seyðisfjarðarkaupstaðar númer 670/2017 og viðeigandi ákvæða hennar s.s.  4. greinar og IV. kafla hennar.

Starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir

Kröfum heilbrigðisnefndar um m.a hljóðvist.

Kröfum slökkviliðs um brunavarnir.

2.10. Alda Félag um sjálfbærni og lýðræði 22.06.18. Ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.

Lagt fram til kynningar.

2.11. KPMG 2.07.18. Fræðslufundur fyrir sveitarstjórnarfólk 2018.

Lagt fram til kynningar.

2.12. Fljótsdalshérað 2.07.18 Fjarðarheiðargöng.

Í erindinu er svarað fyrirspurn Seyðisfjarðarkaupstaðar um sameiginlegan fund sveitarfélaganna með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna undirbúnings Fjarðarheiðarganga og eru viðbrögð jákvæð.

2.13. Atli Óskar Fjalarsson 2.07.18. Erindi vegna styrkumsóknar við kvikmyndagerð.

Í erindinu er kynnt gerð kvikmyndar á Seyðisfirði og óskað eftir styrk til gerðar hennar.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 200.000 krónur af lið númer 2159-9991.

2.14. Ungt Austurland 3.07.18. Boð um þátttöku í Náms- og atvinnulífsýningu Austurlands.

Bæjarráð samþykkir þátttöku kaupstaðarins fyrir sitt leyti og vísar framkvæmd til atvinnu- og framtíðarnefndar og atvinnufulltrúa.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga númer 861 frá 29.06.18.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Samband íslenskra sveitarfélaga 14.06.18. Leiðbeiningar og tilkynning kennara vegna vals á menntunarákvæði/Launatöflu 1.08.18.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að leiðbeiningaskjali.

 

5. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.06.18. Námsferð til Danmerkur.

Bæjarráð samþykkir eftir nánari skoðun að taka ekki þátt í námsferð á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til Danmerkur.

 

6. Múlavegur 18-40 – Áætlun um hönnun.

Bæjarráð samþykkir að taka afstöðu til málsins við gerð fjárhagsáætlunar.

 

7. Erindisbréf.

Hér samþykkti bæjarráð klukkan 19:46 að fresta fundi til klukkan 15 fimmtudaginn 5. júní 2018.

Fundi framhaldið 5. júní 2018 kl. 15.

Lögð fram drög að erindisbréfum fyrir fjármálanefnd, íþrótta- og menningarnefnd, atvinnu- og nýsköpunarnefnd, fræðslunefnd, hafnarmálaráð, umhverfisnefnd, velferðarnefnd og skipulags- og byggingarnefnd.

Fram fer ítarleg umræða um framlögð drög að erindisbréfum. Áfram í vinnslu.

 

8. Skaftfell 20 ára.

Rætt um afmælisgjöf í tilefni af 20 ára afmæli miðstöðvarinnar.

 

9. Netföng kjörinna fulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að taka málið til umfjöllunar samhliða aðgerðum vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar.

 

10. Knattspyrnuvöllur – vinnuhópur – erindisbréf.

Bæjarráð samþykkir að skipa í vinnuhóp um endurgerð yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg þau Brynjar Skúlason formaður, Margrét Vera Knútsdóttir varaformaður, Sveinn Ágúst Þórsson og Þorvaldur Jóhannsson.

Bæjarráð samþykkir jafnframt framlagt erindisbréf vinnuhópsins.

 

11. Fjármál 2018.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöð 31.05.2018.

 

12. Húsasaga Seyðisfjarðar – endurútgáfa.

Fram fer umræða um stöðu vegna endurútgáfu Húsasögu Seyðisfjarðar.

 

13. Ránargata 3. –  fyrirspurn frá Íbúðalánasjóði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði vegna fyrirspurnarinnar.

 

14. Miðtún 10. – fyrirspurn frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir við fjármála- og efnahagsráðuneytið að framkvæmt verði annað verðmat en fyrir liggur vegna eignarinnar.

 

15. Minnkun förgunarkostnaðar – Erindi frá Skógarafurðum.

Fram fer umræða um erindið sem lýtur að úrvinnslu trjáúrgangs.

Bæjarráð telur ekki forsendur til að taka málið áfram.

 

16. Heilbrigðisþjónusta á Seyðisfirði.

Bæjarráð samþykkir í ljósi stöðu heilbrigðismála á Seyðisfirði að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

 

17. Aðalskipulag Seyðisfjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fela umhverfisnefnd að meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag kaupstaðarins 2010-2030. Jafnframt að gera tillögu um svæði til gerðar deiliskipulags.

 

18. Ráðning bæjarstjóra.

Lögð fram tilboð í vinnslu gagna, viðtöl, persónuleikapróf til að vega og meta faglega hver er hæfastur í starfið. Tilboðin eru frá Capacent og hljóðar upp á 380.000 krónur án virðisaukaskatts og Hagvangi sem hljóðar upp á 350.000 krónur á virðisaukaskatts.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Hagvang á grundvelli hagstæðara tilboðs.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:44.