2436. Bæjarráð 08.08.18

Fundargerð 2436. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista í fjarveru Elvars Snæs Kristjánssonar,

Rúnar Gunnarsson L- lista,

Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Sýslumaðurinn á Austurlandi 11.07.18. Umsögn um skemmtanaleyfi.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar til upplýsingar.

1.2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 12.07.18. Eftirlitsskýrsla - Óstaðbundin starfsemi, sorphirða og flutningur úrgangs.

Lögð fram til kynningar. Fram kom að bæjarstjóri hefur átt fund með forstjóra Íslenska Gámafélagsins um meðal annars framkvæmd sorphirðu samkvæmt samningi og þörf fyrir bætta upplýsingagjöf vegna frávika á sorphirðudagatali.

1.3. Fjármála- og efnahagsráðuneytið 26.07.18. Miðtún 10 nýtt mat vegna sölu fasteignar.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir sölu eignarinnar fyrir sitt leyti.

1.4. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 31.07.18. Eftirlitsskýrsla Vatnsveita Seyðisfjarðar.

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til úrvinnslu hjá bæjarverkstjóra.

1.5. Snorri Emilsson 1.08.18. Ráðning í starf bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar – Beiðni um rökstuðning.

Í erindinu er óskað eftir rökstuðningi á ákvörðun um ráðningu í starf bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Bæjarstjóra falið að senda rökstuðning meirihluta bæjarstjórnar.

1.6. Kristín Amalía Atladóttir 1.08.18. Ráðning í starf bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar – Beiðni um rökstuðning og gögn frá ráðningarferlinu.

Í erindinu er ítrekuð ósk um rökstuðning vegna ráðningar í stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði. Einnig er óskað óskað eftir gögnum um aðra umsækjendur sem segja til um hæfi skv. hæfiskröfum starfsauglýsingar, upplýsingum um hvaða umsækjendur voru boðaðir til viðtals og hverjir undirgengust persónuleikapróf Hagvangs sem ákvörðun er tekin um framkvæmd á og fundargerð bæjarráðs frá 4.07.18.

Bæjarstjóra falið að senda rökstuðning meirihluta bæjarstjórnar og umbeðin tiltæk gögn.

1.7. Arnbjörg Sveinsdóttir 7.08.18. Ráðning í starf bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. – Beiðni um rökstuðning og gögn frá ráðningarferlinu.

Í erindinu er óskað eftir rökstuðningi vegna ráðningar í starf bæjarstjóra kaupstaðarins. Einnig er óskað eftir öllum gögnum málsins.

Bæjarstjóra falið að senda rökstuðning meirihluta bæjarstjórnar og umbeðin tiltæk gögn.

1.8. Ásgerður Ágústsdóttir 7.08.18. Auðbjörg NS 200.

Í erindinu er vakin athygli á ástandi Auðbjargar NS 200.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til ferða- og menningarnefndar og stjórnar Tækniminjasafns Austurlands og óskar eftir tillögum um úrbætur.

 

2. Tilnefning í samráðshóp um skíðasvæðið í Stafdal.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, íþróttafulltrúi ásamt fulltrúa sem velferðarnefnd tilnefnir úr sínum röðum verði í samráðshópnum fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

3. Tilnefning í starfshóp um endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Elfu Hlín Pétursdóttur fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar í starfshóp um endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur.

 

4. Fjárhagsáætlun 2019.

Fram fer umræða um ramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

 

5. Starfsmannamál – Ráðning forstöðumanns bókasafns.

Bæjarráð fór yfir umsóknargögn umsækjenda.

Bæjarráð samþykkir að taka viðtöl við umsækjendur.

 

6. Grunnleigusamningur vegna Miðtún 13.

Lagður fram til kynningar.

 

7. Fráveita – Skýrsla um ástand útrásarlagnar.

Lögð fram skýrsla um ástand útrásarlagnar við Strandabakka/smábátahöfn frá Köfunarþjónustunni.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tilboði frá Köfunarþjónustunni í lagfæringar sem þörf er á samkvæmt skýrslunni.

 

8. Fjármál 2018.

8.1. Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 30.06.18

8.2. Fjárhagsstaða áhaldahússins.

Fram fer umræða um ábendingar í skýrslu endurskoðanda vegna hallarekstrar áhaldahúss og fjárhagsstöðu þess.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að staða þjónustumiðstöðvar verði jöfnuð með framlagi frá aðalsjóði.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gjaldskrá verði endurskoðuð og miðað verði við að allir starfsmenn verði seldir eftir tímaskráningu á þau verk sem þeir sinna.

 

9. Framkvæmdir 2018 – verkefnastaða.

Fram fer umræða um stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna á árinu 2018.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:43.