2435. Bæjarráð 25.07.18

Fundargerð 2435. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 25.07.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal Silfurhallarinnar, eftir lið 3 var fundi fram halidð á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Rúnar Gunnarsson L- lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Persónuverndarlöggjöf – innleiðing kynning.

Á fundinn undir þessum lið mætti Aron Thorarensen persónuverndarfulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Jafnframt mættu bæjarfulltrúarnir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir L-lista, Hildur Þórisdóttir L-lista og Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista.

Aron kynnti fyrirhugað ferli og verkefnaáætlun við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar.

Sérstaklega var fjallað um netföng kjörinna fulltrúa og nefndarmanna. Fram kom hjá persónuverndarfulltrúa að hann vinni að því að skoða öruggustu leiðir í þeim efnum.

Hér vék Oddný Björk af fundi.

 

2. Vegagerðin – Ferli við framkvæmdir í þéttbýli og viðhald gatna.

Á fundinn undir þessum lið mætti Sveinn Sveinsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Fram fer umræða um verklag við framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í þéttbýli og fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar á Seyðisfirði 2019 sem og afhendingu þjóðvega í þéttbýli í samræmi við breytingar á vegalögum frá 2008, jarðfræðiskýrslu vegna Fjarðarheiðarganga og þjónustu Vegagerðarinnar.

 

3. Knattspyrnuvöllur við Garðarsveg.

Á fundinn undir þessum lið mættu Brynjar Skúlason, Margrét Vera Knútsdóttir, Sveinn Þórsson og Þorvaldur Jóhannsson sem eru í vinnuhóp um endurgerð knattspyrnuvallar við Garðarsveg og Dagný Erla Ómarsdóttir íþróttafulltrúi.

Fram fer umræða um fjármögnun framkvæmda við endurgerð yfirborðs Garðarsvallar og undirbúning framkvæmda.

Hér viku Benedikta Guðrún og Hildur af fundi.

 

4. Erindi:

4.1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 6.07.18. Listi yfir kjörna fulltrúa.

Lögð fram greining yfir kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Austurlandi.

4.2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 9.07.18. Niðurstöður vatnssýna.

Niðurstöður vatnssýna lögð fram til kynningar. Niðurstöður þeirra staðfesta gæði neysluvatns vatnsveitunnar.

4.3. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 9.07.18. Tilnefningar til menningarverðlauna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda tilnefningar ráðsins til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

4.4. Þórunn Hrund Óladóttir 10.07.18. Umhverfismælingar á Seyðisfirði.

Í erindinu er að finna boð frá Vista verkfræðistofu um loftgæðamælingar á Seyðisfirði. Málið er í vinnslu á vegum Umhverfisstofnunar.

4.5. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 12.07.18. Sýnataka af strandsjó á Seyðisfirði – niðurstöður.

Lögð fram skýrsla með niðurstöðum úr strandsjó á Seyðisfirði.

4.6. Skipulagsstofnun 5.07.18. Svör við erindi sem varðar umsókn Nord Marina ehf. um nýtt rekstrarleyfi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.

4.7. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 10.07.18. Svæðisráð vegna gerðar strandsvæðisskipulags á Austfjörðum.

Í erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá 10. júlí er óskað eftir að Fjarðabyggð, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Djúpavogshreppur tilnefndi sameiginlega þrjá aðalmenn og þrjá til vara í svæðisráð vegna strandsvæðisskipulags á Austfjörðum.

Bæjarráð tilnefnir Elfu Hlín Pétursdóttur í svæðisráð vegna gerðar strandsvæðisskipulags á Austfjörðum.

Aðalmenn verða jafnframt tilnefndir frá Djúpavogshreppi og Fjarðabyggð. Varamenn verða tilnefndir frá Borgarfjarðarhreppi, Djúpavogshreppi og Fjarðabyggð.

4.8. Sýslumaðurinn á Austurlandi 17.07.18. Breytingar á reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í umhverfisnefnd.

4.9. Jonathan Motu Bisagni og Ida Feltendal 20.07.18. Umsókn um lóð.

Í erindinu er sótt um lóðina við Austurveg 19 b.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.

4.10. Sýslumaðurinn á Austurlandi 20.07.18. Kvörtun vegna ónæðis.

Lögð fram til kynningar kvörtun vegna ónæðis vegna skemmtanahalds eftir heimilaðan opnunartíma.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í umhverfisnefnd.

4.11. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.07.18 Boðun landsþings.

Lagt fram til kynningar.

4.12. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.07.18. Grænbók um málefnasvið 6.

Lögð fram til kynningar.

4.13. Lukka Sigurðardóttir 21.07.18. Beiðni um lagfæringar vegna lóðar við Austurveg 56.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarverkstjóra að taka málið til skoðunar og skila ráðinu greinargerð um málið.

4.14. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 24.10.18. Námskeið fyrir nýkjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og varabæjarfulltrúa til að sækja námskeiðið.

 

5. Samstarf sveitarfélaga:

5.1. Fundargerð 165. fundar félagsmálanefndar frá 19.06.18.

Lögð fram til kynningar.

5.2. Fundargerð 166. fundar félagsmálanefndar frá 5.07.18.

Lögð fram til kynningar.

5.3. Fundargerð hluthafafundar SvAust frá 5.07.18.

Lögð fram til kynningar.

5.4. Fundargerð stjórnarfundar SvAust frá 5.07.18.

Lögð fram til kynningar.

 

6. Liður 3.2. frá 2434. fundi bæjarráðs. „Vegagerðin 4.07.18. Styrkvegir 2018“.

Bæjarráð samþykkir að vinna að endurbótum og lagfæringum á veginum upp í Vestdal og valda kafla á leiðinni að útsýnisstað við varnargarða í Bjólfi. Viðhaft verði sama fyrirkomulag við verkið og við styrkvegaframkvæmdir síðasta árs.

 

7. Knattspyrnuvöllur – vinnuhópur – erindisbréf.

Lögð fram drög að nýju erindisbréfi fyrir vinnuhóp um knattspyrnuvöll.

Bæjarráð samþykkir nýtt erindisbréf fyrir hópinn.

 

8. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi(SSA) 2018 – tillögur að ályktunum fyrir stjórn SSA.

Frestað.

 

9. Erindisbréf.

Bæjarráð samþykkir að senda drög að erindisbréfum til umsagnar hjá hlutaðeigandi nefndum og forstöðumönnum.

 

10. Netföng kjörinna fulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að bíða tillögu persónuverndarfulltrúa um örugga leið vegna aðgangs kjörinna fulltrúa að gögnum.

 

11. Starfsmannamál – Bókasafn.

Tvær umsóknir bárust um starf forstöðumanns Bókasafns Seyðisfjarðar.

Samþykkt að vinna mat á umsóknunum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:24.