2434. Bæjarráð 11.07.18

Fundargerð 2434. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 11.07.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 13:00. 

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Rúnar Gunnarsson L- lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins.

1. Heilbrigðisþjónusta á Seyðisfirði.

Á fundinn undir þessum lið mættu Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Emil Sigurjónsson mannauðsstjóri stofnunarinnar og Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar.

Fram fer ítarleg umræða um mönnun stofnunarinnar og sérstaklega starfseminnar á Seyðisfirði og erfiðleika með að fullmanna stöður, tæknilausnir, samgöngur og heilbrigðisþjónustu almennt. Fram kom að heldur hallar á hvað varðar fjármögnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni samanborið við suðvesturhorn landsins.

 

2. Ungmennaráð:

2.1. Starfsemi ráðsins.

Á fundinn undir þessum lið mætir Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi. Hún gerði grein fyrir starfsemi Ungmennaráðs undanfarna mánuði.

2.2. Tillaga að nýju erindisbréfi ungmennaráðs.

Lögð fram drög að nýju erindisbréfi fyrir Unmennaráð Seyðisfjarðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa drögunum til umfjöllunar með öðrum tillögum að erindisbréfum nefnda sem þegar eru í vinnslu bæjarráðs.

 

3. Erindi:

3.1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 04.07.18. Aðalfundur SSA 2018.

Lagt fram til kynningar.

3.2. Vegagerðin 4.07.18. Styrkvegir 2018.

Í erindinu er kynnt úthlutun til Seyðisfjarðarkaupstaðar úr styrkvegasjóði 2018 að upphæð 1.500.000 krónur.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tillögum frá bæjarverkstjóra á grundvelli ástands leiða sem sótt var um framlag í.

3.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 5.07.18. Tilkynning til Persónuverndar um persónuverndarfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

3.4. Veðurstofa Íslands 06.07.18. Umsögn Verðurstofu Íslands vegna rekstrarleyfis fyrir gistiheimili að Strandarvegi 21.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til vinnu umhverfisnefndar vegna málsins.

3.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 9.07.18. Val leikskólakennara – mat á viðbótarmenntun.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að leiðbeiningarskjali.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð SvAust 24.05.18.

Lögð fram til kynningar.

4.2. Fundargerð SvAust frá 13.06.18.

Lögð fram til kynningar.

4.3. Fundargerð SvAust frá 26.06.18.

Lögð fram til kynningar.

 

5. Liður nr. 2.5. frá 2433 fundi bæjarráðs - LungA School 25.06.18. LungA School BOARD & COLLABORATION.

Lögð fram tillaga frá meirihluta bæjarráðs að Seyðisfjarðarkaupstaður þiggi boð um setu í stjórn LungA School.

Tillagan samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarráðs. Elvar Snær Kristjánsson situr hjá.

Meirihlutinn tilnefnir Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur af L-lista í stjórn LungA School.

Tillagan samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarráðs. Elvar Snær Kristjánsson situr hjá.

 

6. Samningur við Íslenska Gámafélagið um jarðgerð, kurlun og flutninga á lífrænum úrgangi, timbri og viðarkurli.

Lagður fram viðauki við eldri samning um sorphirðu við Íslenska Gámafélagið. Viðaukinn snýr að jarðgerð, kurlun, flutningi á lífrænum úrgangi og viðarkurli.

Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd kaupstaðarins.

 

7. Ránargata 3. – Íbúðarlánasjóður – verðmat.

Lagt fram verðmat Íbúðarlánasjóðs á eiginni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna Íbúðarlánasjóði að ekki séu áform um að falast eftir eigninni.

 

8. Miðtún 10. – fyrirspurn frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu - verðmat.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma ábendingu bæjarráðs um verðmat til Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

 

9. Fræðslufundur á vegum KPMG.

Bæjarráð samþykkir að taka boði KPMG um fræðslufund og felur bæjarstjóra að undirbúa hann og að miða tímasetningu við miðbik septembermánaðar 2018.

 

10þ Persónuverndarmál.

Lögð fram drög að samningi um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starfa persónuverndarfulltrúa. Drögin miðast við að á komist samningur milli Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Jafnframt kynnt möguleg útgjöld vegna samningsins og fleiri atriði er snúa að málinu.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar. Með samningnum verður verkefnastjóri innleiðingar persónuverndarlöggjafar hjá Fljótsdalshéraði persónuverndarfulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:45.